Tileinkar friðarverðlaunin sex blaðamönnum hans sem voru myrtir Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2021 16:58 Dmitry Muratov. AP/Alexander Zemlianichenko Dmitry Muratov, blaðamaður og ritstjóri rússneska miðilsins Novaya Gazeta tileinkaði friðarverðlaun Nóbels sem hann hlaut í morgun þeim sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir á meðan þau störfuðu fyrir hann í Rússlandi. „Igor Domnikov, Yuri Shchekochikhin, Anna Politkovskaya, Stas Markelov, Anastasia Baburova, Natasha Estemirova. Þetta er fólkið sem unnu friðvarðlaun Nóbels,“ sagði Muratov í dag. hann sagðist þeirrar skoðunar að verðlaunanefndin hefði viljað viðurkenna afrek þessa fólks en valið hann, því látnir einstaklingar tækju ekki við verðlaunum. Auk Muratov fékk filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa friðarverðlaun en Nóbelsnefndin sagði tjáningarfrelsi í heiminum, sem væri forsenda lýðræðis og varanlegs friðar, vera í hættu. Sjá einnig: Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Muratov ræddi einnig herferð yfirvalda í Rússlandi gegn frjálsum fjölmiðlum þar í landi. Hann sagðist ekki viss um að verðlaunin myndu hafa áhrif á það. Hann vilji þó nota hluta verðlaunanna sem hann fékk til að styðja við bakið á sjálfstæðum fjölmiðlum. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Muratov sagði einnig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni, að hann hefði persónulega veitt Alexei Navalní friðarverðlaunin. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladimírs Pútín, forseta, og ríkisstjórnar hans. Þá hefur hann barist gegn ríkisstjórninni og varpað ljósi á meinta spillingu innan hennar. Navalní situr nú í fangelsi í Rússlandi. Hann var handtekinn fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Skilorðsdóminn hafði hann fengið vegna máls sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt pólitísks eðlis. Yfirvöld í Rússlandi hófu nýverið enn eina rannsóknina gegn Navalní og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. Sjá einnig: Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Rússland hefur lengi verið hættulegt blaðamönnum. CPJ segir 58 hafa verið myrta vegna starfa þeirra frá 1992. Reuters segir að meðal þeirra séu blaðamenn sem unnu fyrir Muratov. Til að mynda Anna Politkovskaya og Natasha Estemirova, Politkovskaya var skotin til bana á stigangi þar sem hún bjó árið 2006 og Estemirova var rænt af heimili hennar í Gorzny í Téténíu og hún myrt árið 2009. Novaya Gazeta var stofnað árið 1993. Mikhlail Gobachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, og síðasti Rússinn sem fékk friðarverðlaun Nóbels, gaf hluta peninganna sem hann fékk til dagblaðsins. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, hrósaði Muratov fyrir verðlaunin í dag. Hann sagði blaðamanninn ávallt hafa unnið í samræmi við samvisku sína og að hann væri hæfileikaríkur blaðamaður. Þá sagði Peskov: „Hann er hugrakkur“. Rússland Nóbelsverðlaun Fjölmiðlar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
„Igor Domnikov, Yuri Shchekochikhin, Anna Politkovskaya, Stas Markelov, Anastasia Baburova, Natasha Estemirova. Þetta er fólkið sem unnu friðvarðlaun Nóbels,“ sagði Muratov í dag. hann sagðist þeirrar skoðunar að verðlaunanefndin hefði viljað viðurkenna afrek þessa fólks en valið hann, því látnir einstaklingar tækju ekki við verðlaunum. Auk Muratov fékk filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa friðarverðlaun en Nóbelsnefndin sagði tjáningarfrelsi í heiminum, sem væri forsenda lýðræðis og varanlegs friðar, vera í hættu. Sjá einnig: Tveir blaðamenn hljóta friðarverðlaun Nóbels Muratov ræddi einnig herferð yfirvalda í Rússlandi gegn frjálsum fjölmiðlum þar í landi. Hann sagðist ekki viss um að verðlaunin myndu hafa áhrif á það. Hann vilji þó nota hluta verðlaunanna sem hann fékk til að styðja við bakið á sjálfstæðum fjölmiðlum. Sjá einnig: Rússneskur ritstjóri sem flúði land eftirlýstur Muratov sagði einnig, samkvæmt Reuters fréttaveitunni, að hann hefði persónulega veitt Alexei Navalní friðarverðlaunin. Navalní hefur verið harður gagnrýnandi Vladimírs Pútín, forseta, og ríkisstjórnar hans. Þá hefur hann barist gegn ríkisstjórninni og varpað ljósi á meinta spillingu innan hennar. Navalní situr nú í fangelsi í Rússlandi. Hann var handtekinn fyrir að rjúfa skilorð þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Skilorðsdóminn hafði hann fengið vegna máls sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur sagt pólitísks eðlis. Yfirvöld í Rússlandi hófu nýverið enn eina rannsóknina gegn Navalní og gæti fangelsisdómur hans lengst um áratug. Sjá einnig: Saka Navalní um að ætla sér ofbeldisfulla valdatöku Rússland hefur lengi verið hættulegt blaðamönnum. CPJ segir 58 hafa verið myrta vegna starfa þeirra frá 1992. Reuters segir að meðal þeirra séu blaðamenn sem unnu fyrir Muratov. Til að mynda Anna Politkovskaya og Natasha Estemirova, Politkovskaya var skotin til bana á stigangi þar sem hún bjó árið 2006 og Estemirova var rænt af heimili hennar í Gorzny í Téténíu og hún myrt árið 2009. Novaya Gazeta var stofnað árið 1993. Mikhlail Gobachev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, og síðasti Rússinn sem fékk friðarverðlaun Nóbels, gaf hluta peninganna sem hann fékk til dagblaðsins. Sjá einnig: Enn fleiri sjálfstæðum fjölmiðlum lokað í Rússlandi Dmitry Peskov, talsmaður Pútíns, hrósaði Muratov fyrir verðlaunin í dag. Hann sagði blaðamanninn ávallt hafa unnið í samræmi við samvisku sína og að hann væri hæfileikaríkur blaðamaður. Þá sagði Peskov: „Hann er hugrakkur“.
Rússland Nóbelsverðlaun Fjölmiðlar Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira