Aurskriðurnar í Útkinn: „Það er 3-0 fyrir náttúruna alls staðar“ Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2021 22:29 Bragi Kárason, bóndi á Nípá í Útkinn í Þingeyjarsveit, segir lætin hafi verið gríðarmikil þegar skriðurnar féllu. „Það er 3-0 fyrir náttúruna alls staðar hérna,“ segir Bragi Kárason, bóndi á Nípá í Útkinn í Þingeyjarsveit, sem staddur var uppi í fjalli til að kanna aðstæður á rafstöð bæjarins þegar fréttastofa náði tali af honum. Bragi segir að byrjað sé að moka veginn um Útkinn sem sé á kafi í aur eftir skriður helgarinnar. „Þeir eru byrjaðir að moka hérna rétt norðan við að moka í gegnum aurskriður. Svo eru allir skurðir á kafi. Vatn út um allt. Bara djöfulsins vitleysa.“ Bragi og fjölskylda fór af bænum á sunnudagsmorgun þegar ákveðið var að lýsa yfir hættustigi í Útkinn vegna skriðuhættu. Hann hafi þó fengið að snúa aftur í stutta stund í fylgd björgunarsveitarmanna til að sinna skepnunum, mjólka og fóðra. Íbúar fengu svo að snúa aftur heim í gærkvöldi þegar ákveðið var að aflétta rýmingu á svæðinu. Eins og sjá má á drónamyndbandi Kristins Inga Péturssonar að neðan má sjá að gríðarlegar skemmdir hafa orðið á túnum, skurðum og vegum eftir hamfarirnar um helgina. Líkt og himininn væri að rifna Bragi segir að lætin hafi verið gríðarmikil þegar skriðurnar féllu um liðna helgi. „Þegar skriðurnar komu þá var þetta eins og himininn væri að rifna. Ég hef aldrei heyrt svona læti. Svo beið maður bara eftir því að sjá eitthvað færi á [nágrannabæinn] Björg. Ég sá skriðurnar koma og þær fóru margar sex hundruð metra eða eitthvað niður yfir öll túnin hjá þeim alveg niður undir íbúðarhúsin, rétt sunnan við þau. Það komu skriður þarna æ ofan í æ. Mikill þrumugnýr og maður sá á skepnunum að þær voru skíthræddar,“ segir Bragi. Kristinn Ingi Pétursson Tómir sjóðir Bragi segir ömurlegt að sjá aðstæður eftir hamfarirnar. „Það ömurlegasta við allt er að allir þessir sjóðir, Ofanflóðasjóður og hvað þetta nú heitir allt – þetta er allt tómt. Það eru engir peningar í því sem þú átt að geta sótt í. Mér skilst að sveitarstjóri Þingeyjarsveitar sé nú á leiðinni suður til að reyna að útskýra fyrir þingmönnum að það sé enginn tilgangur í tómum sjóðum.“ Bragi segir alveg ljóst að bændur á svæðinu þurfi aðstoð við að vinna úr málum. „Þetta er ekkert sem við náum að vinna sjálf. Þó að við gætum unnið upp túnin sjálf, allar girðingar eru farnar. Við þurfum hjálp. Við sjáum það að á Geirbjarnarstöðum, hinni jörðinni okkar hérna í Útkinn, þá eru öll tún skemmd nema eitt.“ Bragi segir mikið hreinsunarstarf framundan. „Skurðakerfin eru öll kjaftstopp. Það veldur því að það er allt á bólakafi og vatnið lengi að fara. Aurskriðurnar flutu eftir skurðunum og skurðirnir eru því eins og ruðningar,“ segir Bragi. Landbúnaður Þingeyjarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. 5. október 2021 19:30 „Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Bragi segir að byrjað sé að moka veginn um Útkinn sem sé á kafi í aur eftir skriður helgarinnar. „Þeir eru byrjaðir að moka hérna rétt norðan við að moka í gegnum aurskriður. Svo eru allir skurðir á kafi. Vatn út um allt. Bara djöfulsins vitleysa.“ Bragi og fjölskylda fór af bænum á sunnudagsmorgun þegar ákveðið var að lýsa yfir hættustigi í Útkinn vegna skriðuhættu. Hann hafi þó fengið að snúa aftur í stutta stund í fylgd björgunarsveitarmanna til að sinna skepnunum, mjólka og fóðra. Íbúar fengu svo að snúa aftur heim í gærkvöldi þegar ákveðið var að aflétta rýmingu á svæðinu. Eins og sjá má á drónamyndbandi Kristins Inga Péturssonar að neðan má sjá að gríðarlegar skemmdir hafa orðið á túnum, skurðum og vegum eftir hamfarirnar um helgina. Líkt og himininn væri að rifna Bragi segir að lætin hafi verið gríðarmikil þegar skriðurnar féllu um liðna helgi. „Þegar skriðurnar komu þá var þetta eins og himininn væri að rifna. Ég hef aldrei heyrt svona læti. Svo beið maður bara eftir því að sjá eitthvað færi á [nágrannabæinn] Björg. Ég sá skriðurnar koma og þær fóru margar sex hundruð metra eða eitthvað niður yfir öll túnin hjá þeim alveg niður undir íbúðarhúsin, rétt sunnan við þau. Það komu skriður þarna æ ofan í æ. Mikill þrumugnýr og maður sá á skepnunum að þær voru skíthræddar,“ segir Bragi. Kristinn Ingi Pétursson Tómir sjóðir Bragi segir ömurlegt að sjá aðstæður eftir hamfarirnar. „Það ömurlegasta við allt er að allir þessir sjóðir, Ofanflóðasjóður og hvað þetta nú heitir allt – þetta er allt tómt. Það eru engir peningar í því sem þú átt að geta sótt í. Mér skilst að sveitarstjóri Þingeyjarsveitar sé nú á leiðinni suður til að reyna að útskýra fyrir þingmönnum að það sé enginn tilgangur í tómum sjóðum.“ Bragi segir alveg ljóst að bændur á svæðinu þurfi aðstoð við að vinna úr málum. „Þetta er ekkert sem við náum að vinna sjálf. Þó að við gætum unnið upp túnin sjálf, allar girðingar eru farnar. Við þurfum hjálp. Við sjáum það að á Geirbjarnarstöðum, hinni jörðinni okkar hérna í Útkinn, þá eru öll tún skemmd nema eitt.“ Bragi segir mikið hreinsunarstarf framundan. „Skurðakerfin eru öll kjaftstopp. Það veldur því að það er allt á bólakafi og vatnið lengi að fara. Aurskriðurnar flutu eftir skurðunum og skurðirnir eru því eins og ruðningar,“ segir Bragi.
Landbúnaður Þingeyjarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. 5. október 2021 19:30 „Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Sjá meira
Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. 5. október 2021 19:30
„Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda