Varð ekkert var við bílinn sem keyrði út af í símamyndbandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 18:50 Guðmundur Franklín varð ekki var við það þegar bíllinn keyrði út af fyrir aftan hann. Vísir „Þetta var allt Glúmi að kenna. Bílstjórinn hefur séð hann og ekki trúað eigin augum,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksin, um myndband sem hann tók á ferðalagi um landið vegna Alþingiskosninganna. Á myndbandinu sést bíll keyra út af veginum og hvorki Guðmundur né Glúmur Baldvinsson, frambjóðandi flokksins urðu varir við nokkuð. „Við tókum ekkert eftir þessu. Ef við hefðum séð hann keyra út af hefðum við farið og athugað ástandið. Guð minn góður, ég þarf að horfa á þetta á eftir“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu og kannaðist ekkert við þetta. Guðmundur tók myndbandið upp þegar þeir Glúmur Baldvinsson og sonur Guðmundar voru á ferð um landið í síðustu viku í tilefni Alþingiskosninga. Myndbandið er tekið upp í Skagafirði á síma Guðmundar þegar bíll sést óvænt fara út af veginum í afturglugganum. Segir flokkinn hafa verið beittan ofbeldi af fjölmiðlum Guðmundur segir stemninguna í flokknum mjög góða svo stuttu fyrir kosningar. Hann sé þó ósáttur með að flokkurinn hafi ekki fengið næga umfjöllun í aðdraganda kosninganna. „Við höfum bara verið beittir ofbeldi, af Morgunblaðinu til dæmis og öðrum fréttamiðlum. Það hefur ekkert verið fjallað um okkur en samt veit fólk um okkur. Þetta hefur verið og ég held að þegar fólk fer að tala um það úti í bæ þá líki fólki ekki við það. Fólk sér í gegn um svona bolabrögð,“ segir Guðmundur. Ástæðuna telur Guðmundur vilja flokksins til að breyta kvótakerfinu. Guðmundur Franklín fær sviðið í kappræðum á RÚV í kvöld. Hann stefnir á að sveifla til sín atkvæðum á lokasprettinum.Vísir/Vilhelm „Þá hatar Morgunblaðið okkur og Samherji og allt þetta lið. En þetta er allt í lagi, við erum komin til þess að vera og það er bara gaman að standa í þessu og mannbætandi.“ Kosningabaráttan hafi einkennst af þöggun. „Algerri þöggun, sem er ofbeldi, það er eins og að segja ekki fréttir eru falsfréttir. En við erum glimrandi ánægð með kosningabaráttuna sem slíka en við erum ótrúlega óánægð með Morgunblaðið og Fréttablaðið. En það er einkablað og við getum ekki sett út á það en Morgunblaðið, þó það sé einka þá er það allt komið á ríkisstyrki núna. Eftir að við fórum að tala um kvóta frysti Morgunblaðið okkur úti algerlega í umræðunni um stjórnmálaflokka,“ segir Guðmundur. „Þó við værum tíundi flokkurinn, þó við værum inni og þó það væri allt hundrað prósent klárt þá var bara eins og það væru níu flokkar í framboði hjá þeim og þeir birtu ekki greinar frá okkur, birtu ekki fréttatilkynningar. Þannig að við erum ekki parhrifnir af Morgunblaðinu.“ Í nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis mældist Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 0,8% fylgi. Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skagafjörður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Á myndbandinu sést bíll keyra út af veginum og hvorki Guðmundur né Glúmur Baldvinsson, frambjóðandi flokksins urðu varir við nokkuð. „Við tókum ekkert eftir þessu. Ef við hefðum séð hann keyra út af hefðum við farið og athugað ástandið. Guð minn góður, ég þarf að horfa á þetta á eftir“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu og kannaðist ekkert við þetta. Guðmundur tók myndbandið upp þegar þeir Glúmur Baldvinsson og sonur Guðmundar voru á ferð um landið í síðustu viku í tilefni Alþingiskosninga. Myndbandið er tekið upp í Skagafirði á síma Guðmundar þegar bíll sést óvænt fara út af veginum í afturglugganum. Segir flokkinn hafa verið beittan ofbeldi af fjölmiðlum Guðmundur segir stemninguna í flokknum mjög góða svo stuttu fyrir kosningar. Hann sé þó ósáttur með að flokkurinn hafi ekki fengið næga umfjöllun í aðdraganda kosninganna. „Við höfum bara verið beittir ofbeldi, af Morgunblaðinu til dæmis og öðrum fréttamiðlum. Það hefur ekkert verið fjallað um okkur en samt veit fólk um okkur. Þetta hefur verið og ég held að þegar fólk fer að tala um það úti í bæ þá líki fólki ekki við það. Fólk sér í gegn um svona bolabrögð,“ segir Guðmundur. Ástæðuna telur Guðmundur vilja flokksins til að breyta kvótakerfinu. Guðmundur Franklín fær sviðið í kappræðum á RÚV í kvöld. Hann stefnir á að sveifla til sín atkvæðum á lokasprettinum.Vísir/Vilhelm „Þá hatar Morgunblaðið okkur og Samherji og allt þetta lið. En þetta er allt í lagi, við erum komin til þess að vera og það er bara gaman að standa í þessu og mannbætandi.“ Kosningabaráttan hafi einkennst af þöggun. „Algerri þöggun, sem er ofbeldi, það er eins og að segja ekki fréttir eru falsfréttir. En við erum glimrandi ánægð með kosningabaráttuna sem slíka en við erum ótrúlega óánægð með Morgunblaðið og Fréttablaðið. En það er einkablað og við getum ekki sett út á það en Morgunblaðið, þó það sé einka þá er það allt komið á ríkisstyrki núna. Eftir að við fórum að tala um kvóta frysti Morgunblaðið okkur úti algerlega í umræðunni um stjórnmálaflokka,“ segir Guðmundur. „Þó við værum tíundi flokkurinn, þó við værum inni og þó það væri allt hundrað prósent klárt þá var bara eins og það væru níu flokkar í framboði hjá þeim og þeir birtu ekki greinar frá okkur, birtu ekki fréttatilkynningar. Þannig að við erum ekki parhrifnir af Morgunblaðinu.“ Í nýjustu könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis mældist Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn með 0,8% fylgi.
Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Skagafjörður Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira