Veður

Gular veður­við­varanir norð­vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðarfjarðarsvæðinu, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra.
Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðarfjarðarsvæðinu, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra. veður

Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Breiðarfjarðarsvæðinu, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðan hríðar.

Viðvörunin tók gildi klukkan 14 á Vestfjörðum og gildir til klukkan 16 á morgun. 

Í Breiðafirði tekur viðvörunin gildi klukkan 19 og gildir til 16 á morgun. Á Ströndum og Norðurlandi vestra tekur viðvörunin gildi klukkan 19 í kvöld og gildir til klukkan sex í fyrramálið.

Spáð er norðan og norðaustan fimmtán til 23 metrum á sekúndu. „Snjókoma eða slydda, jafnvel talsverð með köflum. Erfið aksturssskilyrði og versnandi færð, sér í lagi á fjallvegum,“ segir á vef Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×