Ljóst er að bíóhús gera ráð fyrir verulegri aðsókn og ekki er annað að sjá í fljótu bragði en að þær væntingar verði að veruleika.
Fréttastofa mætti í Álfabakka fyrir sýninguna klukkan sjö og tók stöðuna. Húsið var að fyllast, en það var ekki eins margt um manninn á þriðja tímanum í Kringlubíó, þar sem fyrsta sýning dagsins var.
Í Kringlunni vissu sumir bíógestirnir upp á hár hvað þeir voru að gera en aðrir komu af fjöllum þegar þeim var tilkynnt að þeir væru fyrstir á landinu til að sjá myndina. Einn ungur bíógestur útilokaði ekki að hann kynni að horfa til þess að verða einfaldlega James Bond þegar hann yrði stór.
Sjón er sögu ríkari - allt um bíóviðburð ársins í fréttinni hér að neðan: