Allir flokkarnir vilja kynjafræði kennda í skólum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 22:01 Formenn allra flokkanna, sem tóku þátt í leiðtogakappræðum RÚV í kvöld, voru sammála um að kynjafræði eigi að vera kennd í framhaldsskólum sem skyldufag. Vísir/Vilhelm Síðustu leiðtogaumræður fyrir Alþingiskosningar fóru fram í kvöld þar sem leiðtogar allra þeirra flokka, sem bjóða fram á öllu landinu, komu saman og deildu um stærstu kosningamálin. Þrátt fyrir að vera sammála um fátt þá var einn hlutur sem allir gátu sammælst um: að kynjafræði skuli kennd í skólum. „Menntamálin voru mikið nefnd hérna, einhverjir komu inn á kynferðisbrotamál og MeToo bylgjan hún einmitt reis upp á þessu kjörtímabili og afhjúpaði mjög alvarlegt kynjamisrétti í flestum kimum samfélagsins. Í framhaldinu hefur komið ákall, meðal annars frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema um að kynjafræði verði skyldufag í öllum framhaldsskólum,“ sögðu þularnir og gengu svo á línuna. Hvað segðu formennirnir: Já, eða nei? Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, byrjaði og sagði það skynsamlegt. „Já, ekki spurning, við lögðum einmitt fram tillögu þess efnis. Jón Steindór Valdimarsson hefur lagt áherslu á þetta í þinginu. Það er ekki spurning,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir og sagðist telja að kynjafræði hlyti að eiga að vera hluti af einhvers konar lífsleikni. „Mér finnst að kynjafræðin hljóti að vera hluti af lífsleikni í einhverju víðara samhengi. Ef sá vinkill er ekki með í lífsleikniáföngum þá skortir mikið upp á.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist hjartanlega sammála og Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins, sagði þetta einmitt hluta af stefnu flokksins sem nefnist „Stöðvum ofbeldisfaraldurinn.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands, þó ég hafi ekki tekið próf í greininni, en hefur þótt áhugavert. En þetta er allt spurning um innihaldið, og ef þetta snýst um að kenna börnum og unglingum mikilvægi jafnréttis þá já, að sjálfsögðu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, tók undir þetta og sagði heiminn vera að breytast ansi hratt. Málið þurfi að taka alvarlega. Sama sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en tók fram að við kynjafræði þyrfti að bæta því við að uppræta ætti fordóma gegn fötluðu fólki, innflytjendum, flóttamönnum og fleiri breytum í samfélaginu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði eins og aðrir játandi. Hann tók það þó fram að þó lög væru uppfærð væri það samfélagið sem þyrfti að breytast. „Það er fyrst og fremst okkar hegðun og menning sem þarf að taka stakkaskiptum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, svaraði síðust og var eins og aðrir fylgjandi þessari fræðslu. Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Þrátt fyrir að vera sammála um fátt þá var einn hlutur sem allir gátu sammælst um: að kynjafræði skuli kennd í skólum. „Menntamálin voru mikið nefnd hérna, einhverjir komu inn á kynferðisbrotamál og MeToo bylgjan hún einmitt reis upp á þessu kjörtímabili og afhjúpaði mjög alvarlegt kynjamisrétti í flestum kimum samfélagsins. Í framhaldinu hefur komið ákall, meðal annars frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema um að kynjafræði verði skyldufag í öllum framhaldsskólum,“ sögðu þularnir og gengu svo á línuna. Hvað segðu formennirnir: Já, eða nei? Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, byrjaði og sagði það skynsamlegt. „Já, ekki spurning, við lögðum einmitt fram tillögu þess efnis. Jón Steindór Valdimarsson hefur lagt áherslu á þetta í þinginu. Það er ekki spurning,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir og sagðist telja að kynjafræði hlyti að eiga að vera hluti af einhvers konar lífsleikni. „Mér finnst að kynjafræðin hljóti að vera hluti af lífsleikni í einhverju víðara samhengi. Ef sá vinkill er ekki með í lífsleikniáföngum þá skortir mikið upp á.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagðist hjartanlega sammála og Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins, sagði þetta einmitt hluta af stefnu flokksins sem nefnist „Stöðvum ofbeldisfaraldurinn.“ „Nú svara ég sem fyrrverandi kynjafræðinemandi við Háskóla Íslands, þó ég hafi ekki tekið próf í greininni, en hefur þótt áhugavert. En þetta er allt spurning um innihaldið, og ef þetta snýst um að kenna börnum og unglingum mikilvægi jafnréttis þá já, að sjálfsögðu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins, tók undir þetta og sagði heiminn vera að breytast ansi hratt. Málið þurfi að taka alvarlega. Sama sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, en tók fram að við kynjafræði þyrfti að bæta því við að uppræta ætti fordóma gegn fötluðu fólki, innflytjendum, flóttamönnum og fleiri breytum í samfélaginu. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, svaraði eins og aðrir játandi. Hann tók það þó fram að þó lög væru uppfærð væri það samfélagið sem þyrfti að breytast. „Það er fyrst og fremst okkar hegðun og menning sem þarf að taka stakkaskiptum.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, svaraði síðust og var eins og aðrir fylgjandi þessari fræðslu.
Alþingiskosningar 2021 Skóla - og menntamál Jafnréttismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira