Færri konur ráðnar í framkvæmdastjórastöður en í fyrra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2021 10:37 Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo. Á árinu 2021 hafa konur verið ráðnar framkvæmdastjórar fyrirtækja í fimmta hvert skipti. Ný gögn frá Creditinfo sýna samdrátt í skipun kvenna á milli ára úr 24 prósent tilfella niður í 20 prósent. Í fjögur skipti af fimm er karlmaður ráðinn í starfið. Konur eru nú framkvæmdastjórar í um 18 prósent virkra fyrirtækja, en þá er horft til um sex þúsund fyrirtækja sem eru með virkan rekstur og tekjur yfir 30 milljónum króna síðustu þrjú ár. Konur bera enn skarðari hlut frá borði ef horft er til rúmlega eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna, en þá er hlutfallið einungis um 13 prósent. Í dag fer fram stafræn ráðstefna Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnurekstri. Creditinfo, sem býr yfir stærsta gagnabanka viðskiptaupplýsinga á Íslandi, hefur viljað styðja við verkefni Jafnvægisvogarinnar með gögnum og sérþekkingu. „Við sjáum í gögnum okkar að almennt séð lækkar hlutfall kvenna í framkvæmdastjórastöðu eftir því sem fyrirtæki eru stærri. Niðurstaðan er í takti við það sem við höfum séð undanfarin ár, en vissulega mikil vonbrigði að hægt hafi aftur á ráðningum kvenna í stöður framkvæmdastjóra. Fyrir liggur að með þessu áframhaldi koma markmið Jafnvægisvogar FKA um að fyrir árið 2027 verði hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja að minnsta kosti 40/60 ekki til með að nást. Til þess þyrfti stórátak í ráðningum kvenna í hóp stjórnenda,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar Creditinfo á Íslandi. Sjá má í tölum Creditinfo að í hópi eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna er hlutfall kvenna meðal æðstu stjórnenda hæst í ferðaþjónustu og afþreyingu, eða 20 prósent, en lægst á meðal framleiðslufyrirtækja, einungis 8 prósent. „Tölur um ráðningar bera ekki með sér sérstök merki um breytingar, heldur að hlutfall kvenna af nýráðningum framkvæmdastjóra hafi verið fremur stöðugt síðasta áratug, um fimmtungur ráðninga. Vegna þess að einungis um tíundipartur fyrirtækja skiptir um framkvæmdastjóra á ári hverju er ljóst að taka mun tíma að ná þeim hlutföllum sem stefnt hefur verið að. Til að hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórastöðum verði nokkuð jafnt fyrir árið 2027, þyrfti hlutfall kvenna af nýráðningum strax að verða um 70%,“ segir í tilkynningu frá Creditinfo. Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðin framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. 6. október 2021 17:28 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Konur eru nú framkvæmdastjórar í um 18 prósent virkra fyrirtækja, en þá er horft til um sex þúsund fyrirtækja sem eru með virkan rekstur og tekjur yfir 30 milljónum króna síðustu þrjú ár. Konur bera enn skarðari hlut frá borði ef horft er til rúmlega eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna, en þá er hlutfallið einungis um 13 prósent. Í dag fer fram stafræn ráðstefna Jafnvægisvogar Félags kvenna í atvinnurekstri. Creditinfo, sem býr yfir stærsta gagnabanka viðskiptaupplýsinga á Íslandi, hefur viljað styðja við verkefni Jafnvægisvogarinnar með gögnum og sérþekkingu. „Við sjáum í gögnum okkar að almennt séð lækkar hlutfall kvenna í framkvæmdastjórastöðu eftir því sem fyrirtæki eru stærri. Niðurstaðan er í takti við það sem við höfum séð undanfarin ár, en vissulega mikil vonbrigði að hægt hafi aftur á ráðningum kvenna í stöður framkvæmdastjóra. Fyrir liggur að með þessu áframhaldi koma markmið Jafnvægisvogar FKA um að fyrir árið 2027 verði hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja að minnsta kosti 40/60 ekki til með að nást. Til þess þyrfti stórátak í ráðningum kvenna í hóp stjórnenda,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar Creditinfo á Íslandi. Sjá má í tölum Creditinfo að í hópi eitt þúsund tekjuhæstu fyrirtækjanna er hlutfall kvenna meðal æðstu stjórnenda hæst í ferðaþjónustu og afþreyingu, eða 20 prósent, en lægst á meðal framleiðslufyrirtækja, einungis 8 prósent. „Tölur um ráðningar bera ekki með sér sérstök merki um breytingar, heldur að hlutfall kvenna af nýráðningum framkvæmdastjóra hafi verið fremur stöðugt síðasta áratug, um fimmtungur ráðninga. Vegna þess að einungis um tíundipartur fyrirtækja skiptir um framkvæmdastjóra á ári hverju er ljóst að taka mun tíma að ná þeim hlutföllum sem stefnt hefur verið að. Til að hlutfall kynjanna í framkvæmdastjórastöðum verði nokkuð jafnt fyrir árið 2027, þyrfti hlutfall kvenna af nýráðningum strax að verða um 70%,“ segir í tilkynningu frá Creditinfo.
Jafnréttismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ráðin framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. 6. október 2021 17:28 Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Ráðin framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum Eyrún Anna Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Eignastýringar og miðlunar hjá Landsbankanum. 6. október 2021 17:28