Hungurvísitalan 2021: Vannærðum fjölgar hratt Heimsljós 15. október 2021 12:54 Gunnisal Samkvæmt öðru heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna á hungri að vera útrýmt í heiminum árið 2030. Heimsfaraldur, loftslagsbreytingar og stríðsátök kynda undir aukið hungur í heiminum. Samkvæmt nýútgefinni alþjóðlegri hungurvísitölu (Global Hunger Index) lifa íbúar tæplega fimmtíu þjóðríkja við hungurmörk og þeim fjölgaði um 320 milljónir á síðasta ári. Samkvæmt öðru heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna á hungri að vera útrýmt í heiminum árið 2030. Þróunin síðustu misserin er í öfuga átt. Marga undanfarna áratugi, allt frá árinu 1960, fækkaði vannærðu fólki í heiminum jafnt og þétt. Það þótti því ekki óraunhæft árið 2015 að samþykkja heimsmarkmið 2.1 með þessum orðum: „Eigi síðar en árið 2030 hafi hungri verið útrýmt og aðgengi allra tryggt, einkum fátækra og fólks í viðkvæmri stöðu, þar á meðal ungbarna, að nægum, öruggum og næringarríkum mat allt árið um kring.“ Nú blasir hins vegar við önnur mynd og „baráttan gegn hungri er komin hættulega langt af leið,“ eins og skýrsluhöfundar Global Hunger Index segja. Niðurstöður skýrslunnar eru samhljóða gögnum frá Sameinuðu þjóðunum sem sagt var frá nýlega og sýndi fjölgun hungraða um 320 milljónir milli ára. Það merkir að alls býr tæplega þriðjungur jarðarbúa – 2,4 milljarðar – við hungurmörk. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent
Heimsfaraldur, loftslagsbreytingar og stríðsátök kynda undir aukið hungur í heiminum. Samkvæmt nýútgefinni alþjóðlegri hungurvísitölu (Global Hunger Index) lifa íbúar tæplega fimmtíu þjóðríkja við hungurmörk og þeim fjölgaði um 320 milljónir á síðasta ári. Samkvæmt öðru heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna á hungri að vera útrýmt í heiminum árið 2030. Þróunin síðustu misserin er í öfuga átt. Marga undanfarna áratugi, allt frá árinu 1960, fækkaði vannærðu fólki í heiminum jafnt og þétt. Það þótti því ekki óraunhæft árið 2015 að samþykkja heimsmarkmið 2.1 með þessum orðum: „Eigi síðar en árið 2030 hafi hungri verið útrýmt og aðgengi allra tryggt, einkum fátækra og fólks í viðkvæmri stöðu, þar á meðal ungbarna, að nægum, öruggum og næringarríkum mat allt árið um kring.“ Nú blasir hins vegar við önnur mynd og „baráttan gegn hungri er komin hættulega langt af leið,“ eins og skýrsluhöfundar Global Hunger Index segja. Niðurstöður skýrslunnar eru samhljóða gögnum frá Sameinuðu þjóðunum sem sagt var frá nýlega og sýndi fjölgun hungraða um 320 milljónir milli ára. Það merkir að alls býr tæplega þriðjungur jarðarbúa – 2,4 milljarðar – við hungurmörk. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent