Lemgo komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir sigur á Val Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 20:31 Lemgo er komið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Martin Rose/Getty Images Bjarki Már Elísson og félagar hans í Lemgo eru komnir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta eftir sex marka sigur á Val ytra í kvöld, lokatölur 27-21. Bjarki Már lék ekki með Lemgo í kvöld vegna meiðsla. Lemgo leiddi eftir fyrri leik liðanna en aðeins munaði einu marki á liðunum er þau mættust að Hlíðarenda, lokatölur þá 27-26. Leikur kvöldsins þróaðist nokkuð svipað en mjótt var á munum allt þangað til flautað var til hálfleiks, þá var staðan jöfn 11-11 og allt í járnum. Valsmenn hófu síðari hálfleik af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin áður en heimamenn rönkuðu við sér. Þeir komust svo yfir, 16-15, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Eftir það náðu heimamenn öllum völdum á vellinum og voru komnir fimm mörkum yfir þegar aðeins stundarfjórðungur var til leiksloka. Reyndist það banabiti Valsmanna í kvöld en Lemgo vann leikinn á endanum með sex mörkum, 27-21, og þar með einvígið 54-47. Gruppenphase European League. Here we come!#tbvlemgolippe #ehfel #handball #GemeinsamStark pic.twitter.com/1McH0YCo3A— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) September 28, 2021 Bobby Schagen var markahæstur í liði Lemgo með sex mörk, þar á eftir kom Jonathan Carlsbogard með fimm. Þá varði Peter Johannesson 12 skot í marki heimamanna. Hjá Valsmönnum var Þorgils Svölu Baldursson markahæstur með fjögur mörk, þar á eftir komu Vignir Stefánsson, Magnús Óli Magnússon og Agnar Smári Jónsson með þrjú mörk hver. Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot í marki gestanna. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Lemgo 26-27 | Grátlegt tap eftir hetjulega baráttu Vals Lemgo vann Val með einu marki 26-27. Valur spilaði frábærlega og var þremur mörkum yfir í hálfleik 17-14. Góður lokakafli Lemgo tryggði þeim sigurinn 26-27. 21. september 2021 21:59 Sjáðu myndirnar: Björgvin Páll fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Nú fer fram leikur Vals og þýska liðsins Lemgo um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Bjarki Már Elísson leikur með þýska liðinu, en hann fékk heldur óblíðar móttökur frá samherja sínum í íslenska landsliðinu. 21. september 2021 19:57 Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. 22. september 2021 13:01 Snorri Steinn fékk rúmlega 150 þúsund króna sekt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, fékk sekt fyrir framkomu sína eftir leikinn gegn Lemgo í Evrópudeildinni í síðustu viku. 27. september 2021 16:26 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Lemgo leiddi eftir fyrri leik liðanna en aðeins munaði einu marki á liðunum er þau mættust að Hlíðarenda, lokatölur þá 27-26. Leikur kvöldsins þróaðist nokkuð svipað en mjótt var á munum allt þangað til flautað var til hálfleiks, þá var staðan jöfn 11-11 og allt í járnum. Valsmenn hófu síðari hálfleik af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörkin áður en heimamenn rönkuðu við sér. Þeir komust svo yfir, 16-15, þegar tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Eftir það náðu heimamenn öllum völdum á vellinum og voru komnir fimm mörkum yfir þegar aðeins stundarfjórðungur var til leiksloka. Reyndist það banabiti Valsmanna í kvöld en Lemgo vann leikinn á endanum með sex mörkum, 27-21, og þar með einvígið 54-47. Gruppenphase European League. Here we come!#tbvlemgolippe #ehfel #handball #GemeinsamStark pic.twitter.com/1McH0YCo3A— TBV Lemgo Lippe (@tbvlemgolippe) September 28, 2021 Bobby Schagen var markahæstur í liði Lemgo með sex mörk, þar á eftir kom Jonathan Carlsbogard með fimm. Þá varði Peter Johannesson 12 skot í marki heimamanna. Hjá Valsmönnum var Þorgils Svölu Baldursson markahæstur með fjögur mörk, þar á eftir komu Vignir Stefánsson, Magnús Óli Magnússon og Agnar Smári Jónsson með þrjú mörk hver. Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot í marki gestanna.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Lemgo 26-27 | Grátlegt tap eftir hetjulega baráttu Vals Lemgo vann Val með einu marki 26-27. Valur spilaði frábærlega og var þremur mörkum yfir í hálfleik 17-14. Góður lokakafli Lemgo tryggði þeim sigurinn 26-27. 21. september 2021 21:59 Sjáðu myndirnar: Björgvin Páll fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Nú fer fram leikur Vals og þýska liðsins Lemgo um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Bjarki Már Elísson leikur með þýska liðinu, en hann fékk heldur óblíðar móttökur frá samherja sínum í íslenska landsliðinu. 21. september 2021 19:57 Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. 22. september 2021 13:01 Snorri Steinn fékk rúmlega 150 þúsund króna sekt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, fékk sekt fyrir framkomu sína eftir leikinn gegn Lemgo í Evrópudeildinni í síðustu viku. 27. september 2021 16:26 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Lemgo 26-27 | Grátlegt tap eftir hetjulega baráttu Vals Lemgo vann Val með einu marki 26-27. Valur spilaði frábærlega og var þremur mörkum yfir í hálfleik 17-14. Góður lokakafli Lemgo tryggði þeim sigurinn 26-27. 21. september 2021 21:59
Sjáðu myndirnar: Björgvin Páll fékk rautt eftir samstuð við Bjarka Nú fer fram leikur Vals og þýska liðsins Lemgo um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta. Bjarki Már Elísson leikur með þýska liðinu, en hann fékk heldur óblíðar móttökur frá samherja sínum í íslenska landsliðinu. 21. september 2021 19:57
Enginn er annars hornabróðir í leik: Valdimar Gríms hellti sér yfir Bjarka Má Gamla Valshetjan Valdimar Grímsson lét Bjarka Má Elísson, leikmann Lemgo, heyra það eftir að Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald í leik liðanna á Hlíðarenda í gær. Lemgo vann leikinn með eins marks mun, 26-27. 22. september 2021 13:01
Snorri Steinn fékk rúmlega 150 þúsund króna sekt Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, fékk sekt fyrir framkomu sína eftir leikinn gegn Lemgo í Evrópudeildinni í síðustu viku. 27. september 2021 16:26