Innlent

Rýmingu ekki aflétt

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Skriður féllu í nótt við bæinn Þóroddsstaði í Útkinn.
Skriður féllu í nótt við bæinn Þóroddsstaði í Útkinn. Mynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra

Tekin hefur verið ákvörðun um að rýmingu verði ekki aflétt í Kinn og Útkinn en þetta kemur fram í Facebook færslu lögreglunnar á Norðurlandi Eystra. Skriður féllu í Útkinn í nótt og er hættustig enn í gildi á svæðinu.

Áfram er spáð töluverðri úrkomu í dag og fram til miðnættis en verið er að afla upplýsinga um stöðuna. Verið er að mynda fjallshlíðar og leggja mat á vatnsmagn með tilliti til hættu á skriðuföllum. Fundað verður með sérfræðingum Veðurstofunnar í lok dags.

Vegurinn við Kinn verður áfram lokaður fyrir almennri umferð.

Spáð er töluverðri úrkomu í dag og til miðnættis. Vegurinn um Kinn er enn lokaður fyrir almennri umferð. Verið er að afla upplýsinga um stöðuna, mynda fjallshlíðar og leggja mat á vatnsmagn og hættu á skriðuföllum. Næsti stöðufundur með sérfræðingum veðurstofunnar verður haldinn í lok dags.


Tengdar fréttir

Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn

Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×