Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2021 17:42 Lenya Rún Taha Karim var í þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Píratar Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið. Þegar síðustu tölur voru birtar úr síðasta kjördæminu morguninn eftir Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði náði Lenya Rún, sem var í þriðja sæti lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, skyndilega inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Gleði hennar var þó skammvinn því um níu klukkustundum síðar höfðu atkvæði í Norðvesturkjördæmi verið talin aftur. Niðurstöður endurtalningarinnar þýddu að jöfnunarsæti flokka færðust á milli kjördæma og Lenya Rún datt út. Hún hefði orðið yngsti þingmaðurinn í lýðveldissögunni en hún er á tuttugasta og fyrsta aldursári. Lenya Rún tilkynnti á Twitter-síðu sinni nú síðdegis að hún hefði skilað inn kæru til kjörbréfanefndar í dag. „Ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi,“ tísti hún. Skilaði inn kæru til kjörbréfanefndar rétt áðan - ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi. Er þetta ekki annars það sem að allir svölu krakkarnir eru að gera? pic.twitter.com/Lje3tAgYpk— Lenya Rún (@Lenyarun) October 6, 2021 Þrjár aðrar kærur vegna kosninganna hafa þegar borist frá frambjóðendum Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þeir krefjast ógildingu kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, sem var þingmaður Miðflokksins en datt út eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, boðað að hann leggi einni fram kæru á næstu dögum. Í kæru Lenyu Rúnar segir að ágallar á endurtalningu atkvæða, sem raktir hafa verið í fjölmiðlum og formaður yfirkjörstjórnarinnar hefur gengist við, séu slíkir að ekki sé unnt að styðjast við endurtalninguna. Boðað hafi verið til endurtalningarinnar með ólöglegum hætti og endurtöldu kjörgögnin hafi bersýnilega verið spillt vegna ófullnægjandi frágangs og meðferðar. Í kærunni er þess því krafist að stuðst verði við lokaniðurstöður talningar sem yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi tilkynnti að morgni sunnudagsins 26. september. Með kærunni er lögð sú krafa á kjörbréfanefnd Alþingis að hún taki afstöðu til lögmætis endurtalningarinnar sjálfrar, fari svo að nefndin ákveði hvorki að ráðast í uppkosningu í kjördæminu eða endurkosningu á landsvísu. Fari svo sé aðeins einn raunhæfur og löglegur kostur í stöðunni: Að styðjast við fyrri talningu atkvæða sem kjörstjórn og eftirlitsmenn töldu löglega að morgni 26. september. Fréttin hefur verið uppfærð. Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þegar síðustu tölur voru birtar úr síðasta kjördæminu morguninn eftir Alþingiskosningarnar í síðasta mánuði náði Lenya Rún, sem var í þriðja sæti lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, skyndilega inn á þing sem jöfnunarþingmaður. Gleði hennar var þó skammvinn því um níu klukkustundum síðar höfðu atkvæði í Norðvesturkjördæmi verið talin aftur. Niðurstöður endurtalningarinnar þýddu að jöfnunarsæti flokka færðust á milli kjördæma og Lenya Rún datt út. Hún hefði orðið yngsti þingmaðurinn í lýðveldissögunni en hún er á tuttugasta og fyrsta aldursári. Lenya Rún tilkynnti á Twitter-síðu sinni nú síðdegis að hún hefði skilað inn kæru til kjörbréfanefndar í dag. „Ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi,“ tísti hún. Skilaði inn kæru til kjörbréfanefndar rétt áðan - ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi. Er þetta ekki annars það sem að allir svölu krakkarnir eru að gera? pic.twitter.com/Lje3tAgYpk— Lenya Rún (@Lenyarun) October 6, 2021 Þrjár aðrar kærur vegna kosninganna hafa þegar borist frá frambjóðendum Pírata, Viðreisnar og Samfylkingarinnar. Þeir krefjast ógildingu kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, sem var þingmaður Miðflokksins en datt út eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, boðað að hann leggi einni fram kæru á næstu dögum. Í kæru Lenyu Rúnar segir að ágallar á endurtalningu atkvæða, sem raktir hafa verið í fjölmiðlum og formaður yfirkjörstjórnarinnar hefur gengist við, séu slíkir að ekki sé unnt að styðjast við endurtalninguna. Boðað hafi verið til endurtalningarinnar með ólöglegum hætti og endurtöldu kjörgögnin hafi bersýnilega verið spillt vegna ófullnægjandi frágangs og meðferðar. Í kærunni er þess því krafist að stuðst verði við lokaniðurstöður talningar sem yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi tilkynnti að morgni sunnudagsins 26. september. Með kærunni er lögð sú krafa á kjörbréfanefnd Alþingis að hún taki afstöðu til lögmætis endurtalningarinnar sjálfrar, fari svo að nefndin ákveði hvorki að ráðast í uppkosningu í kjördæminu eða endurkosningu á landsvísu. Fari svo sé aðeins einn raunhæfur og löglegur kostur í stöðunni: Að styðjast við fyrri talningu atkvæða sem kjörstjórn og eftirlitsmenn töldu löglega að morgni 26. september. Fréttin hefur verið uppfærð.
Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira