Aðeins Breiðablik hélt boltanum betur innan liðs en FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2021 07:01 Guðmundur Kristjánsson var sá leikmaður FH sem átti flestar sendingar í Pepsi Max deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Þegar tölfræði Pepsi Max deildar karla skoðuð er margt sem kemur á óvart. Það sem kemur ef til vill hvað mest á óvart er að FH-ingar – sem enduðu í 6. sæti deildarinnar – héldu næstmest í boltann af öllum liðum deildarinnar. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Lið Ólafs Jóhannessonar eru þekkt fyrir að spila boltanum vel sín á milli.Vísir/Hulda Margrét Það er vitað að Breiðablik vill spila þannig bolta að liðið heldur lengur, og betur, í boltann en önnur lið í Pepsi Max deild karla. Það sést vel þegar skoðað er hversu stóran hluta af leikjum sínum liðið hélt í boltann. Breiðablik var með boltann alls 63,7 prósent í sumar. Það er langt um meira en FH sem er nokkuð óvænt í 2. sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan sinna raða. FH liðið var með boltann 55 prósent af leikjum sínum í sumar. Miðvörðurinn Guðmann Þórisson var sá leikmaður FH sem skilaði boltanum oftast á samherja er litið er á prósentu heppnaðra sendinga. Alls heppnuðust 90,47 prósent þeirra sendinga sem Guðmann reyndi í deildinni. Guðmann var eini leikmaður FH með yfir 90 prósent heppnaðar sendingar.Vísir/Vilhelm Logi Hrafn Róbertsson kom þar á eftir með 88,37 prósent heppnaðar sendingar á meðan markvörðurinn Gunnar Nielsen kláraði 87,3 prósent sendinga sinna. Guðmundur Kristjánsson átti flestar sendingar allra í FH-liðinu en hann gaf boltann 1205 sinnum í sumar. Rötuðu 86,3 prósent þeirra á samherja. Athygli vekur að lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar í Íslandsmeistaraliði Víkings var aðeins með boltann 51,7 prósent leikja sinna í sumar. Svo virðist sem Arnar hafi breytt uppleggi sínu aðeins en undanfarin tvö tímabil hafa Víkingar reynt hvað þeir geta til að halda í boltann. Breytingin virðist hafa virkað ágætlega þar sem félagið varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 30 ár og gæti enn unnið tvöfalt. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Skagamenn eru í neðsta sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan liðs. Liðið var aðeins með boltann í 40,1 prósent leikja sinna í sumar. Hér að neðan má sjá töfluna heild sinni. Lið – Prósenta liðs með boltann Breiðablik – 63,7% FH – 55% KA – 54,3% KR – 53% Víkingur - 51,7% Valur – 51,1% Leiknir Reykjavík – 47,9% HK – 46,7% Fylkir – 46,3% Keflavík – 45,6% Stjarnan – 44,4% ÍA – 40,1% Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Breiðablik Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Lið Ólafs Jóhannessonar eru þekkt fyrir að spila boltanum vel sín á milli.Vísir/Hulda Margrét Það er vitað að Breiðablik vill spila þannig bolta að liðið heldur lengur, og betur, í boltann en önnur lið í Pepsi Max deild karla. Það sést vel þegar skoðað er hversu stóran hluta af leikjum sínum liðið hélt í boltann. Breiðablik var með boltann alls 63,7 prósent í sumar. Það er langt um meira en FH sem er nokkuð óvænt í 2. sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan sinna raða. FH liðið var með boltann 55 prósent af leikjum sínum í sumar. Miðvörðurinn Guðmann Þórisson var sá leikmaður FH sem skilaði boltanum oftast á samherja er litið er á prósentu heppnaðra sendinga. Alls heppnuðust 90,47 prósent þeirra sendinga sem Guðmann reyndi í deildinni. Guðmann var eini leikmaður FH með yfir 90 prósent heppnaðar sendingar.Vísir/Vilhelm Logi Hrafn Róbertsson kom þar á eftir með 88,37 prósent heppnaðar sendingar á meðan markvörðurinn Gunnar Nielsen kláraði 87,3 prósent sendinga sinna. Guðmundur Kristjánsson átti flestar sendingar allra í FH-liðinu en hann gaf boltann 1205 sinnum í sumar. Rötuðu 86,3 prósent þeirra á samherja. Athygli vekur að lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar í Íslandsmeistaraliði Víkings var aðeins með boltann 51,7 prósent leikja sinna í sumar. Svo virðist sem Arnar hafi breytt uppleggi sínu aðeins en undanfarin tvö tímabil hafa Víkingar reynt hvað þeir geta til að halda í boltann. Breytingin virðist hafa virkað ágætlega þar sem félagið varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 30 ár og gæti enn unnið tvöfalt. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Skagamenn eru í neðsta sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan liðs. Liðið var aðeins með boltann í 40,1 prósent leikja sinna í sumar. Hér að neðan má sjá töfluna heild sinni. Lið – Prósenta liðs með boltann Breiðablik – 63,7% FH – 55% KA – 54,3% KR – 53% Víkingur - 51,7% Valur – 51,1% Leiknir Reykjavík – 47,9% HK – 46,7% Fylkir – 46,3% Keflavík – 45,6% Stjarnan – 44,4% ÍA – 40,1% Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Lið – Prósenta liðs með boltann Breiðablik – 63,7% FH – 55% KA – 54,3% KR – 53% Víkingur - 51,7% Valur – 51,1% Leiknir Reykjavík – 47,9% HK – 46,7% Fylkir – 46,3% Keflavík – 45,6% Stjarnan – 44,4% ÍA – 40,1%
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Breiðablik Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira