Erlent

Ellefu nemendur drukknuðu í skólaferðalagi í Indónesíu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Björgunaraðgerðir fóru fram í gærkvöldi.
Björgunaraðgerðir fóru fram í gærkvöldi. AP/Yopi Andrias

Ellefu nemendur á aldrinum tólf til fimmtán ára drukknuðu í Indónesíu í gær. Nemendurnir voru að hreinsa árbakka í skólaferðalagi þegar þeir féllu út í ána.

Um 150 nemendur voru í ferðinni en tilgangur skólaferðalagsins var að hreinsa árbakka Cileueur-árinnar í Ciamis þar í landi en mikil aurskriða féll á svæðinu fyrr í vikunni. Skriðurnar gleyptu þrjátíu hús og að minnsta kosti átta létust. Þetta kemur fram í frétt Deutsche Welle

Talið er að nemendur hafi runnið á sleipum árbotninum með þeim afleiðingum að 21 nemandi féll út í ána. Nemendurnir héldust hönd í hönd þegar þeir hugðust þvera ána en fyrir liggur að nemendurnir hafi ekki verið í björgunarvestum. Björgunaraðilum tókst að bjarga tíu nemendum en ellefu létu lífið. Nokkrir kennarar slösuðust í aðgerðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×