Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 1. október 2021 17:38 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi mun ráða útgáfu kjörbréfa í kjördæminu. Vísir/Vilhelm Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi Pírata í Norvesturkjördæmi lagði formlega fram kæru vegna þess hvernig staðið var að vörslu kjörgagna og endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi og afhenti dómsmálaráðuneytinu og starfandi forseta Alþingis kæruna í dag. „Við teljum að hver og ein málsástæða sem tilgreind er í kærunni, hvað þá heldur allar saman, eigi að leiða til þess að það beri að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi og kjósa að nýju,“ segir Magnús. Við endurtalningu atkvæða misstu fimm jöfnunarþingmenn sem náð höfðu kjöri eftir fyrri talningu í Norðvesturkjöri sæti sitt og fimm aðrir frá sömu flokkum fóru inn eftir seinni talninguna. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir stöðuna erfiða. „Þetta er bara vont mál en undirbúningskjörbréfanefndin hefur starfað áður og það er ýmislegt sem þarf að fara yfir og við sinnum bara þeirri ábyrgð og skyldu okkar,“ segir Willum. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún harmar þá stöðu sem komin væri upp varðandi störf hennar og biður frambjóðendur og kjósendur afsökunar. Ekki sé við talningarfók og starfsfólk að sakast sem unnið hafi störf sín af alúð. Magnús Davíð segir mikið undir varðandi traust á kosningakerfinu í málinu. „Og það er auðvitað bagalegt að viðskulum vera í þessari stöðu en ég trúi því og treysti að þingmenn muni skoða þetta mál af fullri alvöru og sanngirni og komast að réttri niðurstöðu í málinu,“ segir Magnús. Það eykur enn á flækjustig málsins að kærufrestur vegna kosninganna er fjórar vikur. Guðmundur Gunnarsson, einn þeirra frambjóðenda sem var inni á þingi eftir upphaflega talningu en ekki endurtalningu hyggst kæra framkvæmd kosninganna. Þetta segir hann í samtali við Ríkisútvarpið. Nú er það á borði nýkjörins Alþingis að staðfesta niðurstöðu kosninganna eða skera úr um að þær hafi verið ólögmætar. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi Pírata í Norvesturkjördæmi lagði formlega fram kæru vegna þess hvernig staðið var að vörslu kjörgagna og endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi og afhenti dómsmálaráðuneytinu og starfandi forseta Alþingis kæruna í dag. „Við teljum að hver og ein málsástæða sem tilgreind er í kærunni, hvað þá heldur allar saman, eigi að leiða til þess að það beri að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi og kjósa að nýju,“ segir Magnús. Við endurtalningu atkvæða misstu fimm jöfnunarþingmenn sem náð höfðu kjöri eftir fyrri talningu í Norðvesturkjöri sæti sitt og fimm aðrir frá sömu flokkum fóru inn eftir seinni talninguna. Willum Þór Þórsson starfandi forseti Alþingis segir stöðuna erfiða. „Þetta er bara vont mál en undirbúningskjörbréfanefndin hefur starfað áður og það er ýmislegt sem þarf að fara yfir og við sinnum bara þeirri ábyrgð og skyldu okkar,“ segir Willum. Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem hún harmar þá stöðu sem komin væri upp varðandi störf hennar og biður frambjóðendur og kjósendur afsökunar. Ekki sé við talningarfók og starfsfólk að sakast sem unnið hafi störf sín af alúð. Magnús Davíð segir mikið undir varðandi traust á kosningakerfinu í málinu. „Og það er auðvitað bagalegt að viðskulum vera í þessari stöðu en ég trúi því og treysti að þingmenn muni skoða þetta mál af fullri alvöru og sanngirni og komast að réttri niðurstöðu í málinu,“ segir Magnús. Það eykur enn á flækjustig málsins að kærufrestur vegna kosninganna er fjórar vikur. Guðmundur Gunnarsson, einn þeirra frambjóðenda sem var inni á þingi eftir upphaflega talningu en ekki endurtalningu hyggst kæra framkvæmd kosninganna. Þetta segir hann í samtali við Ríkisútvarpið. Nú er það á borði nýkjörins Alþingis að staðfesta niðurstöðu kosninganna eða skera úr um að þær hafi verið ólögmætar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Kærendur talningar í Norðvesturkjördæmi vilja ógilda kosningar í kjördæminu Magnús Davíð Norðdahl frambjóðandi í fyrsta sæti Pírata í Norðvesturkjördæmi í kosningunum á laugardag vill að kosningarnar í kjördæminu verði ógiltar og kosið aftur. Hann afhenti Alþingi kæru þessa efnis í dag sem frambjóðandi í kjördæminu, almennur kjósandi og sem umboðsmaður Pírata í málinu. 1. október 2021 14:54