Fær ekki að hafa kött í blokk vegna ofnæmis nágranna Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. október 2021 09:00 Fræðimönnum hefur ekki tekist að festa tölu á fjölda katta á Íslandi en einhverjir telja að nærri 20.000 kettir búi hér á landi. Myndin er úr safni. Getty Í nýlegu áliti kærunefndar húsamála segir að íbúum fjölbýlishúss í Reykjavík sé óheimilt að hafa ketti í húsinu vegna ofnæmis íbúa. Álitið má rekja til ósættis milli íbúa í húsnæðinu. Sá sem mótmælti kattahaldi hafði meðal annars þurft að flýja heimili sitt vegna dýraofnæmis. Íbúinn hafði reglulega mótmælt dýrahaldi í húsinu en samkvæmt álitinu var hann eini í fjölbýlishúsinu sem var mótfallinn kattahaldi. Aðrir íbúar í stigaganginum segja að þegjandi samkomulag hafi ríkt um dýrahald í nokkur ár en kettir eru í þremur íbúðum af sjö. Þá hafi slíkt samkomulag aldrei verið skráð sérstaklega en enginn hafi verið mótfallinn dýrahaldinu fyrr en nú. Þegar núgildandi lög um fjölbýlishús voru lögfest var dýrahald óheimilt án samþykkis allra íbúa. Lögunum hefur síðan þá verið breytt. Samkvæmt lögunum er hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi nú háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang. Formlegt samkomulag um dýrahald hafði aldrei verið gert og taldi kærunefndin kattahald því óheimilt í húsinu. Eins og fram komi í lögunum beri að taka sameiginlegar ákvarðanir á sameiginlegum húsfundi. Ákvörðun um dýrahald í stigaganginum félli þar undir. Dýr Reykjavík Kettir Húsnæðismál Nágrannadeilur Tengdar fréttir Húsbílaeigenda óheimilt að leggja í sameiginlegu bílastæði fjölbýlishúss Kærunefnd húsamála telur að konu sé óheimilt að leggja og geyma húsbíl sinn í sameiginlegu bílastæði fjölbýlishúss sem hún býr í. Húsbílnum hafði verið lagt í einu sameiginlegra bílastæða sex íbúða fjölbýlishúss þar sem hann hafi lengi staðið óhreyfður og varð til þess að aðrir íbúar leituðu til nefndarinnar. 1. október 2021 08:01 Fær ekki afslátt af leigu þrátt fyrir stanslausan hávaða Kærunefnd húsamála úrskurðaði nýlega að leigusali þyrfti ekki að veita leigjanda afslátt af leigu vegna framkvæmda við leiguhúsnæði. Framkvæmdirnar höfðu staðið yfir í marga mánuði með tilheyrandi ónæði. 30. september 2021 14:52 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Álitið má rekja til ósættis milli íbúa í húsnæðinu. Sá sem mótmælti kattahaldi hafði meðal annars þurft að flýja heimili sitt vegna dýraofnæmis. Íbúinn hafði reglulega mótmælt dýrahaldi í húsinu en samkvæmt álitinu var hann eini í fjölbýlishúsinu sem var mótfallinn kattahaldi. Aðrir íbúar í stigaganginum segja að þegjandi samkomulag hafi ríkt um dýrahald í nokkur ár en kettir eru í þremur íbúðum af sjö. Þá hafi slíkt samkomulag aldrei verið skráð sérstaklega en enginn hafi verið mótfallinn dýrahaldinu fyrr en nú. Þegar núgildandi lög um fjölbýlishús voru lögfest var dýrahald óheimilt án samþykkis allra íbúa. Lögunum hefur síðan þá verið breytt. Samkvæmt lögunum er hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi nú háð samþykki 2/3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang. Formlegt samkomulag um dýrahald hafði aldrei verið gert og taldi kærunefndin kattahald því óheimilt í húsinu. Eins og fram komi í lögunum beri að taka sameiginlegar ákvarðanir á sameiginlegum húsfundi. Ákvörðun um dýrahald í stigaganginum félli þar undir.
Dýr Reykjavík Kettir Húsnæðismál Nágrannadeilur Tengdar fréttir Húsbílaeigenda óheimilt að leggja í sameiginlegu bílastæði fjölbýlishúss Kærunefnd húsamála telur að konu sé óheimilt að leggja og geyma húsbíl sinn í sameiginlegu bílastæði fjölbýlishúss sem hún býr í. Húsbílnum hafði verið lagt í einu sameiginlegra bílastæða sex íbúða fjölbýlishúss þar sem hann hafi lengi staðið óhreyfður og varð til þess að aðrir íbúar leituðu til nefndarinnar. 1. október 2021 08:01 Fær ekki afslátt af leigu þrátt fyrir stanslausan hávaða Kærunefnd húsamála úrskurðaði nýlega að leigusali þyrfti ekki að veita leigjanda afslátt af leigu vegna framkvæmda við leiguhúsnæði. Framkvæmdirnar höfðu staðið yfir í marga mánuði með tilheyrandi ónæði. 30. september 2021 14:52 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Húsbílaeigenda óheimilt að leggja í sameiginlegu bílastæði fjölbýlishúss Kærunefnd húsamála telur að konu sé óheimilt að leggja og geyma húsbíl sinn í sameiginlegu bílastæði fjölbýlishúss sem hún býr í. Húsbílnum hafði verið lagt í einu sameiginlegra bílastæða sex íbúða fjölbýlishúss þar sem hann hafi lengi staðið óhreyfður og varð til þess að aðrir íbúar leituðu til nefndarinnar. 1. október 2021 08:01
Fær ekki afslátt af leigu þrátt fyrir stanslausan hávaða Kærunefnd húsamála úrskurðaði nýlega að leigusali þyrfti ekki að veita leigjanda afslátt af leigu vegna framkvæmda við leiguhúsnæði. Framkvæmdirnar höfðu staðið yfir í marga mánuði með tilheyrandi ónæði. 30. september 2021 14:52