„Held það geri sér enginn grein fyrir því hversu mikill hávaðinn er“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2021 19:31 Landeigendur á Álfsnesi eru ósáttir við að borgaryfirvöld ætli að tryggja áframhaldandi starfsemi skotsvæðisins í Álfsnesi. Vísir/Egill Íbúar í Kollafirði segja það sæta furðu hve hart borgaryfirvöld gangi fram við að halda starfsemi skotsvæðisins í Álfsnesi gangandi. Hljóðmengunin þar sé grafalvarleg og engum bjóðandi. Íbúar ætla að koma saman vegna málsins í dag. Skotfélagi Reykjavíkur var í síðustu viku gert að stöðva alla starfsemi sína í Álfsnesi í Kollafirði eftir að landeigendur kærðu leyfisveitinguna, vegna hávaða og blýmengunar frá svæðinu. Borgaryfirvöld lýstu því í framhaldinu yfir að þau myndu reyna að tryggja starfsemina á svæðinu, sem landeigendur segja óásættanlegt, enda sé hávaðinn langt yfir heilsuverndarmörkum. „Það átti að finna framtíðarlausn og skipulagsfulltrúar og aðrir hafa alltaf talað um að þessi skotsvæði væru ekki til framtíðar, því þetta eru óheppilegustu svæði sem til eru fyrir svona skotvopn, því það er svo opið og bert,” segir Anja Þórdís Karlsdóttir, talsmaður landeigenda á svæðinu. Hún segir að hljóðmúrar muni litlu breyta. „Á þessu svæði hér í kring erum við með kletta hérna sem bergmála og svæðið er svo lágt í landinu, þannig að landfræðilega séð er eiginlega ekki hægt að koma í veg fyrir hávaða hér.” Blýmengunin sé ekki síður áhyggjuefni, en Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur greindi frá því í upphafi árs að ef fram fer sem horfi sé útlit fyrir jarðvegsmengun. Landeigendur telja mengunina hins vegar mun alvarlegri og gagnrýna að ekki hafi verið farið í frekari rannsóknir á stærra svæði. „Þetta eru örugglega tugir tonna sem eru af blýi bæði í landi og úti í sjó,” segir Kristbjörn Haraldsson, annar talsmanna landeigenda. Hann segir að hátt í fimmtíu manns af svæðinu ætli að ræða málið í kvöld. Anja og Kristbjörn furða sig á ákafa borgaryfirvalda í að halda skotsvæðinu á þessum stað, þegar vel sé hægt að finna annan stað fyrir það – fjarri byggð. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því hversu mikill hávaðinn raunverulega er á þessu svæði. Þetta er óásættanlegt, algjörlega,” segir Anja og Kristbjörn tekur undir. „Sérstaklega bergmálið sem kemur á eftir, það svona skellur á manni,” segir hann. Skotvopn Skipulag Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Skotfélagi Reykjavíkur var í síðustu viku gert að stöðva alla starfsemi sína í Álfsnesi í Kollafirði eftir að landeigendur kærðu leyfisveitinguna, vegna hávaða og blýmengunar frá svæðinu. Borgaryfirvöld lýstu því í framhaldinu yfir að þau myndu reyna að tryggja starfsemina á svæðinu, sem landeigendur segja óásættanlegt, enda sé hávaðinn langt yfir heilsuverndarmörkum. „Það átti að finna framtíðarlausn og skipulagsfulltrúar og aðrir hafa alltaf talað um að þessi skotsvæði væru ekki til framtíðar, því þetta eru óheppilegustu svæði sem til eru fyrir svona skotvopn, því það er svo opið og bert,” segir Anja Þórdís Karlsdóttir, talsmaður landeigenda á svæðinu. Hún segir að hljóðmúrar muni litlu breyta. „Á þessu svæði hér í kring erum við með kletta hérna sem bergmála og svæðið er svo lágt í landinu, þannig að landfræðilega séð er eiginlega ekki hægt að koma í veg fyrir hávaða hér.” Blýmengunin sé ekki síður áhyggjuefni, en Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur greindi frá því í upphafi árs að ef fram fer sem horfi sé útlit fyrir jarðvegsmengun. Landeigendur telja mengunina hins vegar mun alvarlegri og gagnrýna að ekki hafi verið farið í frekari rannsóknir á stærra svæði. „Þetta eru örugglega tugir tonna sem eru af blýi bæði í landi og úti í sjó,” segir Kristbjörn Haraldsson, annar talsmanna landeigenda. Hann segir að hátt í fimmtíu manns af svæðinu ætli að ræða málið í kvöld. Anja og Kristbjörn furða sig á ákafa borgaryfirvalda í að halda skotsvæðinu á þessum stað, þegar vel sé hægt að finna annan stað fyrir það – fjarri byggð. „Ég held það geri sér enginn grein fyrir því hversu mikill hávaðinn raunverulega er á þessu svæði. Þetta er óásættanlegt, algjörlega,” segir Anja og Kristbjörn tekur undir. „Sérstaklega bergmálið sem kemur á eftir, það svona skellur á manni,” segir hann.
Skotvopn Skipulag Reykjavík Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira