Morgunblaðið hafi ekki valdið saklausum börnum vanvirðu með myndbirtingu Árni Sæberg skrifar 4. október 2021 19:31 Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum. Vísir/Vilhelm Foreldrar tveggja ungra barna sem birtust á mynd við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins kærðu myndbirtinguna til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Siðanefndin taldi birtinguna ekki hafa verið til þess fallna að valda börnunum óþarfa sársauka eða vanvirðu. Myndin sýndi börnin á gangi um fjölfarna götu í Reykjavík og var birt sem mannlífmynd á leiðarasíðu blaðsins. Foreldrar barnanna töldu myndina ekki hafa neina tengingu við skrif ritstjórnar, hafa verið tekna úr launsátri og hafi ekkert fréttagildi. „Staðsetning hennar innan um sterkar skoðanir ritstjóra vekur hugrenningartengsl lesenda og tengir saklaus börnin við skoðanirnar, án nokkurrar vitundar þeirra eða okkar foreldranna, og án alls samráðs,“ segir í kærunni. Foreldrarnir vísa til viðmiðana sem ýmis samtök á borð við Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd og UNICEF hafa tekið saman. Þá er einnig vísað til laga um persónuvernd og siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Þeir telja brot Morgunblaðsins á siðareglum felast í „að hafa ekki vandað upplýsingaöflun sína með þeim afleiðingum að valda saklausum börnum vanvirðu.“ Segja myndina hefðbundna ljósmynd af mannlífi á Laugavegi Ritstjórn Morgunblaðsins segir að ekki hafi verið reynt með nokkru móti að tengja umfjöllun Reykjavíkurbréfsins við umrædda ljósmynd sem sé hefðbundin ljósmynd af mannlífi á Laugavegi. Ótengdar myndir af af fjölbreyttu mannlífi fylgi iðulega Reykjavíkurbréfinu. Þá segir að þrátt fyrir að ritstjórnin fullyrði að ekki sé um brot á siðareglum að ræða hafi myndin samt sem áður verið fjarlægð úr myndasafni eftir athugasemd foreldranna. Siðareglur hafi ekki verið brotnar Siðanefnd Blaðamannafélagsins tók ekki afstöðu til viðmiðana ofangreindra samtaka né persónuverndarlöggjöf heldur einungis eigin siðareglna. Niðurstaða nefndarinnar var sú að að myndin hafi verið tekin á almenningi þar sem fólk geti ekki ætlast til þess að friðhelgi ríki. Því hafi siðareglur BÍ ekki verið brotnar með myndbirtingunni að áliti Siðanefndar. Persónuvernd Fjölmiðlar Réttindi barna Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Myndin sýndi börnin á gangi um fjölfarna götu í Reykjavík og var birt sem mannlífmynd á leiðarasíðu blaðsins. Foreldrar barnanna töldu myndina ekki hafa neina tengingu við skrif ritstjórnar, hafa verið tekna úr launsátri og hafi ekkert fréttagildi. „Staðsetning hennar innan um sterkar skoðanir ritstjóra vekur hugrenningartengsl lesenda og tengir saklaus börnin við skoðanirnar, án nokkurrar vitundar þeirra eða okkar foreldranna, og án alls samráðs,“ segir í kærunni. Foreldrarnir vísa til viðmiðana sem ýmis samtök á borð við Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd og UNICEF hafa tekið saman. Þá er einnig vísað til laga um persónuvernd og siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Þeir telja brot Morgunblaðsins á siðareglum felast í „að hafa ekki vandað upplýsingaöflun sína með þeim afleiðingum að valda saklausum börnum vanvirðu.“ Segja myndina hefðbundna ljósmynd af mannlífi á Laugavegi Ritstjórn Morgunblaðsins segir að ekki hafi verið reynt með nokkru móti að tengja umfjöllun Reykjavíkurbréfsins við umrædda ljósmynd sem sé hefðbundin ljósmynd af mannlífi á Laugavegi. Ótengdar myndir af af fjölbreyttu mannlífi fylgi iðulega Reykjavíkurbréfinu. Þá segir að þrátt fyrir að ritstjórnin fullyrði að ekki sé um brot á siðareglum að ræða hafi myndin samt sem áður verið fjarlægð úr myndasafni eftir athugasemd foreldranna. Siðareglur hafi ekki verið brotnar Siðanefnd Blaðamannafélagsins tók ekki afstöðu til viðmiðana ofangreindra samtaka né persónuverndarlöggjöf heldur einungis eigin siðareglna. Niðurstaða nefndarinnar var sú að að myndin hafi verið tekin á almenningi þar sem fólk geti ekki ætlast til þess að friðhelgi ríki. Því hafi siðareglur BÍ ekki verið brotnar með myndbirtingunni að áliti Siðanefndar.
Persónuvernd Fjölmiðlar Réttindi barna Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira