Rakel Dögg: „Vondi kaflinn okkar er alveg hrikalega slæmur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. september 2021 19:59 Pepsi deild karla vetur 2021 fótbolti KSÍ Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, var sátt með margt í leik síns liðs í dag en segir vonda kaflann í seinni hálfleik einfaldelga hafa kostað þær leikinn. „Kaflaskiptur leikur er svo sem alveg rétt, mér fannst við ekki alveg ná nógu góðri frammistöðu. Vondi kaflinn okkar er alveg hrikalega slæmur og við komum okkur í mjög erfiða stöðu sem er frekar fúlt. Mér fannst við framan af spila vel og fyrri hálfleikur fínn en gerum samt aðeins of mikið af bæði tæknifeilum og fókusfeilum. Eins marks tap allt í góðu þannig en samt bara staðan sem við vorum búin að koma okkur í er ekki alveg nógu góð.” KA/Þór breytir stöðunni úr 16-14 í 21-14 á örfáum mínútum í seinni hálfleik og segir Rakel að þar hafi leikurinn bara farið. „Jú hann fer bara þar, við dettum í smá svona rasmus sóknarlega, erum að dripla mikið, taka óskynsamlegar ákvarðanir, sendingar sem eru bara agaleysi þannig og refsað í bakið sem við vitum alveg að má búast við á móti KA/Þór. Því miður fer svolítið leikurinn þarna.” Þjálfarateymi Stjörnunnar virist ekki alltaf sátt við störf dómara leiksins og kölluðu þónokkrum sinnum eftir að skref, lína og fleira væri dæmd á KA/Þór en fengu ekki. Rakel segir þó leikinn alls ekki hafa tapast á dómgæslu. „Maður er aldrei 100% ánægður eða sammála öllum dómum, það er bara það sem fylgir handbolta og ég held að það sé ekkert hægt að setja út á það, þeir stóðu sig bara fínt, við töpuðum þessu ekki á dómgæslu hérna.” Stjarnan mætti Fram í Safamýri í fyrstu umfeð og nú í dag ríkjandi Íslandsmeisturum fyrir norðan. Rakel segir það ekki óeðlilegt að liðið sé án stiga og sér margt gott í leik liðsins. „Við byrjum auðvitað á gríðarlega erfiðu prógrami á móti Íslandsmeistara kandídötum og síðan á móti ríkjandi Íslandsmeisturum og þar af báðir leikir á útivelli. Fyrirfram hefði ekkert komið mikið á óvart að við séum ekki komin með stig. Ég er samt ánægð með rosalega margt úr báðum þessum leikjum, mér finnst við vera sýna framfarir, auðvitað eins og ég segi skítlélegur kafli hér og við töpum líka svona kafla á móti Fram. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að fókusa svolítið á og stytta þessa kafla og ekki hafa þá svona svakalega lélega.” Darija Zecevic og Tinna Húnbjörg stóðu pliktina vel í markinu vörðu samanlagt 22 skot. Það má því að segja að varnarleikurinn hafi ekki verið nægilega góður þar sem að KA/Þór sigrar leikinn en eru á móti að verja 10 færri skot. „Þær voru báðar flottar. Darija var flott og svo dettur hún aðeins niður og Tinna kom inn og var bara frábær en varnarleikurinn var ekki alveg nógu góður, við vorum með aðeins of mikið bil á milli manna og þurfum aðeins að skoða það”, sagði Rakel að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
„Kaflaskiptur leikur er svo sem alveg rétt, mér fannst við ekki alveg ná nógu góðri frammistöðu. Vondi kaflinn okkar er alveg hrikalega slæmur og við komum okkur í mjög erfiða stöðu sem er frekar fúlt. Mér fannst við framan af spila vel og fyrri hálfleikur fínn en gerum samt aðeins of mikið af bæði tæknifeilum og fókusfeilum. Eins marks tap allt í góðu þannig en samt bara staðan sem við vorum búin að koma okkur í er ekki alveg nógu góð.” KA/Þór breytir stöðunni úr 16-14 í 21-14 á örfáum mínútum í seinni hálfleik og segir Rakel að þar hafi leikurinn bara farið. „Jú hann fer bara þar, við dettum í smá svona rasmus sóknarlega, erum að dripla mikið, taka óskynsamlegar ákvarðanir, sendingar sem eru bara agaleysi þannig og refsað í bakið sem við vitum alveg að má búast við á móti KA/Þór. Því miður fer svolítið leikurinn þarna.” Þjálfarateymi Stjörnunnar virist ekki alltaf sátt við störf dómara leiksins og kölluðu þónokkrum sinnum eftir að skref, lína og fleira væri dæmd á KA/Þór en fengu ekki. Rakel segir þó leikinn alls ekki hafa tapast á dómgæslu. „Maður er aldrei 100% ánægður eða sammála öllum dómum, það er bara það sem fylgir handbolta og ég held að það sé ekkert hægt að setja út á það, þeir stóðu sig bara fínt, við töpuðum þessu ekki á dómgæslu hérna.” Stjarnan mætti Fram í Safamýri í fyrstu umfeð og nú í dag ríkjandi Íslandsmeisturum fyrir norðan. Rakel segir það ekki óeðlilegt að liðið sé án stiga og sér margt gott í leik liðsins. „Við byrjum auðvitað á gríðarlega erfiðu prógrami á móti Íslandsmeistara kandídötum og síðan á móti ríkjandi Íslandsmeisturum og þar af báðir leikir á útivelli. Fyrirfram hefði ekkert komið mikið á óvart að við séum ekki komin með stig. Ég er samt ánægð með rosalega margt úr báðum þessum leikjum, mér finnst við vera sýna framfarir, auðvitað eins og ég segi skítlélegur kafli hér og við töpum líka svona kafla á móti Fram. Þetta er bara verkefni sem við þurfum að fókusa svolítið á og stytta þessa kafla og ekki hafa þá svona svakalega lélega.” Darija Zecevic og Tinna Húnbjörg stóðu pliktina vel í markinu vörðu samanlagt 22 skot. Það má því að segja að varnarleikurinn hafi ekki verið nægilega góður þar sem að KA/Þór sigrar leikinn en eru á móti að verja 10 færri skot. „Þær voru báðar flottar. Darija var flott og svo dettur hún aðeins niður og Tinna kom inn og var bara frábær en varnarleikurinn var ekki alveg nógu góður, við vorum með aðeins of mikið bil á milli manna og þurfum aðeins að skoða það”, sagði Rakel að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn