Mótmæla á Austurvelli: Hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð í huga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2021 11:50 Húsið brennur, stendur á einu skilti mótmælenda. Vísir/Vilhelm Í kringum hundrað manns eru mættir á Austurvöll þar sem klukkustundarlöng mótmæli vegna ófullnægjandi aðgerða íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum fara fram. Markmiðið með mótmælunum, sem fjögur aðildarfélög að Loftslagsverkfallinu standa fyrir, er að hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga. Í tilkynningu kom fram að um risamótmæli yrði að ræða. Mótmælin hófust klukkan 11:30 og eru ræður, tónlistaratriði og matur á boðstólum. Rætt verður við mótmælendur í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Heyra má hádegisfréttirnar á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Ungt fólk hefur safnast saman á Austurvelli, nær samfellt, í tvö og hálft ár að krefjast fullnægjandi aðgerða í loftslagsmálum, en kalli okkar hefur enn ekki verið svarað. Á næsta kjörtímabili er tækifæri fyrir stjórnvöld að gera betur og tryggja farsæla framtíð fyrir ung sem aldin, og fyrir þær lífverur sem deila með okkur plánetunni. Fjögur aðildarfélög standa að Loftslagsverkfallinu ásamt fjölmörgum ungum aðgerðasinnum. Þau eru Landssamtök íslenskra stúdenta, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfissinnar (LÍS, SHÍ, SÍF og UU). Þingmenn úr ýmsum flokkum eru mættir á Austurvöll til að ræða við unga fólkið og hlýða á þeirra málstað.Vísir/Vilhelm „Nýjasta skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sýnir svart á hvítu nauðsyn þess að bregðast við strax og af mikilli festu. Loftslagsmál er brýnasta málið í þessum Alþingiskosningum,“ segir Egill Ö. Hermannsson, varaformaður Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Aldrei verið brýnna „Hamfarahlýnun er allra stærsta áskorunum nútímans og varðar okkur öll. Því er nauðsynlegt að loftslagsmál séu í brennidepli í komandi Alþingiskosningum. Vonandi heyra frambjóðendurnir í kröfum ungs fólks um róttækar, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Við ættum að vera í skólanum, við ættum að vera að gera eitthvað annað við okkar æsku og frítíma en stjórnvöld gefa okkur engra annara kosta völ með aðgerðarleysi sínu.“ Fólk í fararbroddi ungmenna í umhverfismálum tekur til máls.Vísir/Vilhelm Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjanda Loftslagsverkfallsins, segir loftslagsaðgerðir ekki vel heldur nauðsyn. „Það hefur aldrei verið brýnna að taka á þessum málaflokki þar sem tíminn er að verða knappur ef við ætlum að ná að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Í nýlegri Maskínukönnun sögðu kjósendur loftslagsmál næst mikilvægasta málefni kosninganna, á eftir heilbrigðismálum.Vísir/Vilhelm „Loftslagsmálin eiga að vera aðal kosningamálið þar sem þau hafa áhrif á svo ótal marga aðra þætti samfélagsins svo sem heilbrigðismál, efnahagsmál, jafnréttismál, og fleira. Það að kjósa loftslagið er líka að kjósa heilbrigðismál, efnahagsmál, og jafnréttismál.“ Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira
Markmiðið með mótmælunum, sem fjögur aðildarfélög að Loftslagsverkfallinu standa fyrir, er að hvetja almenning til að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga. Í tilkynningu kom fram að um risamótmæli yrði að ræða. Mótmælin hófust klukkan 11:30 og eru ræður, tónlistaratriði og matur á boðstólum. Rætt verður við mótmælendur í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12. Heyra má hádegisfréttirnar á Stöð 2 Vísi í spilaranum að neðan. Ungt fólk hefur safnast saman á Austurvelli, nær samfellt, í tvö og hálft ár að krefjast fullnægjandi aðgerða í loftslagsmálum, en kalli okkar hefur enn ekki verið svarað. Á næsta kjörtímabili er tækifæri fyrir stjórnvöld að gera betur og tryggja farsæla framtíð fyrir ung sem aldin, og fyrir þær lífverur sem deila með okkur plánetunni. Fjögur aðildarfélög standa að Loftslagsverkfallinu ásamt fjölmörgum ungum aðgerðasinnum. Þau eru Landssamtök íslenskra stúdenta, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Ungir umhverfissinnar (LÍS, SHÍ, SÍF og UU). Þingmenn úr ýmsum flokkum eru mættir á Austurvöll til að ræða við unga fólkið og hlýða á þeirra málstað.Vísir/Vilhelm „Nýjasta skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sýnir svart á hvítu nauðsyn þess að bregðast við strax og af mikilli festu. Loftslagsmál er brýnasta málið í þessum Alþingiskosningum,“ segir Egill Ö. Hermannsson, varaformaður Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjenda Loftslagsverkfallsins. Aldrei verið brýnna „Hamfarahlýnun er allra stærsta áskorunum nútímans og varðar okkur öll. Því er nauðsynlegt að loftslagsmál séu í brennidepli í komandi Alþingiskosningum. Vonandi heyra frambjóðendurnir í kröfum ungs fólks um róttækar, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Við ættum að vera í skólanum, við ættum að vera að gera eitthvað annað við okkar æsku og frítíma en stjórnvöld gefa okkur engra annara kosta völ með aðgerðarleysi sínu.“ Fólk í fararbroddi ungmenna í umhverfismálum tekur til máls.Vísir/Vilhelm Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna og einn skipuleggjanda Loftslagsverkfallsins, segir loftslagsaðgerðir ekki vel heldur nauðsyn. „Það hefur aldrei verið brýnna að taka á þessum málaflokki þar sem tíminn er að verða knappur ef við ætlum að ná að halda okkur innan við 1.5 gráðu hlýnun frá iðnbyltingu,“ segir Finnur. Í nýlegri Maskínukönnun sögðu kjósendur loftslagsmál næst mikilvægasta málefni kosninganna, á eftir heilbrigðismálum.Vísir/Vilhelm „Loftslagsmálin eiga að vera aðal kosningamálið þar sem þau hafa áhrif á svo ótal marga aðra þætti samfélagsins svo sem heilbrigðismál, efnahagsmál, jafnréttismál, og fleira. Það að kjósa loftslagið er líka að kjósa heilbrigðismál, efnahagsmál, og jafnréttismál.“
Loftslagsmál Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Sjá meira