Veður

Norðan­áttin alls­ráðandi á næstunni

Atli Ísleifsson skrifar
Spár gera ráð fyrir að kólni smám saman þegar kemur fram í næstu viku.
Spár gera ráð fyrir að kólni smám saman þegar kemur fram í næstu viku. Vísir/Vilhelm

Spáð er norðaustan strekkingi eða allhvössum vindi, tíu til átján metrum, fyrripart dags og víða rigningu í dag. Hvassast verður í vindstrengjum á vestanverðu landinu. Hins vegar dregur úr vindi síðdegis og rofar þá til sunnanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verður á bilinu þrjú til tíu stig þar sem mildast verður syðst á landinu.

„Aftur stífur vindur á morgun, það blæs úr norðri, ýmist strekkingur eða allhvass. Þurrt sunnan heiða, en rigning á láglendi í öðrum landshlutum.

Útlit er fyrir að norðanátt verði allsráðandi á næstunni og spár gera ráð fyrir að kólni smám saman þegar kemur fram í næstu viku.“

Spákortið fyrir klukkan 12.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag og sunnudag: Norðan 10-18 m/s og rigning, en þurrt sunnan heiða. Hiti 3 til 10 stig, mildast syðst á landinu.

Á mánudag: Norðan 13-20. Þurrt sunnan- og suðvestanlands, annars rigning eða slydda og talsverð úrkoma um landið norðaustanvert. Hiti frá frostmarki í innsveitum fyrir norðan, upp í 8 stig við suðurströndina.

Á þriðjudag: Norðan 8-15 með úrkomu á Norður- og Austurlandi, rigning við sjávarmál, en slydda eða snjókoma inn til landsins. Bjartviðri sunnan- og vestanlands. Kólnar lítillega.

Á miðvikudag og fimmtudag: Norðanátt með éljum norðan- og norðaustanlands, en léttskýjað um landið sunnan- og vestanvert. Hiti kringum frostmark, en allt að 5 stig sunnantil yfir daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×