Krísa hjá Kansas eða ekki krísa hjá Kansas: Henry Birgir með sterka skoðun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 15:30 Patrick Mahomes var svekkelsið uppmálað í síðasta leik Kansas City Chiefs þar sem liðið tapaði öðrum heimaleiknum sínum í röð. AP/Ed Zurga Patrick Mahomes og félagar í Kansas City Chiefs líta ekki lengur út eins og eitt af bestu liðum NFL-deildarinnar og þeir steinlágu á móti Buffalo Bills á heimavelli um helgina. Lokasóknin ræddi stöðuna á kólnum eins heitasta liðs ameríska fótboltans síðustu ár. „Mig rámar í þátt hérna um daginn þar sem ónefndur aðili hérna inni hafi talað um að það væri líklega krísa hjá Kansas. Annar ónefndur maður svaraði þá: Það er enginn krísa hjá Kansas. Hvað segir þú núna vinur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi spurningu sinni til Eiríks Stefáns Ásgeirssonar. „Nei. Þeir voru að tapa fyrir Buffalo sem er með frábært lið sem gæti verið besta lið deildarinnar,“ sagði Eiríkur Stefán. „Þeir tapa öllu á heimavelli og þeir tapa öllum jöfnum leikjum. Það var bara valtað yfir þá þarna,“ sagði Henry Birgir. Klippa: Lokasóknin: Staðan á Kansas City Chiefs liðinu „Alvöru hausar vita að tímabilið byrjar ekki fyrr en eftir Thanksgiving. Verum vara rólegir á þessu,“ sagði Eiríkur Stefán. Henry Birgir var samt alveg klár í yfirlýsingar strax. „Hér er yfirlýsing. Kansas. Þetta er búið. Kansas verður ekkert í neinni baráttu á þessari leiktíð og ástæðan er: Þeir verða með frábæra sókn en það er ekki hægt að fara alla leið í Super Bowl með svona hörmulegan varnarleik,“ sagði Henry. Andri Ólafsson fór með þeim Henry og Eiríki yfir leik Kansas City Chiefs í tapinu á móti Buffalo. Þar var líka rætt um hið geysisterka lið Buffalo Bills. Þeir tóku meðal annars fyrir þegar leikstjórnandinn Josh Allen fór í grindahlaup yfir einn varnarmann Kansas City. Umfjöllunina má sjá hér fyrir ofan. NFL Lokasóknin Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Sjá meira
„Mig rámar í þátt hérna um daginn þar sem ónefndur aðili hérna inni hafi talað um að það væri líklega krísa hjá Kansas. Annar ónefndur maður svaraði þá: Það er enginn krísa hjá Kansas. Hvað segir þú núna vinur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi spurningu sinni til Eiríks Stefáns Ásgeirssonar. „Nei. Þeir voru að tapa fyrir Buffalo sem er með frábært lið sem gæti verið besta lið deildarinnar,“ sagði Eiríkur Stefán. „Þeir tapa öllu á heimavelli og þeir tapa öllum jöfnum leikjum. Það var bara valtað yfir þá þarna,“ sagði Henry Birgir. Klippa: Lokasóknin: Staðan á Kansas City Chiefs liðinu „Alvöru hausar vita að tímabilið byrjar ekki fyrr en eftir Thanksgiving. Verum vara rólegir á þessu,“ sagði Eiríkur Stefán. Henry Birgir var samt alveg klár í yfirlýsingar strax. „Hér er yfirlýsing. Kansas. Þetta er búið. Kansas verður ekkert í neinni baráttu á þessari leiktíð og ástæðan er: Þeir verða með frábæra sókn en það er ekki hægt að fara alla leið í Super Bowl með svona hörmulegan varnarleik,“ sagði Henry. Andri Ólafsson fór með þeim Henry og Eiríki yfir leik Kansas City Chiefs í tapinu á móti Buffalo. Þar var líka rætt um hið geysisterka lið Buffalo Bills. Þeir tóku meðal annars fyrir þegar leikstjórnandinn Josh Allen fór í grindahlaup yfir einn varnarmann Kansas City. Umfjöllunina má sjá hér fyrir ofan.
NFL Lokasóknin Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Dagskráin: Meistaradeildin og Njarðvík fær Keflavík í heimsókn EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu „Núna er allt betra“ Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti