Með eitt skot í byssunni og ætlar að nýta það vel Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. september 2021 19:07 Tómas A. Tómasson, nýr þingmaður Flokks fólksins. vísir/Egill Fjöldi nýrra þingmanna tekur sæti á Alþingi í haust. Meðal þeirra er Tómas A. Tómasson, sem hefur verið kenndur við Búlluna, og kemur nýr inn á þing fyrir Flokk fólksins. Tómas verður elsti þingmaður Alþingis og segist stoltur af því. „Það er svolítill húmor í því að það er verið að segja fólki að hætta að vinna sjötugt hjá hinu opinbera. Svo er ég ráðinn núna 72 ára í fjögurra ára vinnu. Það þarf eitthvað að breyta þessu sysetemi,“ segir Tómas. Hann segir gamlan draum vera að rætast. „Ég er búinn að ganga um með þetta í maganum síðan 1978 og ég hef alltaf verið að bíða eftir rétta augnablikinu og núna er það komið. Ég er orðinn 72 ára og bara með eitt skot í byssunni og ætla að nota það vel. Miða vel.“ Hverju munt þú beita þér fyrir? „Ég er eldri borgari og einn úr hópi þeirra. Ég ætla að berjast eins og ljón í búri við að hjálpa eldri borgurum sem þurfa á því að halda og öðrum líka, eins og einstæðum foreldrum. Móðir mín var einstætt foreldri allt sitt líf og saup dauðann úr skel ef ég get orðað það svoleiðis. Þannig ég skil vel vanda einstæðra foreldra sem ég vil gjarnan aðstoða.“ Tómas segist ekki hafa stigið fæti inn fyrir dyr Alþingis og er spenntur fyrir því.vísir/Vilhelm Hverju í þingstörfunum ertu spenntastur fyrir? „Ég ákvað það þegar ég ákvað að fara á þing fyrir um fjörutíu árum síðan að ég myndi ekki stíga fæti inn fyrir Alþingishúsið fyrr en ég væri kosinn. Þannig ég hef ekki hugmynd um raunverulega annað en það sem ég sé í sjónvarpinu frá þingstörfum. En ég sé að menn eru alltaf huggulega klæddir og ég er alltaf í bol. Þannig ég þarf að kaupa mér jakka,“ segir Tómas léttur í bragði. „Mér skilst að það sé þingfólksskóli sem við nýju þingmennirnir þurfum að ganga í gegnum. Ég er bara mjög áhugasamur um þá reynslu.“ Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
„Það er svolítill húmor í því að það er verið að segja fólki að hætta að vinna sjötugt hjá hinu opinbera. Svo er ég ráðinn núna 72 ára í fjögurra ára vinnu. Það þarf eitthvað að breyta þessu sysetemi,“ segir Tómas. Hann segir gamlan draum vera að rætast. „Ég er búinn að ganga um með þetta í maganum síðan 1978 og ég hef alltaf verið að bíða eftir rétta augnablikinu og núna er það komið. Ég er orðinn 72 ára og bara með eitt skot í byssunni og ætla að nota það vel. Miða vel.“ Hverju munt þú beita þér fyrir? „Ég er eldri borgari og einn úr hópi þeirra. Ég ætla að berjast eins og ljón í búri við að hjálpa eldri borgurum sem þurfa á því að halda og öðrum líka, eins og einstæðum foreldrum. Móðir mín var einstætt foreldri allt sitt líf og saup dauðann úr skel ef ég get orðað það svoleiðis. Þannig ég skil vel vanda einstæðra foreldra sem ég vil gjarnan aðstoða.“ Tómas segist ekki hafa stigið fæti inn fyrir dyr Alþingis og er spenntur fyrir því.vísir/Vilhelm Hverju í þingstörfunum ertu spenntastur fyrir? „Ég ákvað það þegar ég ákvað að fara á þing fyrir um fjörutíu árum síðan að ég myndi ekki stíga fæti inn fyrir Alþingishúsið fyrr en ég væri kosinn. Þannig ég hef ekki hugmynd um raunverulega annað en það sem ég sé í sjónvarpinu frá þingstörfum. En ég sé að menn eru alltaf huggulega klæddir og ég er alltaf í bol. Þannig ég þarf að kaupa mér jakka,“ segir Tómas léttur í bragði. „Mér skilst að það sé þingfólksskóli sem við nýju þingmennirnir þurfum að ganga í gegnum. Ég er bara mjög áhugasamur um þá reynslu.“
Flokkur fólksins Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira