Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2021 18:53 Hluti Laugavegs er göngugata. Vísir/Vilhelm Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar kemur fram að 69,3 prósent borgarbúa séu jákvæð gagnvart göngugötum. Það sé aukning um nærri tvö prósentustig frá árinu 2020 og um nærri fimm prósentustig frá árinu 2019, þegar 64,5 prósent borgarbúa kváðust ánægð með göngugötur. „Sem fyrr eru þau jákvæðust sem heimsækja göngugötur oftast en 86% þeirra sem fara um göngugötur vikulega eða oftar eru jákvæð í garð þeirra,“ segir í tilkynningunni. Jákvæðnin ráðandi í öllum hverfum Í tilkynningu borgarinnar kemur þá fram að 30,3 prósent svarenda teldi göngugötusvæði borgarinnar of lítið. Sá hópur fari töluvert stækkandi milli ára. Árið 2019 hafi hlutfall þeirra sem töldu svæðið of lítið verið 19,3 prósent og árið 2020 var það 23,6 prósent. Þá séu fleiri jákvæðir gagnvart göngugötum heldur en neikvæðir í öllum hverfum borgarinnar. „Alls telur mikill meirihluti, eða 70,9%, göngugötur hafa mjög jákvæð eða fremur jákvæð áhrif á mannlíf miðborgarinnar. Tæpur helmingur telur göngugötur hafa jákvæð áhrif á verslun í miðborginni og tveir af hverjum þremur telja þær hafa jákvæð áhrif á veitinga- og matsölustaði í miðborginni.“ Könnunin var lögð fyrir Reykvíkinga í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram á netinu dagana 13. til 26. ágúst 2021. Svarendur eru 18 ára og eldri og úr öllum hverfum borgarinnar. Göngugötur Skipulag Reykjavík Skoðanakannanir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. Þar kemur fram að 69,3 prósent borgarbúa séu jákvæð gagnvart göngugötum. Það sé aukning um nærri tvö prósentustig frá árinu 2020 og um nærri fimm prósentustig frá árinu 2019, þegar 64,5 prósent borgarbúa kváðust ánægð með göngugötur. „Sem fyrr eru þau jákvæðust sem heimsækja göngugötur oftast en 86% þeirra sem fara um göngugötur vikulega eða oftar eru jákvæð í garð þeirra,“ segir í tilkynningunni. Jákvæðnin ráðandi í öllum hverfum Í tilkynningu borgarinnar kemur þá fram að 30,3 prósent svarenda teldi göngugötusvæði borgarinnar of lítið. Sá hópur fari töluvert stækkandi milli ára. Árið 2019 hafi hlutfall þeirra sem töldu svæðið of lítið verið 19,3 prósent og árið 2020 var það 23,6 prósent. Þá séu fleiri jákvæðir gagnvart göngugötum heldur en neikvæðir í öllum hverfum borgarinnar. „Alls telur mikill meirihluti, eða 70,9%, göngugötur hafa mjög jákvæð eða fremur jákvæð áhrif á mannlíf miðborgarinnar. Tæpur helmingur telur göngugötur hafa jákvæð áhrif á verslun í miðborginni og tveir af hverjum þremur telja þær hafa jákvæð áhrif á veitinga- og matsölustaði í miðborginni.“ Könnunin var lögð fyrir Reykvíkinga í Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá. Könnunin fór fram á netinu dagana 13. til 26. ágúst 2021. Svarendur eru 18 ára og eldri og úr öllum hverfum borgarinnar.
Göngugötur Skipulag Reykjavík Skoðanakannanir Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Sjá meira