Ekki staðfest að rétt hafi verið staðið að talningu í Norðvesturkjördæmi Eiður Þór Árnason skrifar 28. september 2021 18:24 Kristín Edwald formaður landskjörstjórnar ræddi við fréttamenn að fundi loknum. Vísir/Sigurjón Landskjörstjórn hefur ekki fengið staðfestingu frá yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað í kjördæminu hafi verið fullnægjandi. Þetta kom fram í bókun landskjörstjórnar sem Kristín Edwald formaður las upp að loknum fundi sem stóð í tæpar tvær klukkustundir. Landskjörstjórn hefur fengið greinargerðir yfirkjörstjórna um framkvæmd talningar og afrit fundargerða í öllum kjördæmum en óskað var eftir gögnunum eftir að mistök komu í ljós við talningu í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur verið greint frá því að notaðir kjörseðlar hafi ekki verið innsiglaðir að lokinni talningu, líkt og lög kveða á um. Kristín sagði að loknum fundi að í samræmi við 46. grein stjórnarskrárinnar væri það hlutverk alþingis að úrskurða um gildi alþingiskosninga og kjörgengi alþingismanna. Upplýsingaöflun væri nú lokið og landskjörstjórn myndi gera grein fyrir vinnu sinni á úthlutunarfundi þann 5. október. Kristín vildi að öðru leyti lítið tjá sig um niðurstöðu landskjörstjórnar. Það væri nú alþingis að taka afstöðu til málsins og úrskurða um lögmæti niðurstaðnanna. „Landskjörstjórn óskaði eftir staðfestingu frá yfirkjörstjórn um að meðferð og varðveisla kjörgagna hafi verið með með fullnægjandi hætti og sú staðfesting hefur ekki borist.“ Hafði mikil áhrif á jöfnunarsæti Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Kom breytingin af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi og fækkaði konum á nýju þingi. Landskjörstjórn óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá öllum yfirkjörstjórnum um framkvæmd flokkunar og talningu atkvæða, meðferð kjörgagna allt frá því að þau bárust yfirkjörstjórn og þar til talningu var lokið og hvernig boðun og upplýsingagjöf til umboðsmanna var háttað. Þá var kallað eftir afriti af öllum fundagerðum yfirkjörstjórna frá og með kjördegi. Óskað var eftir ítarlegri upplýsingum frá Norðvesturkjördæmi þar sem einnig var beðið um skýringar á því að niðurstöður hafi breyst í endurtalningu. Búið að kæra framkvæmd kosninganna í kjördæminu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, sagði í samtali við fréttastofu á sunnudag að atkvæði hafi ekki verið innsigluð eftir að talningu lauk og fram að endurtalningu. Skýrt er kveðið á um það í kosningalögum að innsigla eigi alla notaða kjörseðla þegar kjörstjórn lýkur talningu. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, kært framkvæmd kosninganna til lögreglu. Karl Gauti var á leið aftur á þing sem jöfnunarþingmaður í Suðvesturkjördæmi en missti sætið eftir endurtalninguna. Endurtalning fór fram í Suðurkjördæmi í gærkvöldi eftir að fimm framboð kölluðu eftir því vegna lítils atkvæðamunar. Sama niðurstaða fékkst úr tveimur endurtalningum og eru úrslitin í Suðurkjördæmi því óbreytt. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28. september 2021 17:11 Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25 „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
Þetta kom fram í bókun landskjörstjórnar sem Kristín Edwald formaður las upp að loknum fundi sem stóð í tæpar tvær klukkustundir. Landskjörstjórn hefur fengið greinargerðir yfirkjörstjórna um framkvæmd talningar og afrit fundargerða í öllum kjördæmum en óskað var eftir gögnunum eftir að mistök komu í ljós við talningu í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur verið greint frá því að notaðir kjörseðlar hafi ekki verið innsiglaðir að lokinni talningu, líkt og lög kveða á um. Kristín sagði að loknum fundi að í samræmi við 46. grein stjórnarskrárinnar væri það hlutverk alþingis að úrskurða um gildi alþingiskosninga og kjörgengi alþingismanna. Upplýsingaöflun væri nú lokið og landskjörstjórn myndi gera grein fyrir vinnu sinni á úthlutunarfundi þann 5. október. Kristín vildi að öðru leyti lítið tjá sig um niðurstöðu landskjörstjórnar. Það væri nú alþingis að taka afstöðu til málsins og úrskurða um lögmæti niðurstaðnanna. „Landskjörstjórn óskaði eftir staðfestingu frá yfirkjörstjórn um að meðferð og varðveisla kjörgagna hafi verið með með fullnægjandi hætti og sú staðfesting hefur ekki borist.“ Hafði mikil áhrif á jöfnunarsæti Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Kom breytingin af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi og fækkaði konum á nýju þingi. Landskjörstjórn óskaði í kjölfarið eftir upplýsingum frá öllum yfirkjörstjórnum um framkvæmd flokkunar og talningu atkvæða, meðferð kjörgagna allt frá því að þau bárust yfirkjörstjórn og þar til talningu var lokið og hvernig boðun og upplýsingagjöf til umboðsmanna var háttað. Þá var kallað eftir afriti af öllum fundagerðum yfirkjörstjórna frá og með kjördegi. Óskað var eftir ítarlegri upplýsingum frá Norðvesturkjördæmi þar sem einnig var beðið um skýringar á því að niðurstöður hafi breyst í endurtalningu. Búið að kæra framkvæmd kosninganna í kjördæminu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í kjördæminu, sagði í samtali við fréttastofu á sunnudag að atkvæði hafi ekki verið innsigluð eftir að talningu lauk og fram að endurtalningu. Skýrt er kveðið á um það í kosningalögum að innsigla eigi alla notaða kjörseðla þegar kjörstjórn lýkur talningu. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að kæra kosningarnar í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis og fara fram á svokallaða uppkosningu sem felur í sér að kosið yrði að nýju í Norðvesturkjördæmi. Þá hefur Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, kært framkvæmd kosninganna til lögreglu. Karl Gauti var á leið aftur á þing sem jöfnunarþingmaður í Suðvesturkjördæmi en missti sætið eftir endurtalninguna. Endurtalning fór fram í Suðurkjördæmi í gærkvöldi eftir að fimm framboð kölluðu eftir því vegna lítils atkvæðamunar. Sama niðurstaða fékkst úr tveimur endurtalningum og eru úrslitin í Suðurkjördæmi því óbreytt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28. september 2021 17:11 Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25 „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28. september 2021 17:11
Tengdadóttir hótelstjóra eyddi myndum af óinnsigluðum atkvæðum Tengdadóttir hótelstjóra Hótel Borgarness, þar sem atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin um helgina, birti mynd af kjörgögnum á Instagram þegar talningu var lokið og áður en endurtalning hófst. 28. september 2021 13:25
„Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08