Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2021 18:43 Elín Jóna Þorsteinsdóttir gulltryggði sigur Íslands með því að verja síðustu tvö skot Serbíu. vísir/Jónína Guðbjörg Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. Hún var að vonum ánægð í leikslok og fannst allt annar bragur á íslenska liðinu en í stórtapinu gegn Svíþjóð á fimmtudaginn. „Við byrjuðum frá fyrstu mínútu og við skulduðum góðan leik. Það var svo geggjuð stemmning í húsinu og margir sem mættu. Við skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik og þetta var frábært að geta gert það,“ sagði Elín eftir leik. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-8, og komst fjórum mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks, 13-9. Þá kom slæmur kafli og Serbía náði forystunni, 14-15. Íslenska liðið var þó fljótt að ná áttum, skoraði þrjú mörk í röð og leit aldrei um öxl eftir það. Elín Jóna í leikmannakynningunni.vísir/Jónína Guðbjörg „Það var gríðarlega mikilvægt að vinna sig fljótt út úr þessum slæma kafla. Þetta gerist í öllum leikjum en það er misjafnt hversu langir þeir eru. Við slökuðum bara á, fórum ekki á taugum og tókum bara næsta bolta. Það er það sem Arnar [Pétursson, landsliðsþjálfari] segir alltaf við okkur: það er bara næsti bolti,“ sagði Elín. Varnarleikur Íslands var til mikillar fyrirmyndar í dag enda skoraði Serbía aðeins 21 mark í leiknum. „Þær voru geggjaðar fyrir framan mig og þess vegna var ég með þessa vörslu. Þær gerðu það sem ég vil að þær geri,“ sagði Elín sem átti skínandi góðan leik í íslenska markinu. „Ég er mjög stolt af sjálfri mér. Þetta er geggjað að fá góðan leik með landsliðinu og á hæsta getustigi. Mér fannst ég skulda stelpunum góðan leik. Þær voru búnar að vera svo ógeðslega góðar í vörninni að ég ætlaði að taka þessa síðustu bolta,“ sagði Elín sem varði síðustu tvö skot Serba í leiknum. Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Sjá meira
Hún var að vonum ánægð í leikslok og fannst allt annar bragur á íslenska liðinu en í stórtapinu gegn Svíþjóð á fimmtudaginn. „Við byrjuðum frá fyrstu mínútu og við skulduðum góðan leik. Það var svo geggjuð stemmning í húsinu og margir sem mættu. Við skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik og þetta var frábært að geta gert það,“ sagði Elín eftir leik. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-8, og komst fjórum mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks, 13-9. Þá kom slæmur kafli og Serbía náði forystunni, 14-15. Íslenska liðið var þó fljótt að ná áttum, skoraði þrjú mörk í röð og leit aldrei um öxl eftir það. Elín Jóna í leikmannakynningunni.vísir/Jónína Guðbjörg „Það var gríðarlega mikilvægt að vinna sig fljótt út úr þessum slæma kafla. Þetta gerist í öllum leikjum en það er misjafnt hversu langir þeir eru. Við slökuðum bara á, fórum ekki á taugum og tókum bara næsta bolta. Það er það sem Arnar [Pétursson, landsliðsþjálfari] segir alltaf við okkur: það er bara næsti bolti,“ sagði Elín. Varnarleikur Íslands var til mikillar fyrirmyndar í dag enda skoraði Serbía aðeins 21 mark í leiknum. „Þær voru geggjaðar fyrir framan mig og þess vegna var ég með þessa vörslu. Þær gerðu það sem ég vil að þær geri,“ sagði Elín sem átti skínandi góðan leik í íslenska markinu. „Ég er mjög stolt af sjálfri mér. Þetta er geggjað að fá góðan leik með landsliðinu og á hæsta getustigi. Mér fannst ég skulda stelpunum góðan leik. Þær voru búnar að vera svo ógeðslega góðar í vörninni að ég ætlaði að taka þessa síðustu bolta,“ sagði Elín sem varði síðustu tvö skot Serba í leiknum.
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fleiri fréttir Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20