Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. október 2021 18:52 Undirbúningsnefnd kom saman í dag á fyrsta fundi sínum eftir kosningar. vísir/egill Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. Ágreiningsefni sem hafa komið upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi eru nú formlega komin í hendur undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í dag valinn formaður hennar en hann hefur áður sinnt því hlutverki. Þá voru helstu verkefni kjörbréfanefndar að fara yfir ágreiningsseðla. „En þarna er um að ræða kærumál sem varða stærri atriði en við höfum verið að fást við áður,“ sagði Birgir við fréttastofu að fundinum loknum en nefndinni hafa þegar borist þrjár kærur vegna kosninganna. „Þannig að við þurfum svolítið að vanda okkur hvernig við förum í málið.“ Ekki útilokað að upp komi ágreiningur í nefndinni Birgir bendir á að nefndin verði að starfa á grundvelli stjórnarskrárinnar og þeirra laga sem eru í gildi. Birgir Ármannsson (hægri) var valinn forseti kjörbréfanefndar á fyrsta fundi hennar í dag.vísir/vilhelm Gjarnan myndast skýrar línur milli stjórnarmeirihluta og minnihluta í nefndum þingsins. Eigum við von á að sjá breiðari sátt í þessu máli? „Ég vona það. Auðvitað er ekki útilokað að það geti, þegar fram líða stundir, verið skiptar skoðanir um einstök mál sem upp koma þarna,“ segir Birgir. Vilja hafa sem flesta fundi opna En verða fundir nefndarinnar opnir eins og margir hafa kallað eftir? „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast.“ Nefndin kemur aftur saman á miðvikudaginn. Sá fundur verður þó ekki opinn. „Á meðan við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess, að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem af einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
Ágreiningsefni sem hafa komið upp eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi eru nú formlega komin í hendur undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var í dag valinn formaður hennar en hann hefur áður sinnt því hlutverki. Þá voru helstu verkefni kjörbréfanefndar að fara yfir ágreiningsseðla. „En þarna er um að ræða kærumál sem varða stærri atriði en við höfum verið að fást við áður,“ sagði Birgir við fréttastofu að fundinum loknum en nefndinni hafa þegar borist þrjár kærur vegna kosninganna. „Þannig að við þurfum svolítið að vanda okkur hvernig við förum í málið.“ Ekki útilokað að upp komi ágreiningur í nefndinni Birgir bendir á að nefndin verði að starfa á grundvelli stjórnarskrárinnar og þeirra laga sem eru í gildi. Birgir Ármannsson (hægri) var valinn forseti kjörbréfanefndar á fyrsta fundi hennar í dag.vísir/vilhelm Gjarnan myndast skýrar línur milli stjórnarmeirihluta og minnihluta í nefndum þingsins. Eigum við von á að sjá breiðari sátt í þessu máli? „Ég vona það. Auðvitað er ekki útilokað að það geti, þegar fram líða stundir, verið skiptar skoðanir um einstök mál sem upp koma þarna,“ segir Birgir. Vilja hafa sem flesta fundi opna En verða fundir nefndarinnar opnir eins og margir hafa kallað eftir? „Við ræddum það og ég held að nefndarmenn séu svona að meginstefnu til á því að starfið eigi að vera sem gagnsæjast.“ Nefndin kemur aftur saman á miðvikudaginn. Sá fundur verður þó ekki opinn. „Á meðan við erum að ná utan um verkefnið þá verðum við ekki með opna fundi en hins vegar þá sjáum við fyrir okkur að það geti komið til þess, að því gefnu að við séum ekki að fjalla um mál sem af einhverjum ástæðum eru bundin trúnaði,“ segir Birgir Ármannsson, formaður kjörbréfanefndar.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira