Tekist á um orkustefnu í stjórnarmyndunarviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2021 19:21 Formenn stjórnarflokkanna reyna nú að brúa mismunandi áherslur flokkanna í orkumálum. vísir/vilhelm Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að leysa þurfi úr ágreiningi stjórnarflokkanna um orkunýtingu til framtíðar í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Arftaki umhverfisráðherra hjá Landvernd varar hins vegar við því að „látið verði undan áróðursherferð óseðjandi orkuiðnaðar“ eins og það er orðað. Formenn stjórnarflokkanna hafa nú rætt saman í tvær vikur um möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn saman. Ekki sér fyrir endan á viðræðunum en öll telja þau eðlilegt að viðræðurnar taki nokkur tíma. Ýmis ljón eru í veginum sem komast þarf framhjá eins og mismunandi áherslum flokkanna í orkumálum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir formennina hafa rætt heiðarlega um skoðanamun á einstaka málum og reynt að finna lausn á þeim. Þar undir séu til dæmis hálendisþjóðgarður og rammáætlun um vernd og nýtingu orkuauðlinda. „Ef við ætlum að fara í alvöru í orkuskipti þarf orku og það þarf græna orku. Þess vegna er okkur mikið í mun, að minnsta kosti okkur í Sjálfstæðisflokknum, að reyna að slípa til ferla. Þannig að það séu ekki flöskuhálsar í kerfunum sem koma í veg fyrir að við náum árangri í orkuskiptum,“ segir Bjarni. Auður Anna Magnúsdóttir arftaki Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra í starfi framkvæmdastjóra Landverndar talar til þessarra sjónarmiða í grein á Vísi í dag. Forsvarsmenn stórra orkufyrrtækja hafi sagt bráðnauðsynlegt að taka faglega ferla í lögum úr sambandi við ákvarðanir um virkjanir. Á Íslandi væri nú þegar framleidd mest orka í heiminum á hvern íbúa þar sem stóriðjan taki til sín 80 prósent allrar raforku í landinu. Sjálfbærasta loftlagsaðgerðin væri aftur á móti að nota minni orku og nýta hana betur. „Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru,“ segir orðrétt í greininni. Bjarni bendir hins vegar á að ekki hafi verið samþykkt ný rammaáætlun frá árinu 2013 en hana beri að gera á fjögurra ára fresti. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur í svipaðan streng. „Hluti af loftlagslausninni á næstu árum eru grænar fjárfestingar sem byggja á grænni orku. Við erum svo heppin hér á Íslandi að við erum annars vegar mjög rík af orku nú þegar en líka af þeim möguleikum að geta gert betur,“ segir Sigurður Ingi. Katrín segir rætt um fleira en orkumál Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að auðvitað sé áherslumunur á milli flokkanna. „Þessar viðræður snúast auðvitað ekki bara um þessi mál. Það eru fleiri mál sem ekki var lokið við á síðasta kjörtímabili. Flokkarnir voru síðan með sínar áherslur fyrir kosningar sem auðvitað þarf að fara í gegnum og meta hvað sé hægt að gera í hverjum og einum málaflokki. Þannig að það er ekki óeðlilegt að þetta taki sinn tíma,“ segir Katrín. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Bjarni aðspurður að Sjálfstæðisflokkurinn hefði áhuga á að taka við heilbrigðismálunum. Þau væru stór og mikilvægur málaflokkur sem tæki til sín um fjórðung allra útgjalda ríkisins. En í þeim málaflokki hefur einnig verið hugmyndafræðilegur ágreingur. Sérstaklega á milli þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Katrín segir viðræður formannanna ekki komnar það langt að farið væri að skipta ráðuneytum. Það kæmi vel til greina að stokka upp í ráðuneytum og færa verkefni á milli þeirra. „Þetta snýst auðvitað ekki um einhver flokkur sleppi ráðuneyti og einhver annar sækist eftir því. Mér hefur nú heyrst að allir þessir flokkar séu tilbúnir í flest ráðuneyti sem eru í boði ef ekki öll. Þessir flokkar eru með stefnu í öllum þessum málaflokkum þannig að sjálfsögðu er áhugi á því. Það er hins vegar eitthvað sem við munum ræða síðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. 12. október 2021 12:51 Gefa sér þann tíma sem þarf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. 12. október 2021 12:24 Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri. 12. október 2021 12:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna hafa nú rætt saman í tvær vikur um möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn saman. Ekki sér fyrir endan á viðræðunum en öll telja þau eðlilegt að viðræðurnar taki nokkur tíma. Ýmis ljón eru í veginum sem komast þarf framhjá eins og mismunandi áherslum flokkanna í orkumálum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir formennina hafa rætt heiðarlega um skoðanamun á einstaka málum og reynt að finna lausn á þeim. Þar undir séu til dæmis hálendisþjóðgarður og rammáætlun um vernd og nýtingu orkuauðlinda. „Ef við ætlum að fara í alvöru í orkuskipti þarf orku og það þarf græna orku. Þess vegna er okkur mikið í mun, að minnsta kosti okkur í Sjálfstæðisflokknum, að reyna að slípa til ferla. Þannig að það séu ekki flöskuhálsar í kerfunum sem koma í veg fyrir að við náum árangri í orkuskiptum,“ segir Bjarni. Auður Anna Magnúsdóttir arftaki Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra í starfi framkvæmdastjóra Landverndar talar til þessarra sjónarmiða í grein á Vísi í dag. Forsvarsmenn stórra orkufyrrtækja hafi sagt bráðnauðsynlegt að taka faglega ferla í lögum úr sambandi við ákvarðanir um virkjanir. Á Íslandi væri nú þegar framleidd mest orka í heiminum á hvern íbúa þar sem stóriðjan taki til sín 80 prósent allrar raforku í landinu. Sjálfbærasta loftlagsaðgerðin væri aftur á móti að nota minni orku og nýta hana betur. „Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru,“ segir orðrétt í greininni. Bjarni bendir hins vegar á að ekki hafi verið samþykkt ný rammaáætlun frá árinu 2013 en hana beri að gera á fjögurra ára fresti. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur í svipaðan streng. „Hluti af loftlagslausninni á næstu árum eru grænar fjárfestingar sem byggja á grænni orku. Við erum svo heppin hér á Íslandi að við erum annars vegar mjög rík af orku nú þegar en líka af þeim möguleikum að geta gert betur,“ segir Sigurður Ingi. Katrín segir rætt um fleira en orkumál Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að auðvitað sé áherslumunur á milli flokkanna. „Þessar viðræður snúast auðvitað ekki bara um þessi mál. Það eru fleiri mál sem ekki var lokið við á síðasta kjörtímabili. Flokkarnir voru síðan með sínar áherslur fyrir kosningar sem auðvitað þarf að fara í gegnum og meta hvað sé hægt að gera í hverjum og einum málaflokki. Þannig að það er ekki óeðlilegt að þetta taki sinn tíma,“ segir Katrín. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Bjarni aðspurður að Sjálfstæðisflokkurinn hefði áhuga á að taka við heilbrigðismálunum. Þau væru stór og mikilvægur málaflokkur sem tæki til sín um fjórðung allra útgjalda ríkisins. En í þeim málaflokki hefur einnig verið hugmyndafræðilegur ágreingur. Sérstaklega á milli þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Katrín segir viðræður formannanna ekki komnar það langt að farið væri að skipta ráðuneytum. Það kæmi vel til greina að stokka upp í ráðuneytum og færa verkefni á milli þeirra. „Þetta snýst auðvitað ekki um einhver flokkur sleppi ráðuneyti og einhver annar sækist eftir því. Mér hefur nú heyrst að allir þessir flokkar séu tilbúnir í flest ráðuneyti sem eru í boði ef ekki öll. Þessir flokkar eru með stefnu í öllum þessum málaflokkum þannig að sjálfsögðu er áhugi á því. Það er hins vegar eitthvað sem við munum ræða síðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. 12. október 2021 12:51 Gefa sér þann tíma sem þarf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. 12. október 2021 12:24 Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri. 12. október 2021 12:01 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
„Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. 12. október 2021 12:51
Gefa sér þann tíma sem þarf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. 12. október 2021 12:24
Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri. 12. október 2021 12:01