Ósáttur með hversu illa hefur gengið að koma liðinu á stórmót og vill reyna breyta því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 20:00 Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, býst við erfiðum leikjum. Vísir/Bára Dröfn Arnar Pétursson - þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta - segir muninn á árangri karla og kvenna landsliða Íslands of mikinn. Hann vill breyta því á komandi árum en Arnar er samningsbundinn HSÍ næstu þrjú árin. Íslenska kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í Stokkhólmi 7. október og Serbíu á Ásvöllum þremur dögum síðar. Arnar hefur skýr markmið í þeirri vinnu sem framundan er. „Það sem ég vill sjá og fá út úr þessum leikjum er að við getum tekið út úr þessu mjög góða kafla sem við getum síðan byggt ofan á áfram. Við þurfum aðeins að horfa til langstíma og þessir leikir verða kannski partur af því lærdómsferli sem við þurfum að fara í gegnum og við þurfum þá af því að læra af því og geta byggt ofan á því,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi. Óeðlilegur munur á milli liðanna „Við viljum gera það. Við viljum sjá breytingar og stíga skref fram á við. Okkur finnst við hafa verið of langt á eftir kvennamegin, það er ekkert leyndarmál. Ég get bara sagt það eins og það er.“ „Mér finnst mjög óeðlilegt að við séum – það er kvennaliðið – sé búið að fara á þrjú stórmót frá aldamótum á meðan strákarnir eru að fara á sitt 25. stórmót. Það þarf ekki að vera þessi munur og það er eitthvað óeðlilegt við þetta. Ég vil reyna breyta því, ég held að við og HSÍ séum að reyna stíga skref í þá átt.“ Getur „æfingakúltur“ á Íslandi spili sinn þátt í því? „Örugglega að einhverju leyti gerir það, þurfum kannski að vera hreinskilin með það. Fyrsta skrefið er kannski að átta sig á hvaða stað við erum, ef við erum að horfa á boltann eins og hann er að þróast í Evrópu þá höfum við á undanförnum árum verið að dragast aftur úr. Þetta er samspil ýmissa þátta. Getum gert betur í tækni og líkamlega þættinum. Þá erum við að horfa á styrk, snerpu og hraða. Það liggur eflaust að stórum hluta í þeim kúltúr sem við höfum verið að byggja upp og við þurfum bara að breyta honum.“ Klippa: Arnar telur komandi leiki vera hluti af lærdómsferli landsliðsins Um viðbótina í þjálfarateymið Arnari hefur boðist liðsstyrkur en ásamt Ágústi Jóhannssyni, aðstoðarþjálfara, koma hinar þrautreyndu Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir inn í teymið. „Ég er gríðarlega ánægður með að okkur skyldi hafa tekist að tala þær inn á þetta. Þær eru miklir sigurvegarar, sennilega fáar íþróttakonur hér heima sem hafa unnið jafn mikið og þær. Þær hafa tekið þátt í þessum þremur stórmótum sem liðið hefur unnið sér keppnisrétt á þessari öld og eru miklir karakterar og sigurvegarar. Það er frábært fyrir okkur að fá þær inn í teymið og frábært fyrir þær ungur stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í hópinn hjá okkur að hafa þær sem leiðbeinendur og fyrirmyndir. Ég fagna því bara að hafa náð þeim inn,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, að lokum. Hrafnhildur Ósk og Anna Úrsúla hafa unnið fleiri titla á ferlinum en eðlilegt er talið. Þær munu nú miðla reynslu sinni til leikmanna íslenska landsliðsins.Vísir/Sigurjón Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í Stokkhólmi 7. október og Serbíu á Ásvöllum þremur dögum síðar. Arnar hefur skýr markmið í þeirri vinnu sem framundan er. „Það sem ég vill sjá og fá út úr þessum leikjum er að við getum tekið út úr þessu mjög góða kafla sem við getum síðan byggt ofan á áfram. Við þurfum aðeins að horfa til langstíma og þessir leikir verða kannski partur af því lærdómsferli sem við þurfum að fara í gegnum og við þurfum þá af því að læra af því og geta byggt ofan á því,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi. Óeðlilegur munur á milli liðanna „Við viljum gera það. Við viljum sjá breytingar og stíga skref fram á við. Okkur finnst við hafa verið of langt á eftir kvennamegin, það er ekkert leyndarmál. Ég get bara sagt það eins og það er.“ „Mér finnst mjög óeðlilegt að við séum – það er kvennaliðið – sé búið að fara á þrjú stórmót frá aldamótum á meðan strákarnir eru að fara á sitt 25. stórmót. Það þarf ekki að vera þessi munur og það er eitthvað óeðlilegt við þetta. Ég vil reyna breyta því, ég held að við og HSÍ séum að reyna stíga skref í þá átt.“ Getur „æfingakúltur“ á Íslandi spili sinn þátt í því? „Örugglega að einhverju leyti gerir það, þurfum kannski að vera hreinskilin með það. Fyrsta skrefið er kannski að átta sig á hvaða stað við erum, ef við erum að horfa á boltann eins og hann er að þróast í Evrópu þá höfum við á undanförnum árum verið að dragast aftur úr. Þetta er samspil ýmissa þátta. Getum gert betur í tækni og líkamlega þættinum. Þá erum við að horfa á styrk, snerpu og hraða. Það liggur eflaust að stórum hluta í þeim kúltúr sem við höfum verið að byggja upp og við þurfum bara að breyta honum.“ Klippa: Arnar telur komandi leiki vera hluti af lærdómsferli landsliðsins Um viðbótina í þjálfarateymið Arnari hefur boðist liðsstyrkur en ásamt Ágústi Jóhannssyni, aðstoðarþjálfara, koma hinar þrautreyndu Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir inn í teymið. „Ég er gríðarlega ánægður með að okkur skyldi hafa tekist að tala þær inn á þetta. Þær eru miklir sigurvegarar, sennilega fáar íþróttakonur hér heima sem hafa unnið jafn mikið og þær. Þær hafa tekið þátt í þessum þremur stórmótum sem liðið hefur unnið sér keppnisrétt á þessari öld og eru miklir karakterar og sigurvegarar. Það er frábært fyrir okkur að fá þær inn í teymið og frábært fyrir þær ungur stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í hópinn hjá okkur að hafa þær sem leiðbeinendur og fyrirmyndir. Ég fagna því bara að hafa náð þeim inn,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, að lokum. Hrafnhildur Ósk og Anna Úrsúla hafa unnið fleiri titla á ferlinum en eðlilegt er talið. Þær munu nú miðla reynslu sinni til leikmanna íslenska landsliðsins.Vísir/Sigurjón
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira