Skúruðu hljóðverið til þess að vinna sér inn upptökutíma Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. október 2021 16:00 Ateria vann Músíktilraunir og hefur síðan spilað á Iceland Airwaves, Secret Solstice , Aldrei fór ég suður og Innipúkanum. Lilja Birgisdóttir Hljómsveitin Artería gefur í dag út sína fyrstu plötu, en þríeykið vann Músíktilraunir árið 2018. Platan hefur titilinn and_vari. Hljóðheimur Ateriu einkennist af flóknum og fjölbreyttum lagasmíðum, djúpum textum og óvenjulegri hljóðfærasamsetningu. Meðlimir Ateriu eru fjölskylda, Ása og Eir eru systkini og Fönn litla frænka þeirra. „Öll eruð þau sprengmenntað tónlistarfólk en Ása semur megnið af tónlist Ateriu. Hún hefur lært á píanó, orgel og gítar, leggur um þessar mundir stund á hljóðfæratónsmíðar við Listaháskóla Íslands og solo verkefni hennar, Asalaus, var tilnefnt til Kraumsverðlaunanna 2020. Eir spilar á selló og gítar og er einnig í hljómsveitinni Dymbrá samhliða námi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Fönn var að hefja nám í framhaldsskóla en hefur lagt stund á þverflautu og trommur í mörg ár,“ segir í fréttatilkynningu um plötuna. Skúruðu í margar vikur Sveitin var stofnuð stuttu fyrir Músíktilraunir 2018 og tóku Ateria þátt með aðeins það í huga að öðlast reynslu í að spila saman fyrir áhorfendahóp, en eins og komið hefur fram, unnu þau keppnina. Ateria hefur síðan þáspilað á Iceland Airwaves, Secret Solstice , Aldrei fór ég suður og Innipúkanum. Hluti af verðlaununum í Músíktilraunum voru tuttugu upptökutímar í Sundlauginni en hljómsveitarmeðlimunum fannst þeir ekki duga svo þau skiptust á að þrífa hljóðverið svo vikum skipti til þess að vinna sér in næga tíma til að hægt væri að taka upp heila plötu. Þannig fæddist and_vari. Lilja Birgisdóttir „Ateriu finnst líf sitt ekki beint einkennast af glamúr né glysi og glottandi segir sveitin að tónlistin þeirra endurspegli þá létt þunglyndislegu tilveru sem ungt fólk upplifir oft í skammdeginu á Íslandi. Textasmíðin er að mestu í höndum Ásu en þar snertir hún á daglegum átökum hversdagsleikans sem flestir sem hafa gengið í gegnum menntaskólaárin eiga auðvelt með að tengja við; óöryggi, kvíða, einmanaleika, pirring út í kennara og álíka. Textar á við „Ég er fáránleg, ég á ekki heima hér, ósýnileg“ hitta líklega marga í hjartastað.“ Tilfinningarót á Spáni Hér fyrir neðan má sjá myndbandið fyrir lagið Afleiðingar, sem var gert af Erni Ómarssyni en teikningarnar eru eftir bæði hann og Ateriu. Hljómsveitin gaf lagið út í síðasta mánuði og hefur það fengið mjög góð viðbrögð. Klippa: Atería - Afleiðingar Afleiðingar er góð kynning á Ateriu en í því erum við tekin í kynngimagnað ferðalag um nær ómstríðan hljóðheim með textum sem rista djúpt. Lagið byrjar aðeins sem gítarplokk ásamt felsetturödd Eirs en trommur Fannar koma fljótt inn ásamt áberandi bassalínu. „Textarnir lýsa tilfinningarrótinu sem Eir upplifði í samskiptum sínum við „versta kennara í heimi“ þegar þau systkinin bjuggu tímabundið á Spáni. Hlustandi fær að upplifa stigmagnandi pirring Eirs á illkvitni kennarans, bæði í textum og í uppbyggingu lagsins, en það verður stærra og stærra og skilar sér svo á hápunktinum sem stóru rokklagi sem minnir helst á Radiohead, Sigurrós eða Portishead.“ Fönn var bara 13 ára þegar þau unnu Músíktilraunir.Lilja Birgisdóttir Nafn sveitarinnar er dregið af latneska heiti æðarfuglsins, Somateria mollisma, en meðlimir Ateriu ólust öll upp við æðarrækt ömmu þeirra og afa í Miðfirði. Ása segir að það hafi verið hljóðheimur varpsins, kvak varpfuglsins og hljóð náttúrunnar í kring, sem var íkveikjan að innblæstri flestra verka Ateriu. Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljóðheimur Ateriu einkennist af flóknum og fjölbreyttum lagasmíðum, djúpum textum og óvenjulegri hljóðfærasamsetningu. Meðlimir Ateriu eru fjölskylda, Ása og Eir eru systkini og Fönn litla frænka þeirra. „Öll eruð þau sprengmenntað tónlistarfólk en Ása semur megnið af tónlist Ateriu. Hún hefur lært á píanó, orgel og gítar, leggur um þessar mundir stund á hljóðfæratónsmíðar við Listaháskóla Íslands og solo verkefni hennar, Asalaus, var tilnefnt til Kraumsverðlaunanna 2020. Eir spilar á selló og gítar og er einnig í hljómsveitinni Dymbrá samhliða námi við Menntaskólann við Hamrahlíð. Fönn var að hefja nám í framhaldsskóla en hefur lagt stund á þverflautu og trommur í mörg ár,“ segir í fréttatilkynningu um plötuna. Skúruðu í margar vikur Sveitin var stofnuð stuttu fyrir Músíktilraunir 2018 og tóku Ateria þátt með aðeins það í huga að öðlast reynslu í að spila saman fyrir áhorfendahóp, en eins og komið hefur fram, unnu þau keppnina. Ateria hefur síðan þáspilað á Iceland Airwaves, Secret Solstice , Aldrei fór ég suður og Innipúkanum. Hluti af verðlaununum í Músíktilraunum voru tuttugu upptökutímar í Sundlauginni en hljómsveitarmeðlimunum fannst þeir ekki duga svo þau skiptust á að þrífa hljóðverið svo vikum skipti til þess að vinna sér in næga tíma til að hægt væri að taka upp heila plötu. Þannig fæddist and_vari. Lilja Birgisdóttir „Ateriu finnst líf sitt ekki beint einkennast af glamúr né glysi og glottandi segir sveitin að tónlistin þeirra endurspegli þá létt þunglyndislegu tilveru sem ungt fólk upplifir oft í skammdeginu á Íslandi. Textasmíðin er að mestu í höndum Ásu en þar snertir hún á daglegum átökum hversdagsleikans sem flestir sem hafa gengið í gegnum menntaskólaárin eiga auðvelt með að tengja við; óöryggi, kvíða, einmanaleika, pirring út í kennara og álíka. Textar á við „Ég er fáránleg, ég á ekki heima hér, ósýnileg“ hitta líklega marga í hjartastað.“ Tilfinningarót á Spáni Hér fyrir neðan má sjá myndbandið fyrir lagið Afleiðingar, sem var gert af Erni Ómarssyni en teikningarnar eru eftir bæði hann og Ateriu. Hljómsveitin gaf lagið út í síðasta mánuði og hefur það fengið mjög góð viðbrögð. Klippa: Atería - Afleiðingar Afleiðingar er góð kynning á Ateriu en í því erum við tekin í kynngimagnað ferðalag um nær ómstríðan hljóðheim með textum sem rista djúpt. Lagið byrjar aðeins sem gítarplokk ásamt felsetturödd Eirs en trommur Fannar koma fljótt inn ásamt áberandi bassalínu. „Textarnir lýsa tilfinningarrótinu sem Eir upplifði í samskiptum sínum við „versta kennara í heimi“ þegar þau systkinin bjuggu tímabundið á Spáni. Hlustandi fær að upplifa stigmagnandi pirring Eirs á illkvitni kennarans, bæði í textum og í uppbyggingu lagsins, en það verður stærra og stærra og skilar sér svo á hápunktinum sem stóru rokklagi sem minnir helst á Radiohead, Sigurrós eða Portishead.“ Fönn var bara 13 ára þegar þau unnu Músíktilraunir.Lilja Birgisdóttir Nafn sveitarinnar er dregið af latneska heiti æðarfuglsins, Somateria mollisma, en meðlimir Ateriu ólust öll upp við æðarrækt ömmu þeirra og afa í Miðfirði. Ása segir að það hafi verið hljóðheimur varpsins, kvak varpfuglsins og hljóð náttúrunnar í kring, sem var íkveikjan að innblæstri flestra verka Ateriu.
Tónlist Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Terry Reid látinn Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira