Áfengi og hlaupahjól fari ekki saman: „Og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. október 2021 20:31 Áfengi á allt of stóran þátt í slysum á rafhlaupahjólum að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku Landspítala, en slíkum slysum fjölgar á milli ára. Hann telur að taka ætti upp næturstrætó að nýju svo fólk komist heim af djamminu með öruggum hætti. Í júní, júlí og ágúst leituðu 245 á bráðamóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjóli. Á sama tímabili í fyrra voru þeir 149. Lítil aukning er í slysum barna en 72 börn slösuðu sig á rafhlaupahjóli í sumar samanborið við 68 í fyrra. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir að sem betur fer sé lítið um alvarlega áverka, en fjórir þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna slíkra slysa síðasta sumar. „Lang oftast er um smávægilega skurði, skrapsár og tognanir að ræða. Það er nokkuð um beinbrot og síðan eitthvað um andlitsáverka,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hann segir áberandi hve mörg slys verði á fullorðnum einstaklingum að næturlagi um helgar. „Sirka frá klukkan 23 að kvöldi til fimm að morgni, þá vekur það grun um að áfengi eigi stóran þátt í allt of mörgum þessara slysa.“ Hann minnir á að það taki tíma að læra á rafhlaupahjól líkt og á reiðhjól. „Ekki vera fullur á rafhlaupahjóli það er ekki sniðugt og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur það er afar vond blanda.“ Hjalti segir mikilvægt að stjórnvöld haldi áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. „Svo held ég að það þurfi að skoða það aftur að taka upp næturstrætó um helgar þannig að fólk sem stundi skemmtanalífið geti komist heim með ódýrum og umhverfisvænum hætti.“ Rafhlaupahjól Landspítalinn Áfengi og tóbak Næturlíf Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Í júní, júlí og ágúst leituðu 245 á bráðamóttöku Landspítala vegna slysa á rafhlaupahjóli. Á sama tímabili í fyrra voru þeir 149. Lítil aukning er í slysum barna en 72 börn slösuðu sig á rafhlaupahjóli í sumar samanborið við 68 í fyrra. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir að sem betur fer sé lítið um alvarlega áverka, en fjórir þurftu að leggjast inn á sjúkrahús vegna slíkra slysa síðasta sumar. „Lang oftast er um smávægilega skurði, skrapsár og tognanir að ræða. Það er nokkuð um beinbrot og síðan eitthvað um andlitsáverka,“ sagði Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hann segir áberandi hve mörg slys verði á fullorðnum einstaklingum að næturlagi um helgar. „Sirka frá klukkan 23 að kvöldi til fimm að morgni, þá vekur það grun um að áfengi eigi stóran þátt í allt of mörgum þessara slysa.“ Hann minnir á að það taki tíma að læra á rafhlaupahjól líkt og á reiðhjól. „Ekki vera fullur á rafhlaupahjóli það er ekki sniðugt og enn síður að vera fimmtugur að prufa þetta í fyrsta skipti fullur það er afar vond blanda.“ Hjalti segir mikilvægt að stjórnvöld haldi áfram að efla innviði til að auka öryggi vegfarenda. „Svo held ég að það þurfi að skoða það aftur að taka upp næturstrætó um helgar þannig að fólk sem stundi skemmtanalífið geti komist heim með ódýrum og umhverfisvænum hætti.“
Rafhlaupahjól Landspítalinn Áfengi og tóbak Næturlíf Tengdar fréttir Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Banna Hopp um helgar vegna fyllerís? Ekki séns, segir djammið Eftir að hugmyndir komu fram um að banna leigu á rafhlaupahjólum um helgar vegna ölvunar brugðust margir við og bentu á að það væri líklega ekki lausnin. Nú hefur Stöð 2 rætt við fjölbreytta fulltrúa næturlífsins og þeir taka í sama streng. 3. júlí 2021 15:37