Festust á inniskónum á Vaðlaheiði: „Neyðarlínan sagði að við þyrftum að redda okkur sjálf“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2021 21:13 Það var ekki nokkur leið fyrir krakkana að koma bílnum aftur upp á veg og þurftu þau því að labba til byggða. Ólafur Jónsson Fjórir krakkar sem voru á leið frá Akureyri að Menntaskólanum á Laugum á föstudag lentu í miklum hrakförum þegar þau festu jeppann sinn úti í vegkanti á Vaðlaheiði. Þau hringdu strax í neyðarlínuna, enda illa búin og óreynd, en fengu þau skilaboð að þau þyrftu að leysa úr flækjunni sjálf. Björgunarsveitir myndu ekki koma þeim til aðstoðar. „Við vorum á Akureyri, við erum í Menntaskólanum á Laugum, og ætluðum bara að keyra heim og ákváðum að fara yfir heiðina. Við vissum ekki að það væri snjór á heiðinni. Við byrjuðum að keyra og það var enginn snjór til að byrja með en þegar við vorum komin ofar var smá snjór en það virtist ekki vera mikið þannig að við keyrðum bara í það,“ segir Ísak Máni Svansson, sextán ára menntaskólanemi, sem var staddur þarna með vinum sínum þeim Ólafi Jónssyni, Hrafntinnu Máney Sindradóttur og annarri stúlku. Krakkarnir voru á stórum jeppa og töldu enga hættu á að þau myndu festast. Ólafur hefur sjálfur stundað jeppaferðir á fjöllum en segir álagið hafa verið meira, þar sem hann ereinn í hópnum með bílpróf og bar ábyrgðina á herðum sér. Ætluðu ekki að hjálpa einhverjum krökkum í jeppaleik Þegar ofar á heiðina var komið dýpkaði snjórinn og svo fór að krakkarnir keyrðu út í vegkant þar sem snjórinn var minni. Það fór þó ekki betur en svo að annað afturdekkið rann út af veginum og festist í drullu í vegkantinum. „Við reyndum að losa okkur en komumst ekkert áfram. Við vorum mjög smeyk að bíllinn myndi renna meira út af því að það var mjög há brekka þarna niður þannig að hann hefði hugsanlega bara runnið alla leið niður. Við ákváðum þá að hringja í neyðarlínuna og fá aðstoð eða fá samband við björgunarsveitina,“ segir Ísak. Eins og má sjá á þessari mynd var bíllinn pikkfastur í drullu í vegkantinum.ÓLAFUR JÓNSSON Hann segir að neyðarvörðurinn hafi haft samband við björgunarsveitina Súlur á Akureyri og svarið hafi verið að hún myndi ekki taka málið að sér. „Út af því að þau ætluðu ekki að hjálpa einhverjum krökkum uppá fjalli sem væru að leika sér. Þau sögðu við okkur að við þyrftum að redda okkur sjálf og hringja aftur í neyðarlínuna þegar við værum komin niður af fjallinu.“ Á inniskóm og í peysu uppá heiði Krakkarnir byrjuðu á því að hringja í alla þá sem þeim datt í hug að gætu hjálpað þeim en allt kom fyrir ekki. Þau hafi þá í um hálftíma reynt að losa bílinn en afturdekkið rann bara lengra út af veginum. „Við áttuðum okkur á því að við myndum ekkert ná að losa bílinn. Þannig að við tókum ákvörðun um að labba bara niður fjallið og hringdum þá aftur í neyðarlínuna og sögðum að við þyrftum að skilja bílinn eftir og labba niður,“ segir Ísak. Fjórmenningarnir höfðu gert sér stutta ferð til Akureyrar með það eitt í huga að fá sér kvöldmat og voru því illa búin. Ísak var sjálfur í inniskóm og peysu og sömu sögu mátti segja um aðra í hópnum. „Við löbbuðum í góðan klukkutíma og náðum það langt niður að það var fært fyrir pabba vinkonu okkar, sem var á fólksbíl, að komast að okkur og sækja okkur. Þá skutlaði hann okkur í sumarbústað sem fjölskyldan mín á í Vaðlaheiðinni.“ Björgunarsveitarmaður svaraði kallinu og sótti bílinn á Vaðlaheiði Þau segjast hafa verið orðin köld og blaut þegar þau komu í sumarbústaðinn og hafi verið stórhissa á viðbrögðum viðbragðsaðila. „Okkur fannst þetta mjög skrítið og mjög skrítið að björgunarsveitin myndi ekki hjálpa okkur því við héldum að við myndum alltaf geta hringt í björgunarsveitina ef við værum í vanda einhvers staðar uppi á fjalli. Það var mjög erfitt að hafa engann til að hjálpa okkur,“ segir Ísak. Eftir nokkrar símhringingar í fjölskyldu og vini komust krakkarnir í samband við björgunarsveitarmann sem var tilbúinn til að hjálpa þeim að sækja bílinn af fjallinu. Hann sótti Ólaf, sem einn er sautján ára og með bílpróf í hópnum, og þeir fóru og losuðu bílinn. Að endingu komust krakkarnir heim að Laugum, eftir um fimm klukkustunda hrakferðir. Þau segjast enn hissa á viðbrögðum neyðarlínuvarðarins, sem hafi spurt lítið um aðstæður. „Ég held hún hafi bara litið svo á að við værum að leika okkur og reyna að festa okkur, ekki að við værum í alvöru vandræðum.“ Í svari frá lögreglunni á Akureyri við fyrirspurn fréttastofu segir að ekki hafi verið talin nein hætta á ferðum hjá krökkunum, þau hafi látið vita að þau gætu leitað í sumarbústað nærri og ákvörðun hafi verið tekin í samráði við svæðisstjórn Björgunarsveita að ekki væri þörf á að kalla þær út. Björgunarsveitir Akureyri Svalbarðsstrandarhreppur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
„Við vorum á Akureyri, við erum í Menntaskólanum á Laugum, og ætluðum bara að keyra heim og ákváðum að fara yfir heiðina. Við vissum ekki að það væri snjór á heiðinni. Við byrjuðum að keyra og það var enginn snjór til að byrja með en þegar við vorum komin ofar var smá snjór en það virtist ekki vera mikið þannig að við keyrðum bara í það,“ segir Ísak Máni Svansson, sextán ára menntaskólanemi, sem var staddur þarna með vinum sínum þeim Ólafi Jónssyni, Hrafntinnu Máney Sindradóttur og annarri stúlku. Krakkarnir voru á stórum jeppa og töldu enga hættu á að þau myndu festast. Ólafur hefur sjálfur stundað jeppaferðir á fjöllum en segir álagið hafa verið meira, þar sem hann ereinn í hópnum með bílpróf og bar ábyrgðina á herðum sér. Ætluðu ekki að hjálpa einhverjum krökkum í jeppaleik Þegar ofar á heiðina var komið dýpkaði snjórinn og svo fór að krakkarnir keyrðu út í vegkant þar sem snjórinn var minni. Það fór þó ekki betur en svo að annað afturdekkið rann út af veginum og festist í drullu í vegkantinum. „Við reyndum að losa okkur en komumst ekkert áfram. Við vorum mjög smeyk að bíllinn myndi renna meira út af því að það var mjög há brekka þarna niður þannig að hann hefði hugsanlega bara runnið alla leið niður. Við ákváðum þá að hringja í neyðarlínuna og fá aðstoð eða fá samband við björgunarsveitina,“ segir Ísak. Eins og má sjá á þessari mynd var bíllinn pikkfastur í drullu í vegkantinum.ÓLAFUR JÓNSSON Hann segir að neyðarvörðurinn hafi haft samband við björgunarsveitina Súlur á Akureyri og svarið hafi verið að hún myndi ekki taka málið að sér. „Út af því að þau ætluðu ekki að hjálpa einhverjum krökkum uppá fjalli sem væru að leika sér. Þau sögðu við okkur að við þyrftum að redda okkur sjálf og hringja aftur í neyðarlínuna þegar við værum komin niður af fjallinu.“ Á inniskóm og í peysu uppá heiði Krakkarnir byrjuðu á því að hringja í alla þá sem þeim datt í hug að gætu hjálpað þeim en allt kom fyrir ekki. Þau hafi þá í um hálftíma reynt að losa bílinn en afturdekkið rann bara lengra út af veginum. „Við áttuðum okkur á því að við myndum ekkert ná að losa bílinn. Þannig að við tókum ákvörðun um að labba bara niður fjallið og hringdum þá aftur í neyðarlínuna og sögðum að við þyrftum að skilja bílinn eftir og labba niður,“ segir Ísak. Fjórmenningarnir höfðu gert sér stutta ferð til Akureyrar með það eitt í huga að fá sér kvöldmat og voru því illa búin. Ísak var sjálfur í inniskóm og peysu og sömu sögu mátti segja um aðra í hópnum. „Við löbbuðum í góðan klukkutíma og náðum það langt niður að það var fært fyrir pabba vinkonu okkar, sem var á fólksbíl, að komast að okkur og sækja okkur. Þá skutlaði hann okkur í sumarbústað sem fjölskyldan mín á í Vaðlaheiðinni.“ Björgunarsveitarmaður svaraði kallinu og sótti bílinn á Vaðlaheiði Þau segjast hafa verið orðin köld og blaut þegar þau komu í sumarbústaðinn og hafi verið stórhissa á viðbrögðum viðbragðsaðila. „Okkur fannst þetta mjög skrítið og mjög skrítið að björgunarsveitin myndi ekki hjálpa okkur því við héldum að við myndum alltaf geta hringt í björgunarsveitina ef við værum í vanda einhvers staðar uppi á fjalli. Það var mjög erfitt að hafa engann til að hjálpa okkur,“ segir Ísak. Eftir nokkrar símhringingar í fjölskyldu og vini komust krakkarnir í samband við björgunarsveitarmann sem var tilbúinn til að hjálpa þeim að sækja bílinn af fjallinu. Hann sótti Ólaf, sem einn er sautján ára og með bílpróf í hópnum, og þeir fóru og losuðu bílinn. Að endingu komust krakkarnir heim að Laugum, eftir um fimm klukkustunda hrakferðir. Þau segjast enn hissa á viðbrögðum neyðarlínuvarðarins, sem hafi spurt lítið um aðstæður. „Ég held hún hafi bara litið svo á að við værum að leika okkur og reyna að festa okkur, ekki að við værum í alvöru vandræðum.“ Í svari frá lögreglunni á Akureyri við fyrirspurn fréttastofu segir að ekki hafi verið talin nein hætta á ferðum hjá krökkunum, þau hafi látið vita að þau gætu leitað í sumarbústað nærri og ákvörðun hafi verið tekin í samráði við svæðisstjórn Björgunarsveita að ekki væri þörf á að kalla þær út.
Björgunarsveitir Akureyri Svalbarðsstrandarhreppur Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira