Innlent

Föt karlmanns fundust við Elliðaá

Samúel Karl Ólason skrifar
Aðgerðum lögreglu er lokið við Elliðaá og er ekki vitað til þess að nokkurs sé saknað.
Aðgerðum lögreglu er lokið við Elliðaá og er ekki vitað til þess að nokkurs sé saknað. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning um að föt af karlmanni hefðu fundist við Elliðaá. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að dróni hafi verið notaður til að skoða ána.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er aðgerðum við ána lokið. Ekki sé vitað til þess að einhvers sé saknað en ákveðið hafi verið að kanna ánna með hitamyndavélum og dróna til öryggis þegar fatnaðurinn fannst.

Einnig barst tilkynning um að ráðist hefði verið á mann í miðbænum í morgun. Sá hefði verið laminn í höfuðið með kylfu.

Málið er í rannsókn en gerandinn var flúinn af vettvangi þegar lögregluþjóna bar að garði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×