„Eðlilegt að gefa rautt spjald þó að mér finnist brotið sem slíkt ekki gróft“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. október 2021 19:04 Rúnar Kárason í leik með íslenska landsliðinu á sínum tíma. fréttablaðið/afp Rúnar Kárason, leikmaður ÍBV í Olís-deild karla í handbolta, var eðlilega ánægður með sigur liðsins gegn KA. Liðið hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í upphafi tímabils. „Ég er mjög ánægður með þetta. Við vorum í smá vandræðum í vörninni, en augljóslega ekki í sókninni,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigur dagsins. „Við fengum Bjössa [Björn Viðar Björnsson] inn á lykilaugnanblikum og vorum að fá gott framlag frá öllum sem var mjög mikilvægt. Þannig að jú, ég er bara mjög ánægður með að vinna og vera taplaus.“ Leikur liðanna var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik, en stuttu fyrir hlé tóku Eyjamenn völdin og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Gestirnir að norðan komu þó ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og söxuðu vel á forskot Eyjamanna. „Þetta er kannski eitthvað sem við verðum að pæla í. Við erum að byrja leikinn og seinni hálfleikinn ekki nægilega vel, við þurfum að kíkja á það.“ „En mér fannst við bara vera mjög sannfærandi í mörgu af því sem við vorum að gera og mér fannst eins og liðið hafi bara þjappað sig vel saman við það að ég fékk þetta rauða spjald og bara gaman að sjá það. Bara frábær liðsheild í dag.“ Rúnar átti góðan leik fram að rauða spjaldinu, en hann skoraði sjö mörk í dag. Rúnar segist skilja dóminn, en að brotið hafi í sjálfu sér ekki verið gróft. „Hann [Patrekur Stefánsson] er að koma á fleygiferð og ég er kannski ekki nógu vel staðsettur. Ég held að ég hafi farið í öxlina á honum en þetta gerðist á mikilli ferð og hann fer illa út úr þessu og þetta lítur illa út.“ „Í raun og veru eðlilegt að gefa rautt spjald þarna þó að mér finnist brotið sem slíkt ekki gróft. En svona er þetta bara og ég var bara óheppinn þarna.“ En fannst Rúnari rautt spjald vera réttur dómur? „Ég ætla að segja að ég skilji af hverju þeir dæma það. En réttur eða rangur dómur. Ég skil þetta, en er ekki bara nógu slæmt að vera kominn með rautt og blátt spjald? Að fara að rífa kjaft ofan á það, ég ætla ekki að gera illt verra.“ Eyjamenn eru nú á toppi deildarinnar með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjum sínum. Rúnar segist vera virkilega ánægður í Vestmannaeyjum, og að umgjörðin í kringum liðið sé jafnvel betri en úti í atvinnumennskunni. „Þetta er bara búið að vera mjög gott. Það kom mér smá á óvart, en samt ekki, og maður var búinn að heyra góða hluti um Eyjamenn. Við fjölskyldan erum ánægð og ef konana og börnin eru ánægð og ég í handboltanum þá er ekki hægt að kvarta mikið.“ „Það er betri stemning hérna en þar sem ég var síðast allavega. Atvinnumannaumhverfið er eiginlega bara betra hér. Frábær umgjörð og hvernig er staðið að þessu öllu, þjálfarar og bara allt í kringum liðið þannig að það er ekki yfir neinu að kvarta hér.“ Handbolti Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. 10. október 2021 17:42 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með þetta. Við vorum í smá vandræðum í vörninni, en augljóslega ekki í sókninni,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigur dagsins. „Við fengum Bjössa [Björn Viðar Björnsson] inn á lykilaugnanblikum og vorum að fá gott framlag frá öllum sem var mjög mikilvægt. Þannig að jú, ég er bara mjög ánægður með að vinna og vera taplaus.“ Leikur liðanna var nokkuð jafn framan af fyrri hálfleik, en stuttu fyrir hlé tóku Eyjamenn völdin og fóru með fimm marka forskot inn í hálfleikinn. Gestirnir að norðan komu þó ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og söxuðu vel á forskot Eyjamanna. „Þetta er kannski eitthvað sem við verðum að pæla í. Við erum að byrja leikinn og seinni hálfleikinn ekki nægilega vel, við þurfum að kíkja á það.“ „En mér fannst við bara vera mjög sannfærandi í mörgu af því sem við vorum að gera og mér fannst eins og liðið hafi bara þjappað sig vel saman við það að ég fékk þetta rauða spjald og bara gaman að sjá það. Bara frábær liðsheild í dag.“ Rúnar átti góðan leik fram að rauða spjaldinu, en hann skoraði sjö mörk í dag. Rúnar segist skilja dóminn, en að brotið hafi í sjálfu sér ekki verið gróft. „Hann [Patrekur Stefánsson] er að koma á fleygiferð og ég er kannski ekki nógu vel staðsettur. Ég held að ég hafi farið í öxlina á honum en þetta gerðist á mikilli ferð og hann fer illa út úr þessu og þetta lítur illa út.“ „Í raun og veru eðlilegt að gefa rautt spjald þarna þó að mér finnist brotið sem slíkt ekki gróft. En svona er þetta bara og ég var bara óheppinn þarna.“ En fannst Rúnari rautt spjald vera réttur dómur? „Ég ætla að segja að ég skilji af hverju þeir dæma það. En réttur eða rangur dómur. Ég skil þetta, en er ekki bara nógu slæmt að vera kominn með rautt og blátt spjald? Að fara að rífa kjaft ofan á það, ég ætla ekki að gera illt verra.“ Eyjamenn eru nú á toppi deildarinnar með þrjá sigra í fyrstu þrem leikjum sínum. Rúnar segist vera virkilega ánægður í Vestmannaeyjum, og að umgjörðin í kringum liðið sé jafnvel betri en úti í atvinnumennskunni. „Þetta er bara búið að vera mjög gott. Það kom mér smá á óvart, en samt ekki, og maður var búinn að heyra góða hluti um Eyjamenn. Við fjölskyldan erum ánægð og ef konana og börnin eru ánægð og ég í handboltanum þá er ekki hægt að kvarta mikið.“ „Það er betri stemning hérna en þar sem ég var síðast allavega. Atvinnumannaumhverfið er eiginlega bara betra hér. Frábær umgjörð og hvernig er staðið að þessu öllu, þjálfarar og bara allt í kringum liðið þannig að það er ekki yfir neinu að kvarta hér.“
Handbolti Olís-deild karla ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. 10. október 2021 17:42 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Sjá meira
Umfjöllun: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. 10. október 2021 17:42