Morgunblaðið hafi ekki valdið saklausum börnum vanvirðu með myndbirtingu Árni Sæberg skrifar 4. október 2021 19:31 Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum. Vísir/Vilhelm Foreldrar tveggja ungra barna sem birtust á mynd við Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins kærðu myndbirtinguna til Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands. Siðanefndin taldi birtinguna ekki hafa verið til þess fallna að valda börnunum óþarfa sársauka eða vanvirðu. Myndin sýndi börnin á gangi um fjölfarna götu í Reykjavík og var birt sem mannlífmynd á leiðarasíðu blaðsins. Foreldrar barnanna töldu myndina ekki hafa neina tengingu við skrif ritstjórnar, hafa verið tekna úr launsátri og hafi ekkert fréttagildi. „Staðsetning hennar innan um sterkar skoðanir ritstjóra vekur hugrenningartengsl lesenda og tengir saklaus börnin við skoðanirnar, án nokkurrar vitundar þeirra eða okkar foreldranna, og án alls samráðs,“ segir í kærunni. Foreldrarnir vísa til viðmiðana sem ýmis samtök á borð við Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd og UNICEF hafa tekið saman. Þá er einnig vísað til laga um persónuvernd og siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Þeir telja brot Morgunblaðsins á siðareglum felast í „að hafa ekki vandað upplýsingaöflun sína með þeim afleiðingum að valda saklausum börnum vanvirðu.“ Segja myndina hefðbundna ljósmynd af mannlífi á Laugavegi Ritstjórn Morgunblaðsins segir að ekki hafi verið reynt með nokkru móti að tengja umfjöllun Reykjavíkurbréfsins við umrædda ljósmynd sem sé hefðbundin ljósmynd af mannlífi á Laugavegi. Ótengdar myndir af af fjölbreyttu mannlífi fylgi iðulega Reykjavíkurbréfinu. Þá segir að þrátt fyrir að ritstjórnin fullyrði að ekki sé um brot á siðareglum að ræða hafi myndin samt sem áður verið fjarlægð úr myndasafni eftir athugasemd foreldranna. Siðareglur hafi ekki verið brotnar Siðanefnd Blaðamannafélagsins tók ekki afstöðu til viðmiðana ofangreindra samtaka né persónuverndarlöggjöf heldur einungis eigin siðareglna. Niðurstaða nefndarinnar var sú að að myndin hafi verið tekin á almenningi þar sem fólk geti ekki ætlast til þess að friðhelgi ríki. Því hafi siðareglur BÍ ekki verið brotnar með myndbirtingunni að áliti Siðanefndar. Persónuvernd Fjölmiðlar Réttindi barna Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Myndin sýndi börnin á gangi um fjölfarna götu í Reykjavík og var birt sem mannlífmynd á leiðarasíðu blaðsins. Foreldrar barnanna töldu myndina ekki hafa neina tengingu við skrif ritstjórnar, hafa verið tekna úr launsátri og hafi ekkert fréttagildi. „Staðsetning hennar innan um sterkar skoðanir ritstjóra vekur hugrenningartengsl lesenda og tengir saklaus börnin við skoðanirnar, án nokkurrar vitundar þeirra eða okkar foreldranna, og án alls samráðs,“ segir í kærunni. Foreldrarnir vísa til viðmiðana sem ýmis samtök á borð við Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd og UNICEF hafa tekið saman. Þá er einnig vísað til laga um persónuvernd og siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Þeir telja brot Morgunblaðsins á siðareglum felast í „að hafa ekki vandað upplýsingaöflun sína með þeim afleiðingum að valda saklausum börnum vanvirðu.“ Segja myndina hefðbundna ljósmynd af mannlífi á Laugavegi Ritstjórn Morgunblaðsins segir að ekki hafi verið reynt með nokkru móti að tengja umfjöllun Reykjavíkurbréfsins við umrædda ljósmynd sem sé hefðbundin ljósmynd af mannlífi á Laugavegi. Ótengdar myndir af af fjölbreyttu mannlífi fylgi iðulega Reykjavíkurbréfinu. Þá segir að þrátt fyrir að ritstjórnin fullyrði að ekki sé um brot á siðareglum að ræða hafi myndin samt sem áður verið fjarlægð úr myndasafni eftir athugasemd foreldranna. Siðareglur hafi ekki verið brotnar Siðanefnd Blaðamannafélagsins tók ekki afstöðu til viðmiðana ofangreindra samtaka né persónuverndarlöggjöf heldur einungis eigin siðareglna. Niðurstaða nefndarinnar var sú að að myndin hafi verið tekin á almenningi þar sem fólk geti ekki ætlast til þess að friðhelgi ríki. Því hafi siðareglur BÍ ekki verið brotnar með myndbirtingunni að áliti Siðanefndar.
Persónuvernd Fjölmiðlar Réttindi barna Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira