„Erfiðasta umhverfið í Evrópu“ og dúnninn í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 12:00 Teitur Örlygsson gaf áhorfendum Körfuboltakvölds innsýn í það hvernig það var að þjálfa í Garðabænum. Skjámynd/S2 Sport Kjartan Atli Kjartansson spurði sérfræðinga sína út í það í fyrsta Körfuboltakvöldi vetrarins hversu mikil pressa væri á þjálfurum úrvalsdeildar karla fyrir fyrsta leik. Stjarnan og Tindastóll hafa beðið lengi eftir að vinna þann stóra og hafa einu sinni tjaldað miklu til fyrir tímabilið. Í nýjum þætti þar sem hitamælir spilar aðalhlutverkið fengu sérfræðingarnir það verkefni að hitamæla pressuna á einstökum þjálfurum deildarinnar. Sérfræðingar Körfuboltakvölds í gær voru þeir Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson og Darri Freyr Atlason sem var í sínum fyrsta þætti. Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna og hefur verið með frábært lið í höndunum í þrjú tímabil. Liðið hefur unnið bikarinn en á enn eftir að verða Íslandsmeistari. „Ef ég þekkti Arnar ekki neitt og vissi ekkert um hann þá myndi ég setja hann á eldrauðan og að það væri rosaleg pressa á honum,“ sagði Teitur Örlygsson sem þjálfari Stjörnuna á sínum tíma og gerði félagið að bikarmeisturum í fyrsta sinn. „Garðabærinn er dálítið skrítinn og ég fann alveg fyrir þessu líka. Þetta verður svona dálítið „safe heaven“. Það er rosalega gott að vinna þarna og gott fólk í kringum félagið. Þér líður ofboðslega vel og þú þarft helst að gera eitthvað brjálæðislegt af þér til þess að vera rekinn þarna,“ sagði Teitur. Klippa: Körfuboltakvöld: Hitamælir á þjálfarastörfum Stjörnunnar og Tindastóls „Ég ætla samt að setja rauðan á hann því ég þekki Hilmar formann mjög vel og ég veit að hann er farinn að vera þreyttur á þessu. Hann er búinn að vera formaður í tíu ár,“ sagði Teitur sem var ekki alveg hættur. „Ég held samt að hann sé neðar. Hann er svo vel liðinn. Þetta umhverfi í Stjörnunni, ég er ekkert að ljúga með það. Kannski er það smá galli að það skuli ekki vera gerðar meiri kröfur í Garðabæ. Ég er búinn að lenda í þessu hreiðri, í þessum dún, í þessari sæng þar sem var rosalega vel hugsað um mig,“ sagði Teitur. Darri Freyr kallaði eftir því að heyra það úr Garðabænum að liðið ætli sér að verða meistari. Ef pressan var minni en margir halda á Arnari Guðjónssyni þá vantar hana alls ekki á Baldur Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, samkvæmt mati sérfræðinganna. „Ef hann springur ekki sjálfur af stressi og pressu á sjálfum sér og öllu því sem er þarna í kringum hann. Ég held að það sé ekki meira stressandi starf til í íslenskum körfubolta og bara í körfubolta í Evrópu í dag heldur en þetta Tindastólsstarf eins og staðan er núna,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þú talar um að maður sem þjálfari Stjörnunnar væri í eins konar dún en ég held að þetta sá akkúrat andhverfan hjá Tindastól. Þú ert að liggja á svona gaddabekk,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna er þetta aðeins of mikið. Eins og Sævar lýsti þessu þá er þetta örugglega erfiðasta umhverfið í Evrópu,“ sagði Teitur. Það má sá alla umræðu þeirra um þjálfara Stjörnunnar og Tindastóls hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Stjarnan og Tindastóll hafa beðið lengi eftir að vinna þann stóra og hafa einu sinni tjaldað miklu til fyrir tímabilið. Í nýjum þætti þar sem hitamælir spilar aðalhlutverkið fengu sérfræðingarnir það verkefni að hitamæla pressuna á einstökum þjálfurum deildarinnar. Sérfræðingar Körfuboltakvölds í gær voru þeir Teitur Örlygsson, Sævar Sævarsson og Darri Freyr Atlason sem var í sínum fyrsta þætti. Arnar Guðjónsson þjálfar Stjörnuna og hefur verið með frábært lið í höndunum í þrjú tímabil. Liðið hefur unnið bikarinn en á enn eftir að verða Íslandsmeistari. „Ef ég þekkti Arnar ekki neitt og vissi ekkert um hann þá myndi ég setja hann á eldrauðan og að það væri rosaleg pressa á honum,“ sagði Teitur Örlygsson sem þjálfari Stjörnuna á sínum tíma og gerði félagið að bikarmeisturum í fyrsta sinn. „Garðabærinn er dálítið skrítinn og ég fann alveg fyrir þessu líka. Þetta verður svona dálítið „safe heaven“. Það er rosalega gott að vinna þarna og gott fólk í kringum félagið. Þér líður ofboðslega vel og þú þarft helst að gera eitthvað brjálæðislegt af þér til þess að vera rekinn þarna,“ sagði Teitur. Klippa: Körfuboltakvöld: Hitamælir á þjálfarastörfum Stjörnunnar og Tindastóls „Ég ætla samt að setja rauðan á hann því ég þekki Hilmar formann mjög vel og ég veit að hann er farinn að vera þreyttur á þessu. Hann er búinn að vera formaður í tíu ár,“ sagði Teitur sem var ekki alveg hættur. „Ég held samt að hann sé neðar. Hann er svo vel liðinn. Þetta umhverfi í Stjörnunni, ég er ekkert að ljúga með það. Kannski er það smá galli að það skuli ekki vera gerðar meiri kröfur í Garðabæ. Ég er búinn að lenda í þessu hreiðri, í þessum dún, í þessari sæng þar sem var rosalega vel hugsað um mig,“ sagði Teitur. Darri Freyr kallaði eftir því að heyra það úr Garðabænum að liðið ætli sér að verða meistari. Ef pressan var minni en margir halda á Arnari Guðjónssyni þá vantar hana alls ekki á Baldur Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, samkvæmt mati sérfræðinganna. „Ef hann springur ekki sjálfur af stressi og pressu á sjálfum sér og öllu því sem er þarna í kringum hann. Ég held að það sé ekki meira stressandi starf til í íslenskum körfubolta og bara í körfubolta í Evrópu í dag heldur en þetta Tindastólsstarf eins og staðan er núna,“ sagði Sævar Sævarsson. „Þú talar um að maður sem þjálfari Stjörnunnar væri í eins konar dún en ég held að þetta sá akkúrat andhverfan hjá Tindastól. Þú ert að liggja á svona gaddabekk,“ sagði Kjartan Atli. „Þarna er þetta aðeins of mikið. Eins og Sævar lýsti þessu þá er þetta örugglega erfiðasta umhverfið í Evrópu,“ sagði Teitur. Það má sá alla umræðu þeirra um þjálfara Stjörnunnar og Tindastóls hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum