Konur sem kæra kynferðisbrot eru oft sakaðar um tepruskap Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. október 2021 21:39 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir marga nefna kynferðislega áreitni sem ástæðu fyrir komu til samtakanna. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Oft er talað niður til þeirra sem stíga fram og greina frá kynferðislegu ofbeldi að sögn talskonu Stígamóta. Fjölmörg dæmi eru um að konur sem kæra kynferðisbrot séu sakaður um tepruskap og óþarfa dramatík. Héraðssaksóknari gaf í vikunni út ákæru á hendur karlmanni fyrir að hafa slegið konu á rassinn og reynt að kyssa hana fyrir utan skemmtistað í miðborginni. 22 ákærur í heildina hafa verið gefnar út frá því í janúar í fyrra fyrir kynferðislega áreitni gegn einstaklingum yfir 15 ára aldri. Talsverð umræða hefur skapast um ákæruna þar sem konur eru ýmist sagðar teprur eða sakaðar um að höfða mál í gróðaskyni. Þá er einnig talað um að kynferðisbrotamál af þessum toga séu gengin út í öfga og furðað sig á því að dómstólar skuli taka þau fyrir. Áreitni af þessu tagi er ein megin ástæða þess að fólk leitar til Stígamóta. „Það eru talsvert margir sem nefna kynferðislega áreitni sem ástæðu fyrir komu í komuskýrslum hér á Stígamótum, þetta er mjög stór hópur þeirra sem koma. En hins vegar eru flestir líka að koma vegna annars kynferðisofbeldis sem þau hafa orðið fyrir,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Telja brotin mögulega ekki nógu alvarleg Hún segir mögulegt að þolendur líti ekki á kynferðislega áreitni sem nógu alvarlegt brot til að leita sér aðstoðar. Þá séu ákveðnir einstaklingar með viðhorf sem stangist á við það átak samfélagsins um að virða mörk og leita samþykkis. Nefnir hún til að mynda ummæli þar sem þolendur eru sakaðir um tepruskap. „Maður vonast auðvitað til þess að það séu fleiri og fleiri sem kveikja á perunni um að þetta sé alvarlegt og að þetta sé ekki í lagi, og þetta sé ekki það sem við ætlum að samþykkja sem samfélag.“ Hins vegar sé að eiga sér stað viðhorfsbreyting og að sífellt fleiri, sérstaklega af yngri kynslóðinni, sætti sig ekki við þá framkomu sem hafi fengið að viðgangast. „Það er auðvitað ekki gott ef þetta er að koma frá fullorðnu fólki sem ætti að vita betur,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi MeToo Reykjavík Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Sjá meira
Héraðssaksóknari gaf í vikunni út ákæru á hendur karlmanni fyrir að hafa slegið konu á rassinn og reynt að kyssa hana fyrir utan skemmtistað í miðborginni. 22 ákærur í heildina hafa verið gefnar út frá því í janúar í fyrra fyrir kynferðislega áreitni gegn einstaklingum yfir 15 ára aldri. Talsverð umræða hefur skapast um ákæruna þar sem konur eru ýmist sagðar teprur eða sakaðar um að höfða mál í gróðaskyni. Þá er einnig talað um að kynferðisbrotamál af þessum toga séu gengin út í öfga og furðað sig á því að dómstólar skuli taka þau fyrir. Áreitni af þessu tagi er ein megin ástæða þess að fólk leitar til Stígamóta. „Það eru talsvert margir sem nefna kynferðislega áreitni sem ástæðu fyrir komu í komuskýrslum hér á Stígamótum, þetta er mjög stór hópur þeirra sem koma. En hins vegar eru flestir líka að koma vegna annars kynferðisofbeldis sem þau hafa orðið fyrir,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Telja brotin mögulega ekki nógu alvarleg Hún segir mögulegt að þolendur líti ekki á kynferðislega áreitni sem nógu alvarlegt brot til að leita sér aðstoðar. Þá séu ákveðnir einstaklingar með viðhorf sem stangist á við það átak samfélagsins um að virða mörk og leita samþykkis. Nefnir hún til að mynda ummæli þar sem þolendur eru sakaðir um tepruskap. „Maður vonast auðvitað til þess að það séu fleiri og fleiri sem kveikja á perunni um að þetta sé alvarlegt og að þetta sé ekki í lagi, og þetta sé ekki það sem við ætlum að samþykkja sem samfélag.“ Hins vegar sé að eiga sér stað viðhorfsbreyting og að sífellt fleiri, sérstaklega af yngri kynslóðinni, sætti sig ekki við þá framkomu sem hafi fengið að viðgangast. „Það er auðvitað ekki gott ef þetta er að koma frá fullorðnu fólki sem ætti að vita betur,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi MeToo Reykjavík Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Sjá meira