Ræða utanríkisráðherra á allsherjarþingi SÞ: Loftslagsmál, bóluefni og mannréttindi í forgrunni Þorgils Jónsson skrifar 27. september 2021 17:50 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti ávarp fyrir allsherjarþingi SÞ í dag. Aðgerðir í loftslagsmálum, jafnari dreifing bóluefna á heimsvísu og mikilvægi mannréttinda og alþjóðalaga voru efst á baugi í ræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í ræðu hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Allsherjarþingið ber keim af heimsfaraldursmálum og fer að þessu sinni fram sem blanda af fjarfundum og beinni þátttöku í höfuðstöðunum i New York. Guðlaugur Þór ávarpaði þingið af skjá síðdegis í dag á íslenskum tíma, þar sem hann hvatti til aukinnar samstöðu um áskoranir samtímans. Loftslagsbreytingar, yfirstandandi heimsfaraldur og vaxandi spenna í alþjóðsamskiptum gera kröfu um aukið traust og samstarf, ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Tryggja þyrfti jafnari dreifingu bóluefna og færa samfélög til meiri sjálfbærni í kjölfar heimsfaraldursins í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði brýnt að standa við Parísarsamkomulagið og reifaði áherslur og stefnu Íslands, bæði aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands og vaxandi stuðning við loftslagsaðgerðir í þróunarsamvinnu. Ísland væri tilbúið að vinna með öðrum ríkjum að orkuskiptum, sérstaklega í tengslum við nýtingu jarðhita. „Sem heimserindreki orkumála beitir Ísland sér á virkan hátt fyrir að markmiðum um sjálfbæra orku fyrir alla verði náð. Ísland hefur um áratuga skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum; með rannsóknum, uppfræðslu, miðlun reynslu og samvinnu. Nú ætlum við sem heimserindrekar að bæta enn frekar í,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá brýndi hann ríki til að stuðla að úrbótum í mannréttinda- og jafnréttismálum sem skiluðu sér í bættum samfélögum og aukinni velmegun, þar sem allir hefðu tækifæri til að leggja sitt af mörkum. „Ef við viljum stuðla að framþróun og umbótum, þá þurfum við að auka virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og jafnrétti, sem eru hornsteinar farsælla samfélaga. Fjárfestingar í umbótum, friði og mannréttindi eru á endanum hagkvæmari og bera meiri ávöxt en að fást við hryllilegar afleiðingar fátæktar, stríðsátaka og óréttlætis,“ sagði ráðherra í ræðunni. Guðlaugur Þór vék einnig að helstu átaka- og spennusvæðum heimsins og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála í Afganistan, sérstaklega aðför að réttindum kvenna og mannréttindabrotum. Að endingu lagði ráðherra áherslu á að ríki stæðu saman að því að efla og styrkja starf Sameinuðu þjóðanna til að gera þeim betur fært að takast á við tækifæri og áskoranir framtíðarinnar. „Með von og vilja að vopni, og með því að standa við sameiginlegar skuldbindingar okkar, getum við mætt áskorunum og staðið við fyrirheit stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna svo varðveita megi frið og tryggja mannréttindi og þróun. Framtíð okkar er undir,“ sagði hann að lokum. Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Allsherjarþingið ber keim af heimsfaraldursmálum og fer að þessu sinni fram sem blanda af fjarfundum og beinni þátttöku í höfuðstöðunum i New York. Guðlaugur Þór ávarpaði þingið af skjá síðdegis í dag á íslenskum tíma, þar sem hann hvatti til aukinnar samstöðu um áskoranir samtímans. Loftslagsbreytingar, yfirstandandi heimsfaraldur og vaxandi spenna í alþjóðsamskiptum gera kröfu um aukið traust og samstarf, ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Tryggja þyrfti jafnari dreifingu bóluefna og færa samfélög til meiri sjálfbærni í kjölfar heimsfaraldursins í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði brýnt að standa við Parísarsamkomulagið og reifaði áherslur og stefnu Íslands, bæði aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands og vaxandi stuðning við loftslagsaðgerðir í þróunarsamvinnu. Ísland væri tilbúið að vinna með öðrum ríkjum að orkuskiptum, sérstaklega í tengslum við nýtingu jarðhita. „Sem heimserindreki orkumála beitir Ísland sér á virkan hátt fyrir að markmiðum um sjálfbæra orku fyrir alla verði náð. Ísland hefur um áratuga skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum; með rannsóknum, uppfræðslu, miðlun reynslu og samvinnu. Nú ætlum við sem heimserindrekar að bæta enn frekar í,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá brýndi hann ríki til að stuðla að úrbótum í mannréttinda- og jafnréttismálum sem skiluðu sér í bættum samfélögum og aukinni velmegun, þar sem allir hefðu tækifæri til að leggja sitt af mörkum. „Ef við viljum stuðla að framþróun og umbótum, þá þurfum við að auka virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og jafnrétti, sem eru hornsteinar farsælla samfélaga. Fjárfestingar í umbótum, friði og mannréttindi eru á endanum hagkvæmari og bera meiri ávöxt en að fást við hryllilegar afleiðingar fátæktar, stríðsátaka og óréttlætis,“ sagði ráðherra í ræðunni. Guðlaugur Þór vék einnig að helstu átaka- og spennusvæðum heimsins og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála í Afganistan, sérstaklega aðför að réttindum kvenna og mannréttindabrotum. Að endingu lagði ráðherra áherslu á að ríki stæðu saman að því að efla og styrkja starf Sameinuðu þjóðanna til að gera þeim betur fært að takast á við tækifæri og áskoranir framtíðarinnar. „Með von og vilja að vopni, og með því að standa við sameiginlegar skuldbindingar okkar, getum við mætt áskorunum og staðið við fyrirheit stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna svo varðveita megi frið og tryggja mannréttindi og þróun. Framtíð okkar er undir,“ sagði hann að lokum.
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira