„Ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2021 09:31 Helena Sverrisdóttir og stöllur hennar urðu bikarmeistarar um þarsíðustu helgi og í fyrradag tryggðu þær sér sæti í riðlakeppni EuroCup. vísir/bára Helena Sverrisdóttir átti stórleik þegar Haukar tryggðu sér sæti í riðlakeppni EuroCup í fyrradag. Haukar töpuðu fyrir Sportiva á Asóreyjum, 81-79, en fóru áfram, 160-157 samanlagt. Helena skoraði 32 stig í leiknum, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hún hitti úr sex af tíu skotum sínum inni í teig og fjórum af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði hún átta stig af vítalínunni. Fyrir frammistöðu sína var Helena valin í lið umferðarinnar hjá FIBA. Who's your #EuroCupWomen Qualifiers second-leg MVP ? Kolby Morgan (@elazigioisk) @nausial_ (Sportiva/AzorisHotels) @HelenaSverris (Haukar) Brittany Brewer (@liegepanthers) @kalanibrown21 (@HataywBasket)VOTE and let us know — EuroCup Women (@EuroCupWomen) October 1, 2021 Helena var að stíga upp í flugvél þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni í gær. Hún var að vonum glöð í bragði enda sæti í riðlakeppni EuroCup í höfn þrátt fyrir tapið. „Við byrjuðum ömurlega og lentum strax mikið undir. En við héldum haus og trúðum því alltaf að við gætum komið til baka,“ sagði Helena. Sportiva byrjaði leikinn miklu betur, skoraði fyrstu tíu stig hans og komst í 21-2. Haukar náðu þó fljótlega áttum og voru bara níu stigum undir í hálfleik, 48-39. Frammistaða Hauka í seinni hálfleik var svo miklu betri en í þeim fyrri. Í 3. leikhluta skoraði Sportiva til að mynda aðeins tíu stig. Þjöppuðum okkur saman í vörninni „Þær svínhittu og það gekk allt upp hjá þeim. Á meðan fengum við ágætis færi sem við kláruðum ekki. Við vissum að það yrði ekki svoleiðis allan leikinn. Við þjöppuðum okkur saman í vörninni og hægt og rólega komum við til baka,“ sagði Helena. Að hennar sögn renndu Haukar nokkuð blint í sjóinn fyrir einvígið gegn Sportiva. „Maður áttaði sig ekki alveg á styrkleikanum. Við vissum að þetta væri kannski ekki sterkasta liðið sem við gátum fengið. En að sama skapi er þetta atvinnumannalið með tvo bandaríska leikmenn. Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt en höfðum trú á að því að við gætum strítt þeim,“ sagði Helena. Haukar unnu fyrri leikinn á Ásvöllum, 81-79, sem gaf þeim byr undir báða vængi fyrir leikinn á Asóreyjum. „Þar fundum við að við gátum alveg strítt þeim og gott betur. Það hjálpaði okkur í gær, að vita að þær væru ekki tuttugu stigum betri en við,“ sagði Helena. Miklu stærri keppni en áður Haukar eru fyrsta íslenska kvennaliðið sem kemst í riðlakeppni EuroCup. Andstæðingarnar þar verða Villeneuve D'Ascq ESB og Tarbes Gespe Bigorre frá Frakklandi og tékkneska liðið KP Brno. Liðin mætast heima og að heiman og því bíða Hauka sex Evrópuleikir í haust. „Þessi keppni er orðin miklu stærri en hún var og fleiri góð lið. Þetta er ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna,“ sagði Helena. „Þetta eru frábær lið sem við mætum, atvinnumannalið, og þetta verður verðugt verkefni fyrir okkur.“ Sem fyrr segir leika Haukar sex Evrópuleiki til viðbótar fram að áramótum. Dagskrá liðsins verður því ansi þétt næstu vikurnar. „Þetta er hörku dagskrá. Við byrjum í riðlakeppninni 14. október og hún verður í sex vikur. Svo kemur landsliðshlé og við erum auðvitað með marga leikmenn þar. Þetta verður hörkuvinna og við þurfum að vera sérstaklega duglegar að hugsa um líkamann,“ sagði Helena. Vonast eftir velvilja vinnuveitenda og skólastjóra „Það mun mæða mikið á þjálfurunum að stýra álaginu á æfingum því við spilum mjög mikið. En þetta er mjög spennandi. Vonandi verða vinnuveitendur og skólastjórar góðir við liðið svo allir komist í ferðalögin. Það fer mikill tími og vinna í þetta og vonandi gengur þetta allt vel,“ sagði Helena. Hún vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum í fyrradag. „Ég tók bara þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar sem er miklu vinna en vanalega hjá mér. En ég skoraði og það var það sem vantaði hjá okkur. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna og það tókst í gær. Mér er drullusama hvernig ég spila á meðan liðinu gengur vel,“ sagði Helena að lokum. Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Helena skoraði 32 stig í leiknum, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Hún hitti úr sex af tíu skotum sínum inni í teig og fjórum af sex skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þá skoraði hún átta stig af vítalínunni. Fyrir frammistöðu sína var Helena valin í lið umferðarinnar hjá FIBA. Who's your #EuroCupWomen Qualifiers second-leg MVP ? Kolby Morgan (@elazigioisk) @nausial_ (Sportiva/AzorisHotels) @HelenaSverris (Haukar) Brittany Brewer (@liegepanthers) @kalanibrown21 (@HataywBasket)VOTE and let us know — EuroCup Women (@EuroCupWomen) October 1, 2021 Helena var að stíga upp í flugvél þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni í gær. Hún var að vonum glöð í bragði enda sæti í riðlakeppni EuroCup í höfn þrátt fyrir tapið. „Við byrjuðum ömurlega og lentum strax mikið undir. En við héldum haus og trúðum því alltaf að við gætum komið til baka,“ sagði Helena. Sportiva byrjaði leikinn miklu betur, skoraði fyrstu tíu stig hans og komst í 21-2. Haukar náðu þó fljótlega áttum og voru bara níu stigum undir í hálfleik, 48-39. Frammistaða Hauka í seinni hálfleik var svo miklu betri en í þeim fyrri. Í 3. leikhluta skoraði Sportiva til að mynda aðeins tíu stig. Þjöppuðum okkur saman í vörninni „Þær svínhittu og það gekk allt upp hjá þeim. Á meðan fengum við ágætis færi sem við kláruðum ekki. Við vissum að það yrði ekki svoleiðis allan leikinn. Við þjöppuðum okkur saman í vörninni og hægt og rólega komum við til baka,“ sagði Helena. Að hennar sögn renndu Haukar nokkuð blint í sjóinn fyrir einvígið gegn Sportiva. „Maður áttaði sig ekki alveg á styrkleikanum. Við vissum að þetta væri kannski ekki sterkasta liðið sem við gátum fengið. En að sama skapi er þetta atvinnumannalið með tvo bandaríska leikmenn. Við vissum alltaf að þetta yrði erfitt en höfðum trú á að því að við gætum strítt þeim,“ sagði Helena. Haukar unnu fyrri leikinn á Ásvöllum, 81-79, sem gaf þeim byr undir báða vængi fyrir leikinn á Asóreyjum. „Þar fundum við að við gátum alveg strítt þeim og gott betur. Það hjálpaði okkur í gær, að vita að þær væru ekki tuttugu stigum betri en við,“ sagði Helena. Miklu stærri keppni en áður Haukar eru fyrsta íslenska kvennaliðið sem kemst í riðlakeppni EuroCup. Andstæðingarnar þar verða Villeneuve D'Ascq ESB og Tarbes Gespe Bigorre frá Frakklandi og tékkneska liðið KP Brno. Liðin mætast heima og að heiman og því bíða Hauka sex Evrópuleikir í haust. „Þessi keppni er orðin miklu stærri en hún var og fleiri góð lið. Þetta er ótrúlega stórt og frábært skref fyrir kvennakörfuna,“ sagði Helena. „Þetta eru frábær lið sem við mætum, atvinnumannalið, og þetta verður verðugt verkefni fyrir okkur.“ Sem fyrr segir leika Haukar sex Evrópuleiki til viðbótar fram að áramótum. Dagskrá liðsins verður því ansi þétt næstu vikurnar. „Þetta er hörku dagskrá. Við byrjum í riðlakeppninni 14. október og hún verður í sex vikur. Svo kemur landsliðshlé og við erum auðvitað með marga leikmenn þar. Þetta verður hörkuvinna og við þurfum að vera sérstaklega duglegar að hugsa um líkamann,“ sagði Helena. Vonast eftir velvilja vinnuveitenda og skólastjóra „Það mun mæða mikið á þjálfurunum að stýra álaginu á æfingum því við spilum mjög mikið. En þetta er mjög spennandi. Vonandi verða vinnuveitendur og skólastjórar góðir við liðið svo allir komist í ferðalögin. Það fer mikill tími og vinna í þetta og vonandi gengur þetta allt vel,“ sagði Helena. Hún vildi ekki gera of mikið úr eigin frammistöðu í leiknum í fyrradag. „Ég tók bara þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar sem er miklu vinna en vanalega hjá mér. En ég skoraði og það var það sem vantaði hjá okkur. Ég reyni bara að gera það sem ég get til að hjálpa liðinu að vinna og það tókst í gær. Mér er drullusama hvernig ég spila á meðan liðinu gengur vel,“ sagði Helena að lokum.
Körfubolti Haukar Evrópubikarinn í körfubolta kvenna Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira