Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. september 2021 10:27 Eftir endurtalninguna datt Karl Gauti út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en Bergþór Ólason fór inn sem jöfnunarmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi í staðinn. vísir/vilhelm Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. Karl Gauti staðfesti það við fréttastofu í gær að hann væri búinn að senda kæruna inn til lögreglu, sem hann telur besta til þess fallna að upplýsa um þá atburðarás sem fór fram í Norðvesturkjördæmi á sunnudaginn þegar ákveðið var að telja atkvæðin aftur. „Þar virðast atvik hafa verið með þeim hætti að til dæmis hafi atkvæðabunkarnir ekki verið innsiglaðir. Það þarf að upplýsa um það hvernig þetta var nákvæmlega geymt og ef það er minnsti möguleiki á því að einhver hafi getað nálgast þá, bara möguleiki, að þá eru þessir bunkar auðvitað handónýtir,“ segir Karl Gauti. „Og það er alveg sama hvað þú telur þá lengi. Þeir eru ónýtir.“ Hann segir að lögregla verði að upplýsa málið og leiða sannleikann í ljós. „Við getum ekki liðið það að bíða eftir yfirlýsingum frá hinum og þessum sem að þessu máli hafa komið. Lögregla þarf að upplýsa þetta á hlutlausan hátt,“ segir Karl Gauti. Ekki nokkur leið að styðjast við endurtalninguna „Síðan er það annað varðandi kosningar að talningar fara þannig fram að þú lýkur ekki talningu með útgáfu á lokatölum nema þú sért þess fullviss að allir séu sáttir við talninguna. Það þurfa sem sagt allir í kjörstjórninni að vera sáttir við talninguna og umboðsmenn lista líka. Og þegar allir eru orðnir sáttir, búið að telja að þá gefurðu út tölur sem eru lokatölur.“ Hann segir málið varða gríðarlega miklu fyrir lýðræðið í landinu. „Mér sýnist strax á þeim upplýsingum sem ég hef að umbúnaður kjörgagna var með þeim hætti greinilega að það er ekki nokkur leið að styðjast við endurtalninguna sem átti sér stað þarna hálfum sólarhring eftir að þeir gáfu út lokatölur. Mín skoðun er sú að það er að engu hafandi þær tölur sem komu út úr endurtalningunni vegna þess að atkvæðin voru geymd á þann hátt. Og þá verður að styðjast við lokatölurnar sem voru gefnar út þarna um átta um morguninn,“ segir Karl Gauti. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Þetta voru góðir níu tímar“ Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. 26. september 2021 19:47 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Karl Gauti staðfesti það við fréttastofu í gær að hann væri búinn að senda kæruna inn til lögreglu, sem hann telur besta til þess fallna að upplýsa um þá atburðarás sem fór fram í Norðvesturkjördæmi á sunnudaginn þegar ákveðið var að telja atkvæðin aftur. „Þar virðast atvik hafa verið með þeim hætti að til dæmis hafi atkvæðabunkarnir ekki verið innsiglaðir. Það þarf að upplýsa um það hvernig þetta var nákvæmlega geymt og ef það er minnsti möguleiki á því að einhver hafi getað nálgast þá, bara möguleiki, að þá eru þessir bunkar auðvitað handónýtir,“ segir Karl Gauti. „Og það er alveg sama hvað þú telur þá lengi. Þeir eru ónýtir.“ Hann segir að lögregla verði að upplýsa málið og leiða sannleikann í ljós. „Við getum ekki liðið það að bíða eftir yfirlýsingum frá hinum og þessum sem að þessu máli hafa komið. Lögregla þarf að upplýsa þetta á hlutlausan hátt,“ segir Karl Gauti. Ekki nokkur leið að styðjast við endurtalninguna „Síðan er það annað varðandi kosningar að talningar fara þannig fram að þú lýkur ekki talningu með útgáfu á lokatölum nema þú sért þess fullviss að allir séu sáttir við talninguna. Það þurfa sem sagt allir í kjörstjórninni að vera sáttir við talninguna og umboðsmenn lista líka. Og þegar allir eru orðnir sáttir, búið að telja að þá gefurðu út tölur sem eru lokatölur.“ Hann segir málið varða gríðarlega miklu fyrir lýðræðið í landinu. „Mér sýnist strax á þeim upplýsingum sem ég hef að umbúnaður kjörgagna var með þeim hætti greinilega að það er ekki nokkur leið að styðjast við endurtalninguna sem átti sér stað þarna hálfum sólarhring eftir að þeir gáfu út lokatölur. Mín skoðun er sú að það er að engu hafandi þær tölur sem komu út úr endurtalningunni vegna þess að atkvæðin voru geymd á þann hátt. Og þá verður að styðjast við lokatölurnar sem voru gefnar út þarna um átta um morguninn,“ segir Karl Gauti.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir „Þetta voru góðir níu tímar“ Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. 26. september 2021 19:47 Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23 Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09 Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
„Þetta voru góðir níu tímar“ Hljóðið var misgott í þeim sem fengu nú fyrir skemmstu þær fréttir að þeir væru dottnir út sem jöfnunarþingmenn flokka sinna eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Endurtalningin leiddi í ljós mistök í fyrri tölum sem urðu til þess að jöfnunarsæti í fimm kjördæmum breyttust. 26. september 2021 19:47
Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla og ber fyrir sig hefð Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að kjörgögn hafi ekki verið innsigluð að talningu lokinni. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í kjördæminu, segir trúverðugleika kosninganna engan og segir einu færu leiðina vera að kosið verði aftur í kjördæminu. 26. september 2021 21:23
Miklar breytingar á jöfnunarmönnum eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi Eftir endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi sem lauk nú síðdegis kom í ljós að atkvæði Viðreisnar höfðu verið oftalin um 9 og atkvæði Miðflokksins um 5. Þetta hrindir af stað mikilli hringekju við útdeilingu jöfnunarþingsæta. 26. september 2021 18:09
Telur eðlilegt að telja aftur í öllum kjördæmum Oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi segir slæmt að upplifa að traust á talningu atkvæða hafi rofnað. Hún ásamt fulltrúum þriggja annarra flokka hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í kjördæminu. 27. september 2021 13:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum