Aðeins Breiðablik hélt boltanum betur innan liðs en FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2021 07:01 Guðmundur Kristjánsson var sá leikmaður FH sem átti flestar sendingar í Pepsi Max deildinni í sumar. Vísir/Hulda Margrét Þegar tölfræði Pepsi Max deildar karla skoðuð er margt sem kemur á óvart. Það sem kemur ef til vill hvað mest á óvart er að FH-ingar – sem enduðu í 6. sæti deildarinnar – héldu næstmest í boltann af öllum liðum deildarinnar. Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Lið Ólafs Jóhannessonar eru þekkt fyrir að spila boltanum vel sín á milli.Vísir/Hulda Margrét Það er vitað að Breiðablik vill spila þannig bolta að liðið heldur lengur, og betur, í boltann en önnur lið í Pepsi Max deild karla. Það sést vel þegar skoðað er hversu stóran hluta af leikjum sínum liðið hélt í boltann. Breiðablik var með boltann alls 63,7 prósent í sumar. Það er langt um meira en FH sem er nokkuð óvænt í 2. sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan sinna raða. FH liðið var með boltann 55 prósent af leikjum sínum í sumar. Miðvörðurinn Guðmann Þórisson var sá leikmaður FH sem skilaði boltanum oftast á samherja er litið er á prósentu heppnaðra sendinga. Alls heppnuðust 90,47 prósent þeirra sendinga sem Guðmann reyndi í deildinni. Guðmann var eini leikmaður FH með yfir 90 prósent heppnaðar sendingar.Vísir/Vilhelm Logi Hrafn Róbertsson kom þar á eftir með 88,37 prósent heppnaðar sendingar á meðan markvörðurinn Gunnar Nielsen kláraði 87,3 prósent sendinga sinna. Guðmundur Kristjánsson átti flestar sendingar allra í FH-liðinu en hann gaf boltann 1205 sinnum í sumar. Rötuðu 86,3 prósent þeirra á samherja. Athygli vekur að lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar í Íslandsmeistaraliði Víkings var aðeins með boltann 51,7 prósent leikja sinna í sumar. Svo virðist sem Arnar hafi breytt uppleggi sínu aðeins en undanfarin tvö tímabil hafa Víkingar reynt hvað þeir geta til að halda í boltann. Breytingin virðist hafa virkað ágætlega þar sem félagið varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 30 ár og gæti enn unnið tvöfalt. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Skagamenn eru í neðsta sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan liðs. Liðið var aðeins með boltann í 40,1 prósent leikja sinna í sumar. Hér að neðan má sjá töfluna heild sinni. Lið – Prósenta liðs með boltann Breiðablik – 63,7% FH – 55% KA – 54,3% KR – 53% Víkingur - 51,7% Valur – 51,1% Leiknir Reykjavík – 47,9% HK – 46,7% Fylkir – 46,3% Keflavík – 45,6% Stjarnan – 44,4% ÍA – 40,1% Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Breiðablik Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjá meira
Vísir ætlar að kafa aðeins í tölfræði Wyscout frá nýloknu tímabili í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu en þar má finna margt áhugavert nú þegar síðasti leikurinn hefur verið spilaður í Pepsi Max deild karla 2021. Lið Ólafs Jóhannessonar eru þekkt fyrir að spila boltanum vel sín á milli.Vísir/Hulda Margrét Það er vitað að Breiðablik vill spila þannig bolta að liðið heldur lengur, og betur, í boltann en önnur lið í Pepsi Max deild karla. Það sést vel þegar skoðað er hversu stóran hluta af leikjum sínum liðið hélt í boltann. Breiðablik var með boltann alls 63,7 prósent í sumar. Það er langt um meira en FH sem er nokkuð óvænt í 2. sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan sinna raða. FH liðið var með boltann 55 prósent af leikjum sínum í sumar. Miðvörðurinn Guðmann Þórisson var sá leikmaður FH sem skilaði boltanum oftast á samherja er litið er á prósentu heppnaðra sendinga. Alls heppnuðust 90,47 prósent þeirra sendinga sem Guðmann reyndi í deildinni. Guðmann var eini leikmaður FH með yfir 90 prósent heppnaðar sendingar.Vísir/Vilhelm Logi Hrafn Róbertsson kom þar á eftir með 88,37 prósent heppnaðar sendingar á meðan markvörðurinn Gunnar Nielsen kláraði 87,3 prósent sendinga sinna. Guðmundur Kristjánsson átti flestar sendingar allra í FH-liðinu en hann gaf boltann 1205 sinnum í sumar. Rötuðu 86,3 prósent þeirra á samherja. Athygli vekur að lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar í Íslandsmeistaraliði Víkings var aðeins með boltann 51,7 prósent leikja sinna í sumar. Svo virðist sem Arnar hafi breytt uppleggi sínu aðeins en undanfarin tvö tímabil hafa Víkingar reynt hvað þeir geta til að halda í boltann. Breytingin virðist hafa virkað ágætlega þar sem félagið varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í 30 ár og gæti enn unnið tvöfalt. Það kemur ef til vill ekki á óvart að Skagamenn eru í neðsta sæti þegar kemur að því að halda boltanum innan liðs. Liðið var aðeins með boltann í 40,1 prósent leikja sinna í sumar. Hér að neðan má sjá töfluna heild sinni. Lið – Prósenta liðs með boltann Breiðablik – 63,7% FH – 55% KA – 54,3% KR – 53% Víkingur - 51,7% Valur – 51,1% Leiknir Reykjavík – 47,9% HK – 46,7% Fylkir – 46,3% Keflavík – 45,6% Stjarnan – 44,4% ÍA – 40,1% Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Lið – Prósenta liðs með boltann Breiðablik – 63,7% FH – 55% KA – 54,3% KR – 53% Víkingur - 51,7% Valur – 51,1% Leiknir Reykjavík – 47,9% HK – 46,7% Fylkir – 46,3% Keflavík – 45,6% Stjarnan – 44,4% ÍA – 40,1%
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla FH Breiðablik Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Fleiri fréttir Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti