„Maður svaf ekki dúr það var svo mikið brölt á þeim“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. október 2021 07:00 Vísir/RAX „Mykines er svolítið erfið eyja eða hefur verið af því að það voru oft svo miklir straumar í kringum eyjuna. Ég held að hún hafi verið áttatíu og eitthvað daga einhvern tímann út af brimi í kringum eyjuna af því að það komst enginn að henni,“ segir Ragnar Axelsson. „Ef þeir þurftu á hjálp að halda þá fóru þeir og kveiktu eld til að sýna að það væri eitthvað að,“ segir RAX um þessa einstöku eyju. Í fyrsta þættinum í annarri þáttaröð af RAX Augnablik, segir ljósmyndarinn frá eftirminnilegri ferð til eyjunnar Mykines í Færeyjum árið 1996. „Mykins er falleg eyja en það voru ekki margir íbúar þarna þegar ég kom.“ RAX lenti í vandræðum með að fá gistingu og spiluðu kýr stórt hlutverk í þessari eftirminnilegu ferð. Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: RAX Augnablik - Kýrin þrjóska í Mykinesi Ragnar Axelsson hefur áður sagt frá ævintýrum sínum í Færeyjum í fyrstu þáttaröðinni af RAX Augnablik. Hann segir að Færeyjar séu einn af sínum uppáhalds stöðum og að þar sé besta fólk í heiminum. Í vinnuferð í Færeyjum árið 1988 kynntist hann manni að nafni Tomas. „Mér fannst hann svo flottur, mér fannst hann eins og sjóræningi. Með húfuna skakka, flottan svip og sat á stein og reykti og spýtti að sjóarasið.“ Þáttinn Tomas og nunnurnar má sjá hér fyrir neðan. Lífið í Fugley Árið 1988 dvaldi Ragnar Axelsson í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum eins og Árna Dal, Oliviu, Guttormi og Símoni. RAX leið eins og hann væri staddur á leikriti þegar hann horfði í kringum sig og birtust myndir af mörgum þessum einstaklingum í bók hans Andlit Norðursins. „Þetta er eins og tíminn hafi staðið í stað, þetta var eins og að fara hundrað ár aftur í tímann,“ segir RAX um lífið á eynni. Ólafur í Sandey gengur aftur Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. „Það var ausandi rigning, ausandi. Ég ætlaði að mynda og það var maður þarna að ganga hjá bátahúsunum. Það var ekki séns að mynda hann því að linsurnar blotnuðu allar. Þannig að ég fór inn í bíl og tek mynd af honum í gegnum framrúðuna.“ Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. RAX Færeyjar Ljósmyndun Dýr Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Ég var skíthræddur við að ná þessu alls ekki“ „Þetta var taugatrekkjandi augnablik að fara í,“ segir Ragnar Axelsson um sólmyrkvann sem varð nokkrum dögum fyrir leiðtogafundurinn í Höfða. 25. apríl 2021 07:00 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ef þeir þurftu á hjálp að halda þá fóru þeir og kveiktu eld til að sýna að það væri eitthvað að,“ segir RAX um þessa einstöku eyju. Í fyrsta þættinum í annarri þáttaröð af RAX Augnablik, segir ljósmyndarinn frá eftirminnilegri ferð til eyjunnar Mykines í Færeyjum árið 1996. „Mykins er falleg eyja en það voru ekki margir íbúar þarna þegar ég kom.“ RAX lenti í vandræðum með að fá gistingu og spiluðu kýr stórt hlutverk í þessari eftirminnilegu ferð. Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: RAX Augnablik - Kýrin þrjóska í Mykinesi Ragnar Axelsson hefur áður sagt frá ævintýrum sínum í Færeyjum í fyrstu þáttaröðinni af RAX Augnablik. Hann segir að Færeyjar séu einn af sínum uppáhalds stöðum og að þar sé besta fólk í heiminum. Í vinnuferð í Færeyjum árið 1988 kynntist hann manni að nafni Tomas. „Mér fannst hann svo flottur, mér fannst hann eins og sjóræningi. Með húfuna skakka, flottan svip og sat á stein og reykti og spýtti að sjóarasið.“ Þáttinn Tomas og nunnurnar má sjá hér fyrir neðan. Lífið í Fugley Árið 1988 dvaldi Ragnar Axelsson í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum eins og Árna Dal, Oliviu, Guttormi og Símoni. RAX leið eins og hann væri staddur á leikriti þegar hann horfði í kringum sig og birtust myndir af mörgum þessum einstaklingum í bók hans Andlit Norðursins. „Þetta er eins og tíminn hafi staðið í stað, þetta var eins og að fara hundrað ár aftur í tímann,“ segir RAX um lífið á eynni. Ólafur í Sandey gengur aftur Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. „Það var ausandi rigning, ausandi. Ég ætlaði að mynda og það var maður þarna að ganga hjá bátahúsunum. Það var ekki séns að mynda hann því að linsurnar blotnuðu allar. Þannig að ég fór inn í bíl og tek mynd af honum í gegnum framrúðuna.“ Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
RAX Færeyjar Ljósmyndun Dýr Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Ég var skíthræddur við að ná þessu alls ekki“ „Þetta var taugatrekkjandi augnablik að fara í,“ segir Ragnar Axelsson um sólmyrkvann sem varð nokkrum dögum fyrir leiðtogafundurinn í Höfða. 25. apríl 2021 07:00 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
RAX Augnablik: „Ég var skíthræddur við að ná þessu alls ekki“ „Þetta var taugatrekkjandi augnablik að fara í,“ segir Ragnar Axelsson um sólmyrkvann sem varð nokkrum dögum fyrir leiðtogafundurinn í Höfða. 25. apríl 2021 07:00