Hinn sívaxandi ójöfnuður Víkingur Hauksson skrifar 26. september 2021 14:01 Það fer ekki framhjá neinum að í heiminum í dag ríkir mikill ójöfnuður. Raunverulega ástæðan fyrir honum virðist þó fara framhjá flestum. Hefurðu leitt hugann að því hvað orsakaði hann? Hvers vegna hann er sívaxandi? Hvers vegna auður þeirra ríku hefur aukist í miðjum heimsfaraldri? Í dag hefurðu heppnina með þér, því ég ætla nefnilega að segja þér lítið leyndarmál. Ástæðan er ekki sú að þeir ríku séu klárari eða duglegri en aðrir, síður en svo. Við þurfum að hugsa stærra og sjá heiminn úr meiri fjarlægð til þess að átta okkur á raunverulegu ástæðunni; núverandi peningakerfi. Skoðaðu þessa mynd hér að neðan vel. Þessi mynd sýnir á svörtu og hvítu hvenær ójöfnuður heimsins byrjaði að aukast. Myndin er frá Bandaríkjunum en sömu sögu er að segja á heimsvísu, því allar þjóðir eru með eins uppsett peningakerfi. Fram að þessum tímapunkti árið 1971 hafði gull verið akkeri alheims peningakerfisins. Það er að segja, dollarinn var tengdur við gull og flestir aðrir gjaldmiðlar heims voru tengdir við dollarann, og því var peningamagn í umferð á heimsvísu takmarkað við magn gulls. Þegar Nixon braut þessa tengingu við gull voru því ekki lengur nein takmörk á peningamagni í umferð og þjóðir heims byrjuðu að auka það eins og þeim sýndist. Hérna erum við komin að rót vandans því síðan þá hafa seðlabankar heimsins í auknum mæli búið til peninga úr þunnu lofti. Bankar, stórfyrirtæki og þeir ríku græða á því vegna þess að það eru hópar sem hafa fyrstir sem og bestan aðgang að nýprentuðu peningunum. Þeir vita að peningurinn missir með tímanum virði sitt svo þeir nota hann í að kaupa alls kyns eignir, og ýta þar af leiðandi undir miklar verðhækkanir á tilheyrandi eignaflokkum. Þeir fátæku tapa hinsvegar vegna þess að þegar peningurinn berst loks niður til þeirra, þá hafa eignir sem og flestar vörur hagkerfisins nú þegar hækkað í verði. Þetta festir þá sem minna mega sín í hamstrahjóli án útgönguleiðar. Þeir hafa enga leið til almennilegrar verðmætaaukningar vegna þess að peningurinn sem þeir neyðast til að nota til að geyma launin sín missir stöðugt virði sitt. Fátækasta fólk heims er því fast í sama fari á meðan að þeir ríku verða sífellt ríkari vegna þess að eignir þeirra eru sífellt að hækka í nýprentuðum peningum talið (“Cantillon effect”). Seðlabankar heimsins hafa skapað gallað peningarkerfi byggt á skuldum, og eiga nú engra kosta völ en að halda áfram að prenta sífellt meiri pening til að minnka þannig skuldabyrði síðustu áratuga og halda sístækkandi skuldaboltanum á lofti (sjá hér). Það að reyna að laga ójöfnuð heimsins án þess að laga rót vandans er eins og að reyna að fjarlægja tré með því að tína eitt og eitt laufblað af í stað þess að höggva á stofninn. Ímyndaðu þér hversu mikið framleiðslugeta heimsins mun aukast þegar allir eiga möguleika á síaukandi verðmætasköpun, ekki bara ríkari helmingurinn. Sem betur fer höfum við nú dreifstýrt peningakerfi í endanlegu magni sem hefur ekki þá galla gulls sem urðu til þess að við enduðum með núverandi peningakerfi til að byrja með. Það mun bjarga okkur frá þessum sirkus og byggja sanngjarnari heim. Sú vitneskja tekur bara tíma að dreifast víðar. Höfundur er sjálfstæður fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heilbrigðismál í aðdraganda kosninga Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Raforkuöryggi almennings ekki tryggt Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Það fer ekki framhjá neinum að í heiminum í dag ríkir mikill ójöfnuður. Raunverulega ástæðan fyrir honum virðist þó fara framhjá flestum. Hefurðu leitt hugann að því hvað orsakaði hann? Hvers vegna hann er sívaxandi? Hvers vegna auður þeirra ríku hefur aukist í miðjum heimsfaraldri? Í dag hefurðu heppnina með þér, því ég ætla nefnilega að segja þér lítið leyndarmál. Ástæðan er ekki sú að þeir ríku séu klárari eða duglegri en aðrir, síður en svo. Við þurfum að hugsa stærra og sjá heiminn úr meiri fjarlægð til þess að átta okkur á raunverulegu ástæðunni; núverandi peningakerfi. Skoðaðu þessa mynd hér að neðan vel. Þessi mynd sýnir á svörtu og hvítu hvenær ójöfnuður heimsins byrjaði að aukast. Myndin er frá Bandaríkjunum en sömu sögu er að segja á heimsvísu, því allar þjóðir eru með eins uppsett peningakerfi. Fram að þessum tímapunkti árið 1971 hafði gull verið akkeri alheims peningakerfisins. Það er að segja, dollarinn var tengdur við gull og flestir aðrir gjaldmiðlar heims voru tengdir við dollarann, og því var peningamagn í umferð á heimsvísu takmarkað við magn gulls. Þegar Nixon braut þessa tengingu við gull voru því ekki lengur nein takmörk á peningamagni í umferð og þjóðir heims byrjuðu að auka það eins og þeim sýndist. Hérna erum við komin að rót vandans því síðan þá hafa seðlabankar heimsins í auknum mæli búið til peninga úr þunnu lofti. Bankar, stórfyrirtæki og þeir ríku græða á því vegna þess að það eru hópar sem hafa fyrstir sem og bestan aðgang að nýprentuðu peningunum. Þeir vita að peningurinn missir með tímanum virði sitt svo þeir nota hann í að kaupa alls kyns eignir, og ýta þar af leiðandi undir miklar verðhækkanir á tilheyrandi eignaflokkum. Þeir fátæku tapa hinsvegar vegna þess að þegar peningurinn berst loks niður til þeirra, þá hafa eignir sem og flestar vörur hagkerfisins nú þegar hækkað í verði. Þetta festir þá sem minna mega sín í hamstrahjóli án útgönguleiðar. Þeir hafa enga leið til almennilegrar verðmætaaukningar vegna þess að peningurinn sem þeir neyðast til að nota til að geyma launin sín missir stöðugt virði sitt. Fátækasta fólk heims er því fast í sama fari á meðan að þeir ríku verða sífellt ríkari vegna þess að eignir þeirra eru sífellt að hækka í nýprentuðum peningum talið (“Cantillon effect”). Seðlabankar heimsins hafa skapað gallað peningarkerfi byggt á skuldum, og eiga nú engra kosta völ en að halda áfram að prenta sífellt meiri pening til að minnka þannig skuldabyrði síðustu áratuga og halda sístækkandi skuldaboltanum á lofti (sjá hér). Það að reyna að laga ójöfnuð heimsins án þess að laga rót vandans er eins og að reyna að fjarlægja tré með því að tína eitt og eitt laufblað af í stað þess að höggva á stofninn. Ímyndaðu þér hversu mikið framleiðslugeta heimsins mun aukast þegar allir eiga möguleika á síaukandi verðmætasköpun, ekki bara ríkari helmingurinn. Sem betur fer höfum við nú dreifstýrt peningakerfi í endanlegu magni sem hefur ekki þá galla gulls sem urðu til þess að við enduðum með núverandi peningakerfi til að byrja með. Það mun bjarga okkur frá þessum sirkus og byggja sanngjarnari heim. Sú vitneskja tekur bara tíma að dreifast víðar. Höfundur er sjálfstæður fjárfestir.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun