„Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. september 2021 22:02 Helga Vala Helgadóttir segir málið mjög alvarlegt. Vísir/Elín Guðmunds Helga Vala Helgadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, setti fram færslu á Twitter í kvöld með fullyrðingunni: „Það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum". Hún kveðst hafa komist að þessum sannleik í kosningaeftirliti sínu í Hvíta-Rússlandi fyrir nokkrum árum. Innt eftir skýringum á því hvort hún sé að rengja niðurstöður kosninganna hér á Íslandi eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi segir hún færsluna hafa verið setta fram meira í gríni en alvöru. „Ég er að segja þetta með góðlátlegu gríni en þó með alvarlegum undirtón. Við verðum auðvitað að vanda okkur við þetta fyrirkomulag okkar og það er skrýtið ef það er rétt sem er að koma fram að atkvæði hafi verið skilin eftir óinnsigluð og undir engu eftirliti áður en endurtalningin fór fram,“ segir hún. Fór einu sinni í kosningaeftirlit til Hvíta Rússlands. Þá staðfestist að það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum....— Helga Vala Helgadóttir 🔴 (@Helgavalan) September 26, 2021 Helga Vala bætist þannig í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt endurtalninguna en eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þingmanna til í öllum kjördæmum nema einu og var þingmannamyndin allt í einu orðin allt önnur núna rétt fyrir kvöldmat heldur en var í morgun þegar meintar lokatölur höfðu verið staðfestar. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur farið fram á að kosningin verði endurtekin í kjördæminu og þá hafa bæði Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í sama kjördæmi, og Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi gagnrýnt málið í heild sinni og dregið trúverðugleika endurtalningarinnar í efa. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira
Innt eftir skýringum á því hvort hún sé að rengja niðurstöður kosninganna hér á Íslandi eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi segir hún færsluna hafa verið setta fram meira í gríni en alvöru. „Ég er að segja þetta með góðlátlegu gríni en þó með alvarlegum undirtón. Við verðum auðvitað að vanda okkur við þetta fyrirkomulag okkar og það er skrýtið ef það er rétt sem er að koma fram að atkvæði hafi verið skilin eftir óinnsigluð og undir engu eftirliti áður en endurtalningin fór fram,“ segir hún. Fór einu sinni í kosningaeftirlit til Hvíta Rússlands. Þá staðfestist að það er ekki kosningin sem skiptir máli heldur hvernig talið er upp úr kössunum....— Helga Vala Helgadóttir 🔴 (@Helgavalan) September 26, 2021 Helga Vala bætist þannig í hóp þeirra sem hafa gagnrýnt endurtalninguna en eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þingmanna til í öllum kjördæmum nema einu og var þingmannamyndin allt í einu orðin allt önnur núna rétt fyrir kvöldmat heldur en var í morgun þegar meintar lokatölur höfðu verið staðfestar. Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, hefur farið fram á að kosningin verði endurtekin í kjördæminu og þá hafa bæði Guðmundur Gunnarsson, oddviti Viðreisnar í sama kjördæmi, og Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi gagnrýnt málið í heild sinni og dregið trúverðugleika endurtalningarinnar í efa.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Sjá meira