Yfirgefur NCIS eftir átján þáttaraðir Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2021 09:44 Mark Harmon. Getty/Exelle/Bauer Leikarinn Mark Harmon hefur ákveðið að segja skilið við Leroy Jethro Gibbs, sem hann hefur leikið í rúmar átján þáttaraðir í þáttunum NCIS. Þetta tilkynnti framleiðandi þáttanna langlífu en hélt hann þó möguleikanum opnum á að Gibbs myndi stinga upp kollinum á nýjan leik seinna meir. Orðrómur um brottför Harmon hefur verið á kreiki um nokkuð skeið en hann er orðinn 70 ára gamall. Gibbs var fyrst kynntur til leiks í þáttunum JAG árið 2003. Skömmu eftir það stýrði Harmon eigin þáttum um rannsóknarlögreglumenn sjóhers Bandaríkjanna. Þættirnir hafa vaxið í gegnum árin. NCIS: Los Angeles voru frumsýndir árið 2009 og eru enn í sýningu. NCIS: New Orleans voru sýndir í sjö þáttaraðir og NCIS: Hawaii voru frumsýndir nú í haust. Í yfirlýsingu sem birt var samhliða fjórða þætti nítjándu þáttaraðar NCIS hrósaði Steve Binder, framleiðandi þáttanna, Harmon í hástert. Hann sagði Harmon hafa verið gífurlega mikilvægan og að hann hefði ávallt barist fyrir því að persónurnar væru í forgrunni, samkvæmt Deadline. Binder bætti við að mögulega gæti Gibbs sést aftur. Bíó og sjónvarp Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Orðrómur um brottför Harmon hefur verið á kreiki um nokkuð skeið en hann er orðinn 70 ára gamall. Gibbs var fyrst kynntur til leiks í þáttunum JAG árið 2003. Skömmu eftir það stýrði Harmon eigin þáttum um rannsóknarlögreglumenn sjóhers Bandaríkjanna. Þættirnir hafa vaxið í gegnum árin. NCIS: Los Angeles voru frumsýndir árið 2009 og eru enn í sýningu. NCIS: New Orleans voru sýndir í sjö þáttaraðir og NCIS: Hawaii voru frumsýndir nú í haust. Í yfirlýsingu sem birt var samhliða fjórða þætti nítjándu þáttaraðar NCIS hrósaði Steve Binder, framleiðandi þáttanna, Harmon í hástert. Hann sagði Harmon hafa verið gífurlega mikilvægan og að hann hefði ávallt barist fyrir því að persónurnar væru í forgrunni, samkvæmt Deadline. Binder bætti við að mögulega gæti Gibbs sést aftur.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira