Fulltrúar FIFA fylgjast með stöðunni hjá KSÍ og buðu fram hendur á dekk Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2021 15:00 Fulltrúar FIFA heimsóttu höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum í vikunni. vísir/vilhelm „FIFA vill bara vera upplýst um stöðuna og býður fram aðstoð eins og þarf,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um komu tveggja fulltrúa FIFA til landsins. Fulltrúarnir sátu fund fráfarandi stjórnar KSÍ á þriðjudag. Bæði FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafa í þessum mánuði sent fulltrúa til landsins til að kynna sér betur stöðuna eftir að formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í lok ágúst. Forysta KSÍ hafði þá verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi varðandi frásagnir af ofbeldi leikmanna karlalandsliðsins. Nodar Akhalkatsi og Charles Boorman sátu fund stjórnar á þriðjudag fyrir hönd FIFA. Ómar segir þá fyrst og fremst hafa verið þar til að bjóða fram aðstoð FIFA vegna aukaþingsins sem fram fer á laugardaginn eftir viku. „FIFA setti sig í samband við okkur núna í haust þegar það spurðist út hvað hefði verið í gangi hérna. Við höfum verið í reglulegum samskiptum síðan þá. Þau hafa óskað eftir upplýsingum, við höfum látið þau fá allar upplýsingar sem þau vilja, og þau hafa bara boðið fram stuðning og aðstoð. Hluti af því var að koma hingað, hittast og tala saman,“ segir Ómar. Ekkert hafi gefið til kynna að FIFA væri að búa sig undir að taka yfir stjórn KSÍ: „Nei, ég hef ekkert séð um það alla vega. Við höfum bara haldið þeim vel upplýstum um hvað er í gangi hjá okkur og það er bara lykilatriðið; að FIFA viti hvað er í gangi. Þannig geta þau hjálpað okkur.“ Fulltrúar UEFA og FIFA á þinginu samkvæmt venju Í fundargerð frá síðasta stjórnarfundi segir um heimsókn FIFA að fulltrúarnir tveir hafi boðið fram stuðning við stjórn og skrifstofu í aðdraganda aukaþingsins. Í hverju felst sá stuðningur? „Í sjálfu sér voru þau bara að bjóða hendur á dekk. Þetta var bara opið boð um hvort FIFA gæti hjálpað til með eitthvað. Við höfum auðvitað mestu þekkinguna á því hvernig á að framkvæma þing KSÍ en þetta var bara almennt boð um aðstoð,“ segir Ómar. FIFA hefur svo boðið áframhaldandi stuðning eins og á þarf að halda eftir þingið. Ómar segir að fulltrúi frá UEFA hafi komið fyrr í þessum mánuði í sama tilgangi; til að kynna sér betur stöðuna hjá íslenska sambandinu. Á þinginu á Hilton Reykjavík Nordica eftir rúma viku verða fulltrúar frá UEFA og FIFA á svæðinu en Ómar segir að þannig hafi það verið á síðustu ársþingum og sé jafnan á ársþingum knattspyrnusambanda í heiminum. KSÍ FIFA UEFA Tengdar fréttir Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29 Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30 Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Bæði FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafa í þessum mánuði sent fulltrúa til landsins til að kynna sér betur stöðuna eftir að formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í lok ágúst. Forysta KSÍ hafði þá verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi varðandi frásagnir af ofbeldi leikmanna karlalandsliðsins. Nodar Akhalkatsi og Charles Boorman sátu fund stjórnar á þriðjudag fyrir hönd FIFA. Ómar segir þá fyrst og fremst hafa verið þar til að bjóða fram aðstoð FIFA vegna aukaþingsins sem fram fer á laugardaginn eftir viku. „FIFA setti sig í samband við okkur núna í haust þegar það spurðist út hvað hefði verið í gangi hérna. Við höfum verið í reglulegum samskiptum síðan þá. Þau hafa óskað eftir upplýsingum, við höfum látið þau fá allar upplýsingar sem þau vilja, og þau hafa bara boðið fram stuðning og aðstoð. Hluti af því var að koma hingað, hittast og tala saman,“ segir Ómar. Ekkert hafi gefið til kynna að FIFA væri að búa sig undir að taka yfir stjórn KSÍ: „Nei, ég hef ekkert séð um það alla vega. Við höfum bara haldið þeim vel upplýstum um hvað er í gangi hjá okkur og það er bara lykilatriðið; að FIFA viti hvað er í gangi. Þannig geta þau hjálpað okkur.“ Fulltrúar UEFA og FIFA á þinginu samkvæmt venju Í fundargerð frá síðasta stjórnarfundi segir um heimsókn FIFA að fulltrúarnir tveir hafi boðið fram stuðning við stjórn og skrifstofu í aðdraganda aukaþingsins. Í hverju felst sá stuðningur? „Í sjálfu sér voru þau bara að bjóða hendur á dekk. Þetta var bara opið boð um hvort FIFA gæti hjálpað til með eitthvað. Við höfum auðvitað mestu þekkinguna á því hvernig á að framkvæma þing KSÍ en þetta var bara almennt boð um aðstoð,“ segir Ómar. FIFA hefur svo boðið áframhaldandi stuðning eins og á þarf að halda eftir þingið. Ómar segir að fulltrúi frá UEFA hafi komið fyrr í þessum mánuði í sama tilgangi; til að kynna sér betur stöðuna hjá íslenska sambandinu. Á þinginu á Hilton Reykjavík Nordica eftir rúma viku verða fulltrúar frá UEFA og FIFA á svæðinu en Ómar segir að þannig hafi það verið á síðustu ársþingum og sé jafnan á ársþingum knattspyrnusambanda í heiminum.
KSÍ FIFA UEFA Tengdar fréttir Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29 Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30 Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29
Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30
Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05
KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti