Ólíkar ríkisstjórnir í boði Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2021 15:29 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á kjörstað á Akureyri. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vonast til þess að ríkisstjórnin falli og ný stjórn jafnaðarmanna verði mynduð. Hann segir kvöldið leggjast ágætlega í sig. Veðurspáin fyrir kjördag leit ekki vel út fyrr í vikunni og Logi taldi ekki víst að hann kæmist norður á land. Því kaus hann utan kjörfundar fyrr í vikunni. Það rættist þó ekki úr veðurspám og Logi dreif sig norður þar sem hann greiddi aftur atkvæði í morgun. „Það var tilvalið að kjósa aftur, því mér finnst alltaf dálítið hátíðlegt að mæta á staðinn,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu. „Þetta er bara eins og dagurinn er búinn að vera hjá mér frá því ég var átján ára. Ég klæði mig upp, fer og kýs og heimsæki svo minn flokk í kosningakaffi.“ Sjá einnig: Logi Einarsson búinn að greiða atkvæði Undir kvöld mun Logi stíga um borð í flugvél og fljúga aftur til Reykjavíkur. Þar verður hann með sínu fólki. Logi segir kvöldið leggjast ágætlega í sig. Hann segir meðlimi Samfylkingarinnar hafa gert eins og þau geta til að koma þeirra boðskap á framfæri og núna sé að sjá hvort það dugi til. „Ég er svona hóflega bjartsýnn. Mér fannst vera meðbyr með okkur. Auðvitað veit maður aldrei, þannig að nú er lítið annað að gera en að treysta á það að einhver innistæða sé fyrir þessu.“ Þá segir Logi að honum þyki kosningarnar spennandi. Það séu skírar línur. „Annaðhvort verður áframhaldandi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eða ný stjórn með jafnaðarmönnum. Það verða töluvert ólíkar stjórnir.“ Logi segir hans helstu ósk að ríkisstjórnin falli, svo hægt verði að mynda nýja ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Akureyri Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Veðurspáin fyrir kjördag leit ekki vel út fyrr í vikunni og Logi taldi ekki víst að hann kæmist norður á land. Því kaus hann utan kjörfundar fyrr í vikunni. Það rættist þó ekki úr veðurspám og Logi dreif sig norður þar sem hann greiddi aftur atkvæði í morgun. „Það var tilvalið að kjósa aftur, því mér finnst alltaf dálítið hátíðlegt að mæta á staðinn,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu. „Þetta er bara eins og dagurinn er búinn að vera hjá mér frá því ég var átján ára. Ég klæði mig upp, fer og kýs og heimsæki svo minn flokk í kosningakaffi.“ Sjá einnig: Logi Einarsson búinn að greiða atkvæði Undir kvöld mun Logi stíga um borð í flugvél og fljúga aftur til Reykjavíkur. Þar verður hann með sínu fólki. Logi segir kvöldið leggjast ágætlega í sig. Hann segir meðlimi Samfylkingarinnar hafa gert eins og þau geta til að koma þeirra boðskap á framfæri og núna sé að sjá hvort það dugi til. „Ég er svona hóflega bjartsýnn. Mér fannst vera meðbyr með okkur. Auðvitað veit maður aldrei, þannig að nú er lítið annað að gera en að treysta á það að einhver innistæða sé fyrir þessu.“ Þá segir Logi að honum þyki kosningarnar spennandi. Það séu skírar línur. „Annaðhvort verður áframhaldandi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eða ný stjórn með jafnaðarmönnum. Það verða töluvert ólíkar stjórnir.“ Logi segir hans helstu ósk að ríkisstjórnin falli, svo hægt verði að mynda nýja ríkisstjórn frá miðju til vinstri.
Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Akureyri Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira