Með eitt skot í byssunni og ætlar að nýta það vel Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. september 2021 19:07 Tómas A. Tómasson, nýr þingmaður Flokks fólksins. vísir/Egill Fjöldi nýrra þingmanna tekur sæti á Alþingi í haust. Meðal þeirra er Tómas A. Tómasson, sem hefur verið kenndur við Búlluna, og kemur nýr inn á þing fyrir Flokk fólksins. Tómas verður elsti þingmaður Alþingis og segist stoltur af því. „Það er svolítill húmor í því að það er verið að segja fólki að hætta að vinna sjötugt hjá hinu opinbera. Svo er ég ráðinn núna 72 ára í fjögurra ára vinnu. Það þarf eitthvað að breyta þessu sysetemi,“ segir Tómas. Hann segir gamlan draum vera að rætast. „Ég er búinn að ganga um með þetta í maganum síðan 1978 og ég hef alltaf verið að bíða eftir rétta augnablikinu og núna er það komið. Ég er orðinn 72 ára og bara með eitt skot í byssunni og ætla að nota það vel. Miða vel.“ Hverju munt þú beita þér fyrir? „Ég er eldri borgari og einn úr hópi þeirra. Ég ætla að berjast eins og ljón í búri við að hjálpa eldri borgurum sem þurfa á því að halda og öðrum líka, eins og einstæðum foreldrum. Móðir mín var einstætt foreldri allt sitt líf og saup dauðann úr skel ef ég get orðað það svoleiðis. Þannig ég skil vel vanda einstæðra foreldra sem ég vil gjarnan aðstoða.“ Tómas segist ekki hafa stigið fæti inn fyrir dyr Alþingis og er spenntur fyrir því.vísir/Vilhelm Hverju í þingstörfunum ertu spenntastur fyrir? „Ég ákvað það þegar ég ákvað að fara á þing fyrir um fjörutíu árum síðan að ég myndi ekki stíga fæti inn fyrir Alþingishúsið fyrr en ég væri kosinn. Þannig ég hef ekki hugmynd um raunverulega annað en það sem ég sé í sjónvarpinu frá þingstörfum. En ég sé að menn eru alltaf huggulega klæddir og ég er alltaf í bol. Þannig ég þarf að kaupa mér jakka,“ segir Tómas léttur í bragði. „Mér skilst að það sé þingfólksskóli sem við nýju þingmennirnir þurfum að ganga í gegnum. Ég er bara mjög áhugasamur um þá reynslu.“ Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það er svolítill húmor í því að það er verið að segja fólki að hætta að vinna sjötugt hjá hinu opinbera. Svo er ég ráðinn núna 72 ára í fjögurra ára vinnu. Það þarf eitthvað að breyta þessu sysetemi,“ segir Tómas. Hann segir gamlan draum vera að rætast. „Ég er búinn að ganga um með þetta í maganum síðan 1978 og ég hef alltaf verið að bíða eftir rétta augnablikinu og núna er það komið. Ég er orðinn 72 ára og bara með eitt skot í byssunni og ætla að nota það vel. Miða vel.“ Hverju munt þú beita þér fyrir? „Ég er eldri borgari og einn úr hópi þeirra. Ég ætla að berjast eins og ljón í búri við að hjálpa eldri borgurum sem þurfa á því að halda og öðrum líka, eins og einstæðum foreldrum. Móðir mín var einstætt foreldri allt sitt líf og saup dauðann úr skel ef ég get orðað það svoleiðis. Þannig ég skil vel vanda einstæðra foreldra sem ég vil gjarnan aðstoða.“ Tómas segist ekki hafa stigið fæti inn fyrir dyr Alþingis og er spenntur fyrir því.vísir/Vilhelm Hverju í þingstörfunum ertu spenntastur fyrir? „Ég ákvað það þegar ég ákvað að fara á þing fyrir um fjörutíu árum síðan að ég myndi ekki stíga fæti inn fyrir Alþingishúsið fyrr en ég væri kosinn. Þannig ég hef ekki hugmynd um raunverulega annað en það sem ég sé í sjónvarpinu frá þingstörfum. En ég sé að menn eru alltaf huggulega klæddir og ég er alltaf í bol. Þannig ég þarf að kaupa mér jakka,“ segir Tómas léttur í bragði. „Mér skilst að það sé þingfólksskóli sem við nýju þingmennirnir þurfum að ganga í gegnum. Ég er bara mjög áhugasamur um þá reynslu.“
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira