„Gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi“ Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2021 10:33 Nýkjörið þing, eða þannig. Þetta er þingliðið sem mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort það er réttilega kjörið. vísir/hjalti Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus, er meðal fjölmargra sem rýnt hefur í þá stöðu sem upp er komin vegna talningaklúðurs í Norðvesturkjördæmi. Prófessorinn hefur lagt málin niður fyrir sig og sér ekki betur en að kerfið sé í hnút. Eins og fram hefur komið hefur Landskjörstjórn vísað þeim vanda sem upp er kominn vegna talningaklúðursins í Norðvesturkjördæmi til Alþingis. Var ekki örgrannt um að Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, væri föl og fá þegar hún greindi frá niðurstöðu stjórnarinnar sem fólst í því að vísa málinu til Alþingis lögum samkvæmt. En ekki er víst að það leysi þann hnút sem upp er kominn, nema síður sé. Kerfið virðist hverfast um sjálft sig, eins og Eiríkur bendir á en hann hefur teiknað upp stöðuna eins og hún horfir við honum: „Sko - segjum nú að Alþingi samþykki með 35 atkvæðum gegn 28 að kosningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið ógild. Segjum nú að allir 8 þingmenn Norðvesturkjördæmis greiði atkvæði með ógildingu (kannski ólíklegt, en ekki óhugsandi). En ef kosning þeirra er ógild þá hljóta atkvæði þeirra í þessari atkvæðagreiðslu að vera það líka. Þar með fækkar stuðningsmönnum ógildingar um 8 og verða ekki 35 heldur 27, og tillaga um ógildingu kosningar er þá felld með 28 atkvæðum gegn 27. En ef kosningin er ekki ógild þá eru atkvæði þingmannanna það ekki heldur, þannig að tillagan er samþykkt – eða hvað? Ég sé ekki betur en þetta sé gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi.“ Stórbrotið klandur Í athugasemdum velta ýmsir fyrir sér þeirri stöðu sem upp er komin. Pétur Þorsteinsson bendir á hið augljósa, að þetta sé stórbrotið klandur. Halla Sverrisdóttir segir að það sé sama hvað hún reyni, hún fái það ekki til að ganga upp að þing skipað þingmönnum sem ekki er formlega búið að lýsa yfir að hafi verið réttkjörnir, skipi nefnd sem ekki er formlega búið að … og svo framvegis. „Til að staðfesta að téð að staðfesta að téð nýkosið þing hafi verið réttkjörið. Það getur auðvitað verið að þarna sé eitthvað sem mér yfirsést sem fær þetta allt saman við að meika sens, en ef svo er má gjarnan benda mér á það.“ Kristján Sveinbjörnsson segir að ef kosið verði að nýju í Norðvestur kjördæmi geti sú kosning haft áhrif á alla uppbótarþingmennina, samtals 20. Og Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson segir að þetta verði aldrei leyst þanngi að allir verði sáttir. „En hvað um það, þetta staðfestir að stjórnarskráin, sem við notumst við, er ónýt (það vissum við reyndar fyrir).“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Eins og fram hefur komið hefur Landskjörstjórn vísað þeim vanda sem upp er kominn vegna talningaklúðursins í Norðvesturkjördæmi til Alþingis. Var ekki örgrannt um að Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar, væri föl og fá þegar hún greindi frá niðurstöðu stjórnarinnar sem fólst í því að vísa málinu til Alþingis lögum samkvæmt. En ekki er víst að það leysi þann hnút sem upp er kominn, nema síður sé. Kerfið virðist hverfast um sjálft sig, eins og Eiríkur bendir á en hann hefur teiknað upp stöðuna eins og hún horfir við honum: „Sko - segjum nú að Alþingi samþykki með 35 atkvæðum gegn 28 að kosningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið ógild. Segjum nú að allir 8 þingmenn Norðvesturkjördæmis greiði atkvæði með ógildingu (kannski ólíklegt, en ekki óhugsandi). En ef kosning þeirra er ógild þá hljóta atkvæði þeirra í þessari atkvæðagreiðslu að vera það líka. Þar með fækkar stuðningsmönnum ógildingar um 8 og verða ekki 35 heldur 27, og tillaga um ógildingu kosningar er þá felld með 28 atkvæðum gegn 27. En ef kosningin er ekki ógild þá eru atkvæði þingmannanna það ekki heldur, þannig að tillagan er samþykkt – eða hvað? Ég sé ekki betur en þetta sé gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi.“ Stórbrotið klandur Í athugasemdum velta ýmsir fyrir sér þeirri stöðu sem upp er komin. Pétur Þorsteinsson bendir á hið augljósa, að þetta sé stórbrotið klandur. Halla Sverrisdóttir segir að það sé sama hvað hún reyni, hún fái það ekki til að ganga upp að þing skipað þingmönnum sem ekki er formlega búið að lýsa yfir að hafi verið réttkjörnir, skipi nefnd sem ekki er formlega búið að … og svo framvegis. „Til að staðfesta að téð að staðfesta að téð nýkosið þing hafi verið réttkjörið. Það getur auðvitað verið að þarna sé eitthvað sem mér yfirsést sem fær þetta allt saman við að meika sens, en ef svo er má gjarnan benda mér á það.“ Kristján Sveinbjörnsson segir að ef kosið verði að nýju í Norðvestur kjördæmi geti sú kosning haft áhrif á alla uppbótarþingmennina, samtals 20. Og Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson segir að þetta verði aldrei leyst þanngi að allir verði sáttir. „En hvað um það, þetta staðfestir að stjórnarskráin, sem við notumst við, er ónýt (það vissum við reyndar fyrir).“
„Sko - segjum nú að Alþingi samþykki með 35 atkvæðum gegn 28 að kosningin í Norðvesturkjördæmi hafi verið ógild. Segjum nú að allir 8 þingmenn Norðvesturkjördæmis greiði atkvæði með ógildingu (kannski ólíklegt, en ekki óhugsandi). En ef kosning þeirra er ógild þá hljóta atkvæði þeirra í þessari atkvæðagreiðslu að vera það líka. Þar með fækkar stuðningsmönnum ógildingar um 8 og verða ekki 35 heldur 27, og tillaga um ógildingu kosningar er þá felld með 28 atkvæðum gegn 27. En ef kosningin er ekki ógild þá eru atkvæði þingmannanna það ekki heldur, þannig að tillagan er samþykkt – eða hvað? Ég sé ekki betur en þetta sé gersamlega óleysanlegur stjórnskipulegur vandi.“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Stjórnsýsla Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira