Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 22:01 Formenn allra flokkanna, sem tóku þátt í leiðtogakappræðum RÚV í kvöld, voru sammála um að kynjafræði eigi að vera kennd í framhaldsskólum sem skyldufag. Vísir/Vilhelm Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. Þrátt fyrir að vera sammála um fátt þá var einn hlutur sem allir gátu sammælst um: að kynjafræði skuli kennd í skólum. „Menntamálin voru mikið nefnd hérna, einhverjir komu inn á kynferðisbrotamál og MeToo bylgjan hún einmitt reis upp á þessu kjörtímabili og afhjúpaði mjög alvarlegt kynjamisrétti í flestum kimum samfélagsins. Í framhaldinu hefur komið ákall, meðal annars frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema um að kynjafræði verði skyldufag í öllum framhaldsskólum,“ sögðu þularnir og gengu svo á línuna. Hvað segðu formennirnir: Já, eða nei? Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, byrjaði og sagði það skynsamlegt. „Já, ekki spurning, við lögðum einmitt fram tillögu þess efnis. Jón Steindór Valdimarsson hefur lagt áherslu á þetta í þinginu. Það er ekki spurning,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir og sagðist telja að kynjafræði hlyti að eiga að vera hluti af einhvers konar lífsleikni. „Mér finnst að kynjafræðin hljóti að vera hluti af lífsleikni í einhverju víðara samhengi. Ef sá vinkill er ekki með í lífsleikniáföngum þá skortir mikið upp á.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist hjartanlega sammála og Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins, sagði þetta einmitt hluta af stefnu flokksins sem nefnist „Stöðvum ofbeldisfaraldurinn.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands, þó ég hafi ekki tekið próf í greininni, en hefur þótt áhugavert. En þetta er allt spurning um innihaldið, og ef þetta snýst um að kenna börnum og unglingum mikilvægi jafnréttis þá já, að sjálfsögðu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, tók undir þetta og sagði heiminn vera að breytast ansi hratt. Málið þurfi að taka alvarlega. Sama sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en tók fram að við kynjafræði þyrfti að bæta því við að uppræta ætti fordóma gegn fötluðu fólki, innflytjendum, flóttamönnum og fleiri breytum í samfélaginu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði eins og aðrir játandi. Hann tók það þó fram að þó lög væru uppfærð væri það samfélagið sem þyrfti að breytast. „Það er fyrst og fremst okkar hegðun og menning sem þarf að taka stakkaskiptum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, svaraði síðust og var eins og aðrir fylgjandi þessari fræðslu. Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Sjá meira
Þrátt fyrir að vera sammála um fátt þá var einn hlutur sem allir gátu sammælst um: að kynjafræði skuli kennd í skólum. „Menntamálin voru mikið nefnd hérna, einhverjir komu inn á kynferðisbrotamál og MeToo bylgjan hún einmitt reis upp á þessu kjörtímabili og afhjúpaði mjög alvarlegt kynjamisrétti í flestum kimum samfélagsins. Í framhaldinu hefur komið ákall, meðal annars frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema um að kynjafræði verði skyldufag í öllum framhaldsskólum,“ sögðu þularnir og gengu svo á línuna. Hvað segðu formennirnir: Já, eða nei? Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, byrjaði og sagði það skynsamlegt. „Já, ekki spurning, við lögðum einmitt fram tillögu þess efnis. Jón Steindór Valdimarsson hefur lagt áherslu á þetta í þinginu. Það er ekki spurning,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir og sagðist telja að kynjafræði hlyti að eiga að vera hluti af einhvers konar lífsleikni. „Mér finnst að kynjafræðin hljóti að vera hluti af lífsleikni í einhverju víðara samhengi. Ef sá vinkill er ekki með í lífsleikniáföngum þá skortir mikið upp á.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist hjartanlega sammála og Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins, sagði þetta einmitt hluta af stefnu flokksins sem nefnist „Stöðvum ofbeldisfaraldurinn.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands, þó ég hafi ekki tekið próf í greininni, en hefur þótt áhugavert. En þetta er allt spurning um innihaldið, og ef þetta snýst um að kenna börnum og unglingum mikilvægi jafnréttis þá já, að sjálfsögðu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, tók undir þetta og sagði heiminn vera að breytast ansi hratt. Málið þurfi að taka alvarlega. Sama sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en tók fram að við kynjafræði þyrfti að bæta því við að uppræta ætti fordóma gegn fötluðu fólki, innflytjendum, flóttamönnum og fleiri breytum í samfélaginu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði eins og aðrir játandi. Hann tók það þó fram að þó lög væru uppfærð væri það samfélagið sem þyrfti að breytast. „Það er fyrst og fremst okkar hegðun og menning sem þarf að taka stakkaskiptum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, svaraði síðust og var eins og aðrir fylgjandi þessari fræðslu.
Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fleiri fréttir Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Sjá meira