Hafnar fullyrðingum Arons Einars og kannast ekkert við afskipti Eiður Þór Árnason skrifar 30. september 2021 20:56 Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ. Vísir/Baldur Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér. Í yfirlýsingu frá Aroni sem hann sendi frá sér í dag fordæmir hann ákvörðunina og sakar stjórn KSÍ um að hafa skipt sér af valinu. Telur hann að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. „Á samfélagsmiðlum hefur verið til umræðu atburður sem sagt er að hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn 2010. Ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða málið formlega við KSÍ, eða verið gefinn kostur á standa á rétti mínum gagnvart ávirðingunum, og því sárnar mér þessi fyrirvaralausa ákvörðun um að verða settur út úr liðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Vísar hann til frásagnar sem birtist fyrst í maí en þar segir kona að tveir ónefndir þjóðþekktir Íslendingar hafi nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Aron Einar Gunnarsson lék síðast með landsliðinu í júní.Getty Tveir landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í síðustu viku að sambandinu hafi í byrjun júní borist ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi í landsliðsferð. Átti atvikið að hafa átt sér stað eftir landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn í september 2010. Stjórn KSÍ beitti sér fyrir því í ágúst að Kolbeinn Sigþórsson yrði ekki valinn í leikmannahóp eftir að hann var ásakaður um ofbeldi. Aðspurður um hvort eitthvað sé til í þeim staðhæfingum Arons að stjórn KSÍ hafi skipt sér af valinu að þessu sinni segir Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, einfaldlega: „Nei.“ Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á blaðamannafundi KSÍ í dag.Vísir/Vilhelm Talaði um „utanaðkomandi“ ástæður Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tilkynntu í dag hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Á blaðamannafundinum sagði Arnar að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag,“ sagði Arnar og bætti við að ástæðurnar ættu eftir að koma í ljós síðar. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Guðni kannast við nafnlaust bréf en enga formlega ábendingu Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafnar því að honum hafi borist formleg ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um kynferðisofbeldi. Hann hafi þó séð frásögn af málinu sem deilt var á samfélagsmiðlum. 23. september 2021 12:33 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Aroni sem hann sendi frá sér í dag fordæmir hann ákvörðunina og sakar stjórn KSÍ um að hafa skipt sér af valinu. Telur hann að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. „Á samfélagsmiðlum hefur verið til umræðu atburður sem sagt er að hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn 2010. Ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða málið formlega við KSÍ, eða verið gefinn kostur á standa á rétti mínum gagnvart ávirðingunum, og því sárnar mér þessi fyrirvaralausa ákvörðun um að verða settur út úr liðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Vísar hann til frásagnar sem birtist fyrst í maí en þar segir kona að tveir ónefndir þjóðþekktir Íslendingar hafi nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Aron Einar Gunnarsson lék síðast með landsliðinu í júní.Getty Tveir landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í síðustu viku að sambandinu hafi í byrjun júní borist ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi í landsliðsferð. Átti atvikið að hafa átt sér stað eftir landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn í september 2010. Stjórn KSÍ beitti sér fyrir því í ágúst að Kolbeinn Sigþórsson yrði ekki valinn í leikmannahóp eftir að hann var ásakaður um ofbeldi. Aðspurður um hvort eitthvað sé til í þeim staðhæfingum Arons að stjórn KSÍ hafi skipt sér af valinu að þessu sinni segir Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, einfaldlega: „Nei.“ Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á blaðamannafundi KSÍ í dag.Vísir/Vilhelm Talaði um „utanaðkomandi“ ástæður Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tilkynntu í dag hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Á blaðamannafundinum sagði Arnar að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag,“ sagði Arnar og bætti við að ástæðurnar ættu eftir að koma í ljós síðar.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Guðni kannast við nafnlaust bréf en enga formlega ábendingu Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafnar því að honum hafi borist formleg ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um kynferðisofbeldi. Hann hafi þó séð frásögn af málinu sem deilt var á samfélagsmiðlum. 23. september 2021 12:33 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52
Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36
Guðni kannast við nafnlaust bréf en enga formlega ábendingu Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafnar því að honum hafi borist formleg ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um kynferðisofbeldi. Hann hafi þó séð frásögn af málinu sem deilt var á samfélagsmiðlum. 23. september 2021 12:33
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent