Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2021 14:52 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins krefjast afléttinga strax. vísir Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. RS-veiran sé alvarlegur faraldur hjá börnum bæði í Danmörku og í Svíþjóð. Sjá þurfi hvað gerist hér á landi. „Svo eru menn að spá því jafnvel að inflúensan geti orðið alvarlegri en áður, af því að hún gekk ekki í fyrra,“ sagði Þórólfur. Það þyrfti að hafa í huga við ákvarðanatöku um afléttingu samkomutakmarkana. Jarðhræringar og inflúensa ekki málefnalegar ástæður Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að jarðhræringar, inflúensa og RS-vírus séu ekki, og hafi aldrei verið, málefnalegar ástæður til takmörkunar á athafnafrelsi almennings. „Þátttaka í lífinu hefur alltaf verið hættuspil, en stærsta aðsteðjandi ógnin við líf og heilsu fólks er ekki farsótt, nú þegar 90% fullorðinna hafa verið bólusettir gegn kórónaveirunni. Það er ómögulegt að greina nokkurn ávinning eða ábata af áframhaldandi takmörkunum - hins vegar er miklu til kostað og mörgu fórnað,“ segir Hildur á Facebook. Styður að aflétta öllum takmörkunum Veitingamenn, listamenn og fjölmargir aðrir hafi orðið fyrir óbætanlegu tjóni af völdum takmarkana sem þjóni ekki lengur almannahagsmunum. „Atvinnurekendur um alla borg berjast í bökkum vegna heimatilbúinna skilyrða stjórnvalda, sem eiga sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndum. Það er löngu tímabært að endurheimta takmarkalaust samfélag og eðlilegt líf. Afléttingar strax.“ Áslaug Arna ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, ásamt fleiri málum. „EKki er hægt að rökstyðja takmarkanir með hefðbundnum inflúensum og RS vírusum. Ég styð það að aflétta öllum takmörkunum,“ segir Áslaug í færslu á Instagram. Hvað ræður Landspítalinn við? Þórólfur lagði áherslu á það í viðtali við fréttastofu í gær að ekki yrði opið fram á nótt á skemmtistöðum bæjarins. „Við erum náttúrulega með einhverjar takmarkanir í gangi og ég held að þar muni mestu um lokun á börum og skemmtistöðum, að þar sé ekki opið fram á nótt. Ég held að það skipti gríðarlegu máli,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Tilfelli á hverjum degi séu enn 20-60 og af þeim leggist tvö prósent inn á spítala. „Getum við slakað á og búist við aukningu? Og getur spítalinn ráðið við það? Það er stóra spurningin.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. RS-veiran sé alvarlegur faraldur hjá börnum bæði í Danmörku og í Svíþjóð. Sjá þurfi hvað gerist hér á landi. „Svo eru menn að spá því jafnvel að inflúensan geti orðið alvarlegri en áður, af því að hún gekk ekki í fyrra,“ sagði Þórólfur. Það þyrfti að hafa í huga við ákvarðanatöku um afléttingu samkomutakmarkana. Jarðhræringar og inflúensa ekki málefnalegar ástæður Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að jarðhræringar, inflúensa og RS-vírus séu ekki, og hafi aldrei verið, málefnalegar ástæður til takmörkunar á athafnafrelsi almennings. „Þátttaka í lífinu hefur alltaf verið hættuspil, en stærsta aðsteðjandi ógnin við líf og heilsu fólks er ekki farsótt, nú þegar 90% fullorðinna hafa verið bólusettir gegn kórónaveirunni. Það er ómögulegt að greina nokkurn ávinning eða ábata af áframhaldandi takmörkunum - hins vegar er miklu til kostað og mörgu fórnað,“ segir Hildur á Facebook. Styður að aflétta öllum takmörkunum Veitingamenn, listamenn og fjölmargir aðrir hafi orðið fyrir óbætanlegu tjóni af völdum takmarkana sem þjóni ekki lengur almannahagsmunum. „Atvinnurekendur um alla borg berjast í bökkum vegna heimatilbúinna skilyrða stjórnvalda, sem eiga sér ekki hliðstæðu í nágrannalöndum. Það er löngu tímabært að endurheimta takmarkalaust samfélag og eðlilegt líf. Afléttingar strax.“ Áslaug Arna ræddi málið í Reykjavík síðdegis í gær, ásamt fleiri málum. „EKki er hægt að rökstyðja takmarkanir með hefðbundnum inflúensum og RS vírusum. Ég styð það að aflétta öllum takmörkunum,“ segir Áslaug í færslu á Instagram. Hvað ræður Landspítalinn við? Þórólfur lagði áherslu á það í viðtali við fréttastofu í gær að ekki yrði opið fram á nótt á skemmtistöðum bæjarins. „Við erum náttúrulega með einhverjar takmarkanir í gangi og ég held að þar muni mestu um lokun á börum og skemmtistöðum, að þar sé ekki opið fram á nótt. Ég held að það skipti gríðarlegu máli,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Tilfelli á hverjum degi séu enn 20-60 og af þeim leggist tvö prósent inn á spítala. „Getum við slakað á og búist við aukningu? Og getur spítalinn ráðið við það? Það er stóra spurningin.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12