Sport

Katrín Tanja gat bara ekki hætt að hlæja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gekk erfiðlega hjá þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur að taka upp af því að Katrín Tanja var pikkföst í hláturskasti.
Það gekk erfiðlega hjá þeim Anníe Mist Þórisdóttur og Katrínu Tönju Davíðsdóttur að taka upp af því að Katrín Tanja var pikkföst í hláturskasti. Instagram/@dottiraudio

Vinkonurnar og CrossFit stórstjörnurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru ekki bara æfingafélagar heldur einnig viðskiptafélagar.

Íslensku heimsmeistararnir telja nú niður í frumsýningu á nýjasta verkefni sínu en þær eru fara fyrir framleiðslu á nýjum þráðlausum heyrnartólum sem hafa fengið heitið Dóttir Audio.

Eins og þær hafa verið frábærar fyrirmyndir á mögnuðu íþróttaferli sínum þar sem báðar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit þá ætla þær líka að reyna að vera fyrirmyndir í því hvernig sé hægt að tengja íþróttaferla sína inn í viðskiptaheiminn. Með því eru þær að leggja grunninn að öðrum ferli eftir að keppnisferlinum lýkur.

Þær hafa nýtt sér Dóttir vörumerkið áður og halda því nú áfram en nú hoppa þær inn í tækni- og hljóðheiminn.

Þær Anníe og Katrín segjast hafa fengið hugmyndina að heyrnartólunum í göngutúr saman í London en markmiðið var að framleiða heyrnartól fyrir heimsklassa íþróttafólk sem vill æfa á fullu án utanaðkomandi truflunar.

Katrín Tanja hafði síðan samband við gamlan skólafélaga hjá íslenska fyrirtækinu Strax sem hjálpaði þeim að koma þessu verkefni á hreyfingu.

Í kynningunni Dóttir Audio segir að þar fari ekki aðeins öflug þráðlaus heyrnartól fyrir íþróttafólk heldur leggja þær mikla áherslu á vörumerki styðji við eflingu kvenna og jafnrétti.

Katrín Tanja hefur verið á Íslandi síðustu vikur og það hefur gefið þeim tækifæri til að taka upp kynningarefni saman.

Þar hefur verið gaman hjá þeim og svo gaman að það hefur stundum búið til smá vandræði. Það má meðal annars sjá hér fyrir ofan þegar Katrín Tanja gat hreinlega ekki hætt að hlæja.

Báðar eru þær nú að telja niður á samfélagsmiðlum sínum og það styttist því í frumsýningu í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×